Málsnúmer 1905019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 531. fundur - 23.05.2019


Lagt fram erindi frá RARIK dags. 30. apríl sl., með ósk um yfirtöku bæjarins á götulýsingarkerfi RARIK í þéttbýli.

Lagt til að frestað verði að taka afstöðu til erindisins þar sem málið er til skoðunar á vettvangi sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 537. fundur - 22.10.2019

Lögð fram kynning Rarik vegna yfirtöku sveitarfélaga á götulýsingu. Í kynningargögnum kemur fram að viðhaldskostnaður og nýframkvæmdir kerfisins hafa verið greiddar af Grundarfjarðarbæ.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði samningur við Rarik um yfirtöku sveitarfélagsins á götulýsingu. Fyrir liggur að Rarik mun skila af sér lýsingunni eftir yfirferð ljósa.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 232. fundur - 28.11.2019


Lögð fram til staðfestingar drög að samningi við Rarik um yfirtöku götulýsingar í Grundarfjarðarbæ. Kynningargögn voru lögð fram á 537. fundi bæjarráðs þann 22. október sl.

Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við Rarik.

Samþykkt samhljóða.


Bæjarráð - 543. fundur - 27.02.2020

Lagður fram til kynningar samningur Rarik ohf. og Grundarfjarðarbæjar um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar í Grundarfjarðarbæ.