Málsnúmer 1710023

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 505. fundur - 12.10.2017

Lagðar fram tillögur um viðhald og nýframkvæmdir á árinu 2018. Farið yfir helstu framkvæmdir sem nauðsynlegt er að ráðast í ásamt búnaðarkaupum.

Frekari vinnu við fjárfestingaáætlun vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 506. fundur - 26.10.2017

Lagt fram yfirlit yfir helstu framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2018.

Áætlun um framkvæmdir og fjárfestingar vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 512. fundur - 25.04.2018

Lagt fram framkvæmdayfilit yfir fyrirhugaðar framkvæmdir skv. fjárhagsáætlun ársins 2018. Farið yfir stöðu helstu verkefna og hvernig hugmyndin væri að vinna þau verkefni sem framundan eru. Sérstaklega var rætt um framkvæmdir við leik- og grunnskóla, gangstéttir og gatnagerð, aðalskipulagsvinnu og ýmislegt fleira.

Bæjarráð felur skipulags- og byggingafulltrúa að fá verðtilboð í götumálun og önnur verkefni sem framundan eru til samræmis við umræður á fundinum. Jafnframt vinni hann yfirlit yfir forgangsröðun verkefna og geri tímaáætlun.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 513. fundur - 18.05.2018

Farið var yfir helstu framkvæmdir sem unnar verða á árinu 2018.
Verið er að ganga frá samningum um lagfæringu á leikskólanum og verður hafist handa þar á næstunni. Miðað er við að haldið verði áfram með lagfæringar á grunnskóla, þegar skóla lýkur.Verið er að kanna með kaup á hoppubelg. Lagfæringar og undirbúningur er í gangi vegna tjaldsvæðis. Kynntar hugmyndir um kaup á klósettgámi sem hugmyndin er að setja upp á tjaldsvæði, slík framkvæmd yrði til mikilla bóta fyrir þjónustu tjaldsvæðisins.
Lokið er við eldvarnir og ýmsar lagfæringar í samkomuhúsi. Verið er að ljúka við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi bæjarins, sem verður væntanlega sett í auglýsingu í næstu viku. Í undirbúningi er að gera göngustíg í gegnum Paimpolgarðinn frá Hrannarstíg yfir að Grunnskóla. Í undirbúningi eru lagfæringar á bæjargirðingunni.
Ný gata milli Nesvegar og Sólvalla er í hönnun og er gert ráð fyrir að unnt verði að fara í þá framkvæmd seinnihluta sumars og vonandi að ljúka við malbikun hennar í framhaldi.
Lögð fram tilboð í götumálun og kantsteina við bílastæði. Jafnframt var farið yfir hugmyndir um gerð og lagfæringu gangstétta. Bæjarráð leggur áherslu á að farið verði sem fyrst í framkvæmdir við gangstétt upp Ölkelduveg.

Bæjarráð samþykkir að keyptur verði klósettgámur á tjaldsvæðið, jafnframt að fenginn verði aðili til þess að mála götur bæjarins og að keyptir verði bílastæðasteinar skv. tilboði til að setja við sundlaug og grunnskóla.
Ennfremur samþykkt að kanna með kaup á hoppubelg og finna endanlega staðsetningu fyrir slíkt tæki.
Byggingafulltrúa falið að hafa forgöngu um þessi mál í samvinnu við forstöðumann áhaldahúss og fasteigna bæjarins.
Bæjarráð er að öðru leyti samþykkt þeim verkáætlunum sem í gangi eru.

Bæjarráð - 514. fundur - 28.06.2018

Farið yfir stöðu helstu framkvæmda sem unnið er að skv. fjárhagsáætlun 2018.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla eftir hugmyndum Ungmennafélags Grundarfjarðar varðandi uppbyggingu aðstöðu á íþróttasvæði.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 520. fundur - 24.10.2018


Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss og Gunnar Jóhann Elísson, umsjónarmaður fasteigna, sátu fundinn í sitthvoru lagi undir þessum lið.

Farið yfir og forgangsraðað framkvæmdum og fjárfestingum ársins 2018, auk fjárfestingaóska fyrir árið 2019 sem falla undir áhaldahús og umsjónarmann fasteigna.