188. fundur 04. apríl 2018 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Þorsteinn Birgisson (ÞB) skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Birgisson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Tillaga að Deiliskipulagi - Kolgrafafjörður

Málsnúmer 1803036Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi áfangastaðar við Kolgrafafjörð , sem unnin er af ráðgjafafyrirtækinu Alta og dags. 4. apríl 2018.

Grundarfjarðarbær hefur í samstarfi við landeigendur og vegagerð unnið tillögu að deiliskipulagi áfangastaðar við Kolgrafafjörð. Tillagan hefur verið kynnt á vinnslustigi, ásamt forsendum hennar og unhverfismati, sbr. 4 mgr. 40.gr skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og grein 5.6.1 í skipulagsgerð nr. 90/2013 m.s.br.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Grundarfjarðarbæjar samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi áfangastaðar við Kolgrafafjörð. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 4. apríl 2018.

2.Tillaga að Deiliskipulagi- Kirkjufellsfoss

Málsnúmer 1803035Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi við Kirkjufellsfoss, sem unnin er af ráðgjafafyrirtækinu Alta og dags.3.apríl 2018.
Grundarfjarðarbær hefur í samstarfi við landeigendur jarðarinnar Kirkjufells unnið tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði við Kirkjufellsfoss. Tillagan hefur verið kynnt á vinnslustigi, ásamt forsendum hennar og unhverfismati, sbr. 4 mgr. 40.gr skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og grein 5.6.1 í skipulagsgerð nr. 90/2013 m.s.br.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Grundarfjarðarbæjar samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi við Kirkjufellsfoss og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 3. apríl 2018 og felur m.a. í sér staðsetningu á nýju bílastæði vestan við fossinn með áningarstað þar sem notalegt verður að setjast niður, njóta útsýnis og fræðast um svæðið. Gert er ráð fyrir gönguleiðum, upplýsingaskiltum og salernisaðstöðu á svæðinu. Hugað er sérstaklega að aðgengi fyrir alla frá bílastæði að fossinum

3.Skerðingsstaðir: Deiliskipulag

Málsnúmer 1803056Vakta málsnúmer

Umsókn um leyfi til að skipuleggja jörðina Skerðingsstaði.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að heimila gerð deiliskipulags fyrir jörðina Skerðingsstaði, jafnframt verði landnotkun svæðisins breytt í aðalskipulagsvinnu Grundarfjarðarbæjar.

4.Tillaga að breytingu á deiliskipulagi að Hálsi

Málsnúmer 1803060Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi að Hálsi í Grundarfirði.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir jörðina Háls.
Skipulags- og byggingafulltrúa falið að setja deiliskipulagið í auglýsingaferli.

5.Pylsuvagn - Stöðuleyfi

Málsnúmer 1501017Vakta málsnúmer

Stöðuleyfi: Bongo slf sækir um um stöðuleyfi fyrir Matvagn ( pylsuvagn)við Grundargötu 35.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela byggingafulltrúa að gefa út stöðuleyfi.

6.Leikskólinn Sólvöllum, breyting

Málsnúmer 1803057Vakta málsnúmer

Leikskólinn, stækkun á andyri.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

Fundi slitið - kl. 13:00.