Málsnúmer 1808031

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 220. fundur - 13.09.2018

Lögð eru fram gögn vegna kröfugerðar ríkisins fyrir óbyggðanefnd varðandi jörðina Hrafnkelsstaði í Kolgrafafirði, sem er í eigu Grundarfjarðarbæjar. Farin var vettvangsferð á svæðið þann 31. ágúst sl.
Til kynningar er yfirlit (hornpunktaskrá) yfir merki jarðarinnar.
Til umræðu er fyrirliggjandi tilboð sem borist hefur frá ríkinu.
Farið yfir framlögð gögn. Bæjarstjóri greindi frá tilboði ríkisins um málslok sem felast í að ákveða landamerkin með því að draga línu milli Eyrarbotns og Hrafnkelsstaða um fjallseggjar Gunnólfsfells og í vörðu við sjó. Jafnframt greindi hún frá því að bændur sem teldu sig eiga beitarrétt á Eyrarbotni ættu að halda þeim rétti fram fyrir óbyggðanefnd.

Til máls tóku JÓK og BÁ.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra áframhaldandi heimildaöflun. Jafnframt verði skoðað, í samráði við lögmann bæjarins, hvernig beitarrétti á Eyrarbotni verði haldið fram.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 226. fundur - 14.03.2019


Lögð fram til kynningar ýmis gögn í tengslum við þjóðlendumál Grundarfjarðarbæjar.

Til máls tóku JÓK og BÁ.

Bæjarstjórn - 231. fundur - 10.10.2019

xx. ágúst
Lagður fram úrskurður óbyggðanefndar í þjóðlendumálum á Snæfellsnesi, frá 15. ágúst sl., ásamt minnisblaði Ólafs Björnssonar, hrl., hjá Lögmönnum Suðurlands um málið.

Með úrskurði í máli nr. 3/2018, Eyrarbotn, var fallist á kröfu íslenska ríkisins um að Eyrarbotn í Kolgrafafirði sé þjóðlenda vestur að línu sem dregin er um Fellstá við Kolgrafarfjörð og um háeggjar Gunnungsfells. Sama svæði er í afréttareign eigenda jarðanna Nausts, Nýjubúðar, Skallabúða, Akurtraða og Berserkseyrar.

Hins vegar var hafnað kröfu ríkisins um að svæði vestan þessarar línu og vestur að Hrafná sé þjóðlenda.

Grundarfjarðarbær hélt því fram að Gunnungsfell væri að öllu leyti innan marka jarðarinnar Hrafnkelsstaða, sem er í eigu bæjarins. Ríkið hélt því fram að Gunnungsfellið væri allt innan þjóðlendu. Úrskurðurinn felur því í sér málamiðlun sem gengur út á að mörk þjóðlendu í Eyrarbotni og landareignar Hrafnkelsstaðajarðarinnar liggi um háeggjar Gunnungsfells (Gunnólfsfells).

Grundarfjarðarbær hefur málskotsrétt og getur skotið úrskurði óbyggðanefndar til dómstóla, allt fram til 23. febrúar 2020.

Fyrir lá minnisblað Ólafs Björnssonar, hrl., þar sem lagt er mat á stöðu bæjarins og kröfugerð, m.t.t. áfrýjunar.

Til máls tóku JÓK, GS, RG, BÁ og UÞS.

Bæjarstjórn frestar ákvörðun um málalyktir til fundar bæjarstjórnar í desember.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 234. fundur - 16.01.2020

Lagður fram úrskurður óbyggðanefndar vegna Hrafnkelsstaða og önnur gögn málsins, ásamt minnisblaði Lögmanna Suðurlandi.

Niðurstaða úrskurðarnefndar í máli 3/2018, Eyrarbotn:
- Fallist er á kröfu íslenska ríkisins um að Eyrarbotn sé þjóðlenda vestur að línu sem dregin er um Fellstá við Kolgrafarfjörð og um háeggjar Gunnungsfells. Sama svæði er í afréttareign eigenda jarðanna Nausts, Nýjubúðar, Skallabúða, Akurtraða og Berserkseyrar.
- Hafnað er kröfu ríkisins um að svæði vestan áðurnefndrar línu og vestur að Hrafná sé þjóðlenda.

Lagt til að ekki verði aðhafst frekar og að úrskurði óbyggðanefndar verði unað varðandi jörðina Hrafnkelsstaði.

Samþykkt samhljóða.