Málsnúmer 1703024

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 12. fundur - 15.03.2017

Hafnarstjóri fór yfir fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir, fjárveitingar og stöðu mála. Skoðuð var ný hugmynd á legu á nýjum viðlegukanti. Jafnframt farið yfir helstu viðhaldsverkefni.
Hafnarstjóra falið að vinna áfram að undirbúningi framkvæmda og láta meta nýja útfærslu.

Hafnarstjórn - 7. fundur - 19.11.2019

Farið var yfir stöðu hafnarframkvæmda og næstu skref. Í dag hófu verktakar að keyra grjóti í hafnargarðinn. Grjót er sótt í námu í Lambakróarholti.

Hafnarstjórn - 16. fundur - 05.10.2021

Farið var yfir stöðu framkvæmda.
Hafnarstjóri sagði frá framkvæmdum við Grundarfjarðarhöfn.

Grjótmagn í fyrirstöðugarði varð ívið meira en til stóð vegna breytinga.
Bætt var við steyptum vegg á enda Norðurgarðs sem ákveðið var að setja upp til að auka skjól á enda Norðurgarðs. Eftir er að lengja hann um nokkra metra, í átt að grjótvörn.
Hafnarstjóri sagði frá því að í undirbúningi væri frágangur á kanti uppvið grjótvörn.
Verið er að steypa þekju á Norðurgarði, en tvær steypur eru eftir í henni, ca. 300 m2 sem verður lokið við í næstu viku.
Þá er eftir frágangur á rafmagni og vatni.
Tafir hafa orðið á heildarverkinu m.v. fyrstu áætlanir, m.a. vegna veðurfars.

Lengingin, nýja framkvæmdin, stóðst mjög vel í norðvestanáttinni í síðustu viku og lýsir hafnarstjórn ánægju með það.

Hafnarstjórn - 17. fundur - 08.03.2022

Hafnarstjóri fór yfir stöðu helstu hafnarframkvæmda.
Framkvæmdum við lengingu Norðurgarðs er að mestu lokið.
Einunigs eru lítil viðvik eftir, s.s. frágangur rafmagns og frágangur út með garði, sem ekki er hægt að vinna fyrr en snjóa leysir.

Fyrirhugað er að endurnýja um 1200 m2 steypta þekju á þremur svæðum á efri (syðri) hluta Norðurgarðs í sumar.

Frágangur á nýrri uppfyllingu austan Nesvegar er eftir.

Í vetur fór fram útboð á nýrri flotbryggju fyrir höfnina. Ætlunin er að endurnýja núverandi flotbryggju milli Norðurgarðs og Miðgarðs, sem einkum er nýtt fyrir gesti skemmtiferðaskipa sem liggja við ankerislægi.
Köfunarþjónustan ehf. var með lægra tilboð af tveimur bjóðendum.
Nýja flotbryggjan er 30x4 m en sú gamla er 24x3 m. Með stærri bryggju er öryggi farþega aukið til muna.
Gamla flotbryggjan verður seld, þegar nýja bryggjan kemur.

Höfnin hefur jafnframt fest kaup á 2 nýjum gámahúsum, sem nýtt verða sem vaktskýli fyrir komur skemmtiferðaskipa. Verða þau staðsett á sitt hvoru vaktsvæðinu á Norðurgarði, þegar tvö erlend skip liggja við Norðurgarð í einu. Eldra vaktskýli hefur verið selt.

Hafnarstjórn - 18. fundur - 28.04.2022

Farið var yfir stöðu hafnarframkvæmda og helstu verkefna.
Hafnarstjórn lýsir ánægju með áhrif þeirra miklu hafnarframkvæmda sem höfnin hefur staðið fyrir undanfarin ár, með 130 metra lengingu Norðurgarðs.
Með lengingunni er dýpi á stórstraumsfjöru orðið um 10 metrar og þannig er hægt að taka á móti stærri og djúpristari skipum en áður.

Við framkvæmdina skapaðist einnig tæplega 5.000 m² nýtt athafnasvæði, til viðbótar við athafnasvæðið sem var um 4.200 m².

Framkvæmdin hefur skilað sér hratt, í auknum umsvifum og tekjum, fyrir höfn og þjónustufyrirtækin við höfnina - mun hraðar en hafnarstjórn áætlaði.

Búið er að kaupa nýja flotbryggju, breiðari og lengri, í stað eldri, sem verður seld. Nýja flotbryggjan er 30x4 metrar en sú gamla er 24x3 metrar. Með stærri flotbryggju er skapað meira öryggi fyrir gesti skemmtiferðaskipa, sem koma á léttabátum frá skipum sem liggja við ankeri á ytri höfn.

Almenna umhverfisþjónustan vinnur nú við að brjóta upp elsta hluta þekjunnar á Grundarfjarðarhöfn en hluti hennar var farinn að síga töluvert og kominn tími á endurnýjun. Skipt verður um raflagnir í leiðinni en nýjar og stærri lagnir verða lagðar í raftengikassa fyrir skipin.

Hafnarstjórn - 2. fundur - 25.10.2022

Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu framkvæmdum og stöðu þeirra.
Hafnarstjóri sagði frá samskiptum við Vegagerðina um uppgjörsmál vegna verkefna.

Búið er að keyra efni í götustæði í framhaldi af Bergþórugötu og yfir á hafnarsvæði, yfir nýju landfyllinguna.

Fyrir liggur að taka þarf niður mastrið á Miðgarði, þar sem undirstöður eru farnar að gefa sig. Bráðabirgðaviðgerð var gerð fyrir skemmstu.

Setja á upp myndavélar á möstur á Norðugarði og vindhraðamælir verður settur á mastur. Myndavél á smábátahöfn verður endurnýjuð. Verða þá fjórar vélar í staðinn fyrir þrjár.

Hætt var við að steypa rest af þekju sem endurnýja átti á Norðurgarði í haust og bíður það vorsins.

Landaður afli ársins þann 24.okt. er kominn í 22.300 tonn, á móts við 16.700 tonn á sama tíma síðasta ár.