Málsnúmer 1804014

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 13. fundur - 11.04.2018

Formaður setur fund og gengið er til dagskrár.
Málefni Sögumiðstöðvarinnar yfirfarin með það fyrir augum að samstarfið innanhúss gangi sem best fyrir sig. Sunna Njálsdóttir, bókasafnsfræðingur, sem sér um rekstur Bókasafns Grundarfjarðar auk upplýsingamiðstöðvar mætti á fund nefndarinnar og ræddi málin frá sínum sjónarhóli.
Menningarnefnd lagði þá leið sína í Sögumiðstöðina til fundar við rekstraraðila Kaffi Emils, Olgu Sædísi Aðalsteinsdóttur og Elsu Fanneyju Grétarsdóttur. Einnig sat Grétar Höskuldsson fundinn. Menningarnefnd tók niður punkta af fundinum þar sem rekstraraðilar Kaffi Emils töldu aðstæður sínar til kaffihúsarekstrar ekki nægilega góðar. Ákveðið að fara betur yfir þau atriði á næsta fundi menningarnefndar.
Fleira ekki gert og fundi slitið.

Gestir

  • Sunna Njálsdóttir, bókasafnsfræðingur - mæting: 17:10
  • Elsa Fanney Grétarsdóttir - mæting: 18:00
  • Olga Sædís Aðalsteinsdóttir - mæting: 18:00
  • Grétar Höskuldsson - mæting: 18:00

Menningarnefnd - 14. fundur - 13.04.2018

Farið yfir minnispunkta frá fundi menningarnefndar með rekstraraðilum Kaffi Emils. Fram hefur komið óánægja af hálfu rekstraraðila þar sem þeim þykir Grundarfjarðarbær ekki koma nægilega til móts við þarfir kaffihússins. Svo sem að setja vegg milli vestursalar og miðsalar hússins sem hægt sé að hafa lokaðan ef fundir eru í Bæringsstofu utan opnunartíma kaffihússins. Menningarnefndin er ósammála því vegna þess að slíkt væri verulega takmarkandi fyrir hlutverk Sögumiðstöðvarinnar sem menningarhúss. Hins vegar er nefndin sammála um að dytta þurfi að ýmsu í húsinu og verður unnið að því á næstu vikum og mánuðum.

Til stendur að endurskoða samning milli Grundarfjarðarbæjar og Svansskála ehf. sem rekur Kaffi Emil. Menningarnefnd telur að skerpa þurfi á ákveðnum atriðum áður en gengið verður til samninga. Eins telur menningarnefndin að endurskoða þurfi leiguverðið og stöðugildi vegna upplýsingamiðstöðvar.

Menningarnefndin er almennt ánægð með það fyrirkomulag að reka saman kaffihús, bókasafn, upplýsingamiðstöð og annað það sem Sögumiðstöðin hýsir í dag. Nefndin harmar þó þann stirðleika sem verið hefur í samskiptum rekstraraðila og Grundarfjarðarbæjar og vonast til að það muni nú breytast til batnaðar.

Menningarnefnd - 15. fundur - 24.05.2018

Til fundarins mættu rekstraraðilar Kaffi Emils, og menningarnefnd fór yfir punkta með þeim frá síðasta fundi. Rætt um leiðir til að halda áfram samstarfi og endurnýja leigusamninginn sem er útrunninn.
Lítið hefur þokast í átt að betri samskiptum og því setur menningarnefnd spurningarmerki við framhaldið. Menningarnefndin er öll af vilja gerð til að ná samningum og góðu samstarfi við rekstraraðila. Nefndin leggur áherslu á að Sögumiðstöðin verði áfram menningarhús, bókasafn og upplýsingamiðstöð sem þjónar sveitarfélaginu og bæjarbúum samhliða rekstri kaffihúss.
Ákveðið að aðilar leggi til hugmyndir að nýjum samningi á næsta fundi menningarnefndar og rekstraraðila Kaffi Emils, sem ákveðinn hefur verið í viku 22.
Fleira ekki gert og fundi slitið.

Gestir

  • Olga Sædís Aðalsteinsdóttir - mæting: 08:27
  • Elsa Fanney Grétarsdóttir - mæting: 08:27
  • Grétar Höskuldsson - mæting: 08:27

Menningarnefnd - 16. fundur - 15.06.2018

Undanfarna mánuði hefur menningarnefnd setið fundi ásamt rekstraraðilum Kaffi Emils sem leigja aðstöðu í Sögumiðstöðinni. Viðræður við rekstraraðila hafa gengið illa þar sem samskiptin hafa ekki verið sem skyldi. Samningur við rekstraraðilann, Svansskála, er útrunninn en ekki hefur gengið að semja að nýju þar sem rekstraraðili hefur ekki svarað samningstilboði menningarnefndar innan þess frests sem gefinn var upp, þrátt fyrir ítrekanir.
Menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að ekki verði endurnýjaður samningur við Svansskála og rekstraraðilum gefinn frestur til að skila af sér húsnæðinu.

Bæjarráð - 514. fundur - 28.06.2018

Forsvarsmenn Svansskála, Olga Sædís Aðalsteinsdóttir, Grétar Höskuldsson og Elsa Fanney Grétarsdóttir, sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð lítur svo á að núverandi leigusamningur við Svansskála gildi til maí 2019. Á tímabilinu verði rekstrarfyrirkomulag og skipulag hússins skoðað nánar í samvinnu við menningarnefnd.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 525. fundur - 28.02.2019



Rætt um málefni Sögumiðstöðvar m.t.t. stefnumótunar í menningarmálum.

Bæjarráð - 530. fundur - 30.04.2019

Lagðir fram til kynningar minnispunktar af fundi fulltrúa úr bæjarráði með eigendum Svansskála ehf. þann 4. apríl sl., um samning aðila varðandi rekstur kaffihúss í Sögumiðstöðinni.