Málsnúmer 1803036

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 187. fundur - 15.03.2018

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi áfangastaðar við Kolgrafafjörð , sem unnin er af ráðgjafafyrirtækinu Alta og dags. 13. mars 2018.
Megintilgangur með skipulagningu svæðisins er að útbúa örugga umgjörð fyrir ferðalanga til að njóta þeirrar einstöku upplifunar og náttúru sem staðurinn hefur upp á að bjóða.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela byggingafulltrúa að auglýsa tillöguna sem er á vinnslustigi í samræmi við gr. 5.6.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Bæjarráð - 510. fundur - 21.03.2018

Lögð fram til kynningar deiliskipulagstillaga áfangastaðar við Kolgrafafjörð. Tillagan er á vinnslustigi og hefur verið auglýst sem slík.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 188. fundur - 04.04.2018

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi áfangastaðar við Kolgrafafjörð , sem unnin er af ráðgjafafyrirtækinu Alta og dags. 4. apríl 2018.

Grundarfjarðarbær hefur í samstarfi við landeigendur og vegagerð unnið tillögu að deiliskipulagi áfangastaðar við Kolgrafafjörð. Tillagan hefur verið kynnt á vinnslustigi, ásamt forsendum hennar og unhverfismati, sbr. 4 mgr. 40.gr skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og grein 5.6.1 í skipulagsgerð nr. 90/2013 m.s.br.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Grundarfjarðarbæjar samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi áfangastaðar við Kolgrafafjörð. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 4. apríl 2018.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 190. fundur - 22.05.2018

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir áfangastað við Kolgrafafjörð, dags. 18.4.2018, sem unnin er fyrir Grundarfjarðarbæ af ráðgjafafyrirtækinu Alta.
Kolgrafafjörður
Skipulags- og umhverfisnefnd:

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir áfangastað við Kolgrafafjörð, dags. 18.4.2018, sem unnin er fyrir Grundarfjarðarbæ af ráðgjafafyrirtækinu Alta. Tillagan er unnin í samstarfi við landeigendur. Í tillögunni felst að útbúa aðstöðu til að njóta útsýnis og náttúrulífs við vesturenda brúarinnar. Á áfangastað er gert ráð fyrir útsýnispalli á grjótvarnargarði, svæði til áningar ásamt salernisaðstöðu. Á áfangastað verða upplýsingaskilti um nánasta umhverfi, náttúru svæðisins og nærliggjandi þjónustu. Deiliskipulagið er sett fram á deiliskipulagsuppdrætti í mkv. 1:1000 og greinargerð, dags. 18.4.2018.

Lýsing fyrir verkefnið var kynnt frá frá 3.11.-26.11.2016. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma sem hafðar voru til hliðsjónar við gerð deiliskipulagstillögunnar. Tillaga að deiliskipulagi var kynnt á vinnslustigi frá 14.3.2018 til og með 3.4.2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma vinnslutillögunnar.

Tillagan var auglýst 5.4.2018 á vef sveitarfélagsins, Fréttablaðinu og með auglýsingu í svæðisbundnum fréttamiðli. Athugasemdafrestur var til og með 17.5.2018. Engar athugasemdir bárust við auglýsta tillögu. Misfórst að birta auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu en hún var birt 18.5.2018 með athugasemdafresti til 29.6.2018.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, með vísan í 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi áfangastaðar við Kolgrafafjörð og leggur til að deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til bæjarstjórnar, að höfðu samráði við Alta eftir samtal þeirra við Skipulagsstofnun vegna auglýsingaferlisins.

Þorsteinn Steinsson sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarstjórn - 216. fundur - 23.05.2018

Vísað er til afgreiðslu bæjarstjórnar undir tl. 2.3 í fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar þar sem bæjarstjórn samþykkti samhljóða fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi við Kolgrafafjörð og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar.

Allir tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.