Málsnúmer 1803060

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 188. fundur - 04.04.2018

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi að Hálsi í Grundarfirði.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir jörðina Háls.
Skipulags- og byggingafulltrúa falið að setja deiliskipulagið í auglýsingaferli.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 193. fundur - 24.07.2018

Tillaga um breytingu á deiliskipulagi fyrir Háls var auglýst þann 2. júní og var frestur til að gera athugasemdir til 16. júlí sl. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma er skipulags- og byggingarfulltrúa falið skv. 2. mgr. í gr. 5.7.1 í skipulagsreglugerð að senda breytingu á deiliskipulagi fyrir Háls til athugunar hjá Skipulagsstofnun.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 223. fundur - 02.12.2020

Farið yfir gögn málsins og stöðu sbr. bókun á 193. fundi nefndarinnar.
Málið er til frekari skoðunar hjá byggingarfulltrúa og nefndinni.
Máli frestað

Skipulags- og umhverfisnefnd - 224. fundur - 27.01.2021

Skipulags- og umhverfisnefnd frestaði málinu á 193. fundi sínum.
Eftir nánari skoðun á breytingu á deiliskipulagi að Hálsi er ekki gerð athugasemd við afgreiðslu þess. Óskað er eftir samþykkt nefndar um að klára deiliskipulagið.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að klára breytingu á deiliskipulagi.