491. fundur 20. október 2016 kl. 16:30 - 20:39 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Hinrik Konráðsson (HK) formaður
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS)
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS)
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 1609019Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2017 ásamt viðhalds- og fjárfestingaráætlun.

Jafnframt lögð fram drög að þriggja ára áætlun áranna 2018-2020.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2017 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2018-2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

2.Gjaldskrár 2017

Málsnúmer 1610010Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að þjónustugjaldskrám helstu stofnana, sem áður voru til umfjöllunar á 490. fundi bæjarráðs og gerðar hafa verið nokkrar breytingar á.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa tillögum að gjaldskrám til bæjarstjórnar.

3.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2017

Málsnúmer 1610016Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsóknir um styrki vegna ársins 2017.

Samþykkt samhljóða að vísa yfirliti yfir styrkumsóknir til bæjarstjórnar.

4.Framkvæmdir 2017

Málsnúmer 1610011Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir helstu framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2017.

Áætlun um framkvæmdir og fjárfestingar vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

5.Rekstrarleyfi, Grundargata 59

Málsnúmer 1610004Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi dags. 5. okt. sl., varðandi umsögn um nýtt rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki III að Grundargötu 59, Grundarfirði.

Bæjarráð leggur svofellda afgreiðslu til við bæjarstjórn: "Bæjarráð Grundarfjarðar gerir ekki athugasemd við umbeðið rekstrarleyfi, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila."

Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.

6.Velferðarráðuneytið, flóttafólk

Málsnúmer 1610020Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi velferðarráðuneytisins frá 19. okt. sl., þar sem óskað er eftir hugsanlegri samvinnu bæjarins við að taka við flóttafólki í Grundarfirði. Meðal annars er horft til samvinnu við Íbúðalánasjóð um nýtingu íbúða í hans eigu.

Samþykkt að ræða við ráðuneytið um þessi mál í samvinnu við félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.

7.Sveitarfélagið Árborg - Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1610015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf sveitarfélagsins Árborgar dags. 4. okt. sl., varðandi umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

8.Fiskistofa - Sérstakt strandveiðgjald til hafna

Málsnúmer 1610019Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Fiskistofu frá 11. okt. sl. þar sem tilkynnt er um greiðslu til Grundarfjarðarhafnar, vegna innheimtu sérstaks gjalds af strandveiðibátum fyrir tímabilið 1. maí til 31. ágúst 2016.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:39.