525. fundur 28. febrúar 2019 kl. 17:20 - 22:34 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ) formaður
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Davíð Örn Jónsson, aðstoðarmaður skipulags- og byggingafulltrúa, Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss og Gunnar Jóhann Elísson, umsjónarmaður fasteigna, sátu fundinn undir lið 2.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Hafnargerð 2019-2020 - Lenging Norðurgarðs

Málsnúmer 1901030Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir í framhaldi af fundi hafnarstjórnar, sem fundarmenn sátu á undan fundi bæjarráðs.

Hafnarstjórn bókaði eftirfarandi:
Til umræðu er staðan í hafnarframkvæmdum, en í janúar var boðinn út áfangi við dælingu efnis í púða undir lengingu Norðurgarðs. Eitt tilboð barst, frá Björgun ehf. Vegagerðin hefur fyrir hönd hafnarinnar átt í viðræðum við bjóðandann á grundvelli frávikstilboðs. Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðunni eftir samningaviðræður Vegagerðarinnar við Björgun. Farið var yfir áætlun fyrir framkvæmdina í heild, sem lá fyrir við gerð fjárhagsáætlunar sl. haust. Jafnframt rætt um stöðu hafnarinnar. Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að samið verði á grundvelli fyrirliggjandi tilboðsskrár, sem hafnarstjóri kynnti og er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að gengið verði til samninga við Björgun ehf. í samræmi við bókun fundar hafnarstjórnar.

2.Framkvæmdir 2019

Málsnúmer 1902049Vakta málsnúmer

Davíð Örn Jónsson, aðstoðarmaður skipulags- og byggingafulltrúa sat fundinn undir þessum lið. Auk hans komu inn á fundinn undir þessum lið Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss og síðan Gunnar Jóhann Elísson, umsjónarmaður fasteigna.

Lögð fram drög að verkefnaskrám sem unnar voru af bæjarstjóra, aðstoðarmanni skipulags- og byggingafulltrúa, umsjónarmanni fasteigna og verkstjóra áhaldahúss. Verkefnaskrárnar gefa yfirsýn yfir framkvæmdaverkefni ársins, fjárveitingar, áfangaskiptingu o.fl. Farið yfir framkvæmdaverkefni ársins skv. skránum. Jafnframt rætt um kyndingu með varmadælu fyrir skóla- og íþróttamannvirki. Sérstaklega rætt um húsnæði að Grundargötu 31.

Bæjarráð leggur til að leitað verði tilboða í fleiri verk í einu lagi.

Samþykkt samhljóða.

3.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1901021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lausafjárstöðu.

4.Uppgjör staðgreiðslu tekjuárið 2018

Málsnúmer 1902046Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar uppgjör bókaðrar staðgreiðslu tekjuárið 2018.

5.Inkasso - Tilboð

Málsnúmer 1902047Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð frá innheimtufyrirtækinu Inkasso í milliinnheimtu og lögfræðiinnheimtu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og skrifstofustjóra nánari skoðun og ákvörðun.

Samþykkt samhljóða.

6.Yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur

Málsnúmer 1902052Vakta málsnúmer


Lagt fram yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur 31.12.2018.

7.Tillaga um afskriftir viðskiptakrafna

Málsnúmer 1902053Vakta málsnúmer



Lögð fram tillaga um afskrift viðskiptakrafna að fjárhæð 580.031 kr.

Samþykkt samhljóða.

8.Útsvarsskuldir

Málsnúmer 1902054Vakta málsnúmer


Lagt fram yfirlit yfir stöðu útsvarsskulda auk dráttarvaxta 31.12.2018.

9.Stöðuleyfi

Málsnúmer 1902034Vakta málsnúmer

Lagður fram listi yfir gáma í þéttbýli sem lagður var fyrir 198. fund skipulags- og umhverfisnefndar, þar sem rætt var um stöðuleyfi og framkvæmd við veitingu þeirra.

Bæjarráð felur skipulags- og byggingafulltrúa að senda bréf til eigenda gáma ásamt reikningi vegna óinnheimtra stöðuleyfisgjalda í samræmi við gjaldskrá sveitarfélagsins. Þá verði eigendur hvattir til að fjarlægja gáma innan tveggja mánaða. Að öðrum kosti verði gámar fjarlægðir á kostnað eigenda.

Samþykkt samhljóða.

10.Alþingi - Umsögn um heilbrigðisstefnu til 2030

Málsnúmer 1902016Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn hafði vísað erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Rætt um meginatriði heilbrigðisstefnu. Bæjarstjóra falið að senda umsögn um stefnuna, en ætlunin er að senda sameiginlega með öðrum sveitarfélögum á Snæfellsnesi.

Samþykkt samhljóða.

11.Endurskoðun fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1808016Vakta málsnúmer


Bæjarráð ræddi hugmynd að mótun sameiginlegrar heildarstefnu. Bæjarstjóra falið að afla gagna og undirbúa ákvarðanatöku í samræmi við umræður fundarins.

Samþykkt samhljóða.

12.Sögumiðstöðin

Málsnúmer 1804014Vakta málsnúmer



Rætt um málefni Sögumiðstöðvar m.t.t. stefnumótunar í menningarmálum.

13.Alm. umhverfisþj. ehf - Kirkjufellsfossar áningarstaður

Málsnúmer 1902026Vakta málsnúmer

Lagður fram verksamningur við Almennu umhverfisþjónustuna ehf. vegna áningarstaðar við Kirkjufellsfoss, en samningurinn er gerður á grundvelli verðkönnunar sem fram fór í janúar sl.

14.Alda - Ráðgjöf um styttingu vinnuvikunnar og eflingu lýðræðis

Málsnúmer 1902036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði, varðandi ráðgjöf um styttingu vinnuvikunnar og eflingu lýðræðis.

15.Íbúðalánasjóður - Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga

Málsnúmer 1902027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Íbúðalánasjóðs (ÍLS) um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. Bæjarstjóri mun óska eftir fresti við ÍLS til að ljúka húsnæðisáætlun Grundarfjarðarbæjar.

16.HSH - Dagskrá þings

Málsnúmer 1902042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar dagskrá 79. héraðsþings HSH sem haldið verður 14. mars nk.

17.Skátafélagið Örninn - Færsluyfirlit 2017-2018

Málsnúmer 1902039Vakta málsnúmer


Lagt fram til kynningar bankafærsluyfirlit Skátafélagsins Arnarins vegna áranna 2017-2018.

18.Morgunverðarfundur um almenningssamgöngur milli byggða

Málsnúmer 1902048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð Stjórnarráðs Íslands varðandi morgunverðarfund um almenningssamgöngur milli byggða, sem haldinn var 28. febrúar 2019.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 22:34.