Málsnúmer 1712013

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 184. fundur - 11.12.2017

Grundargata 12 og 14, lóðaumsókn.
Sæmundur Runólfsson sækir um byggingarlóðir f.h. óstofnaðs hlutafélags. Lóðir sem um er sótt Grundargata 12 og 14. hafa verið auglýstar til úthlutunar. Umhverfis- og Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir fullnægjandi lóðarumsóknum og upplýsingum um fyrirhuguðar byggingarframkvæmdir.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 185. fundur - 01.02.2018

Sæmundur Runólfsson sækir um lóðina Grundargötu 12
Skipulags- og umhverfisvernd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita Sæmundi Runólfssyni lóðirnar að Grundargötu 12 og 14.

Bæjarstjórn - 214. fundur - 12.04.2018

Lagt fram bréf dags 5. apríl sl. frá lóðarhafa lóðanna Grundargötu 12 og 14 þar sem óskað er eftir heimild til þess að starfrækja gistingu fyrir ferðamenn í húsunum sem byggð verði á lóðunum, ef húsin hvorki seljast né leigjast á almennum markaði.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn telur sér ekki fært að verða við erindinu, en bendir á að við endurskoðun aðalskipulags bæjarins verður sett fram stefna um möguleika á rekstri gistiheimila fyrir ferðamenn í íbúðabyggð.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 204. fundur - 24.10.2019

Á 202. fundi Skipulags- og umhvefisnefndar var Skipulags og byggingarfulltrúa falið að setja fyrirhugaðar byggingar á lóðunum við Grundargötu 12 og 14 í grenndarkynningu að gerðum uppfærðum teikningum.

Lögð fram til samþykktar þau gögn sem fóru með grenndarkynningunni þann 15. október sl. eftir að nefndin hafði gefið rafrænt samþykki. Frestur til athugasemda er til og með 15. nóvember.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir grenndarkynninguna.

Signý Gunnarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 208. fundur - 04.12.2019

Grundargata 12-14 - 5 Umsagnir v/grenndarkynningar sem bárust embætti skipulags- og byggingarfulltrúa.
Óskað er eftir að nefndin fari yfir umræddar umsagnir.
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur yfirfarið umsagnir vegna grenndarkynningar sem lýtur að fyrirhuguðum byggingaráformum að Grundargötu 12-14.

Alls bárust fimm umsagnir.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela byggingarfulltrúa í samráði við skipulagslögfræðing bæjarins, að koma með tillögur að svörum til umsagnaraðila.