Málsnúmer 1905027

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 200. fundur - 16.05.2019

Lögð fram til kynningar auglýsing vegna umhverfisrölts sem haldið verður dagana 20. og 21. maí n.k.

Skipulags- og umhverfisnefnd ásamt bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar boða til umhverfisrölts, þar sem fulltrúar skipulags- og umhverfisnefndar, bæjarfulltrúar og bæjarstjóri, munu ganga með bæjarbúum um svæði í bænum. Markmiðið er að ræða það sem betur má fara í umhverfinu og lausnir til úrbóta.

Umhverfisrölt verður sem hér segir:

Rauða hverfið: Mánudagur 20.maí kl. 19:30 Aðkomusvæði Skógræktar
Græna hverfið: Mánudagur 20.maí kl. 20:30 Kaffi 59
Bláa hverfið: Þriðjudagur 21.maí kl. 19.30 Sögumiðstöðin
Gula hverfið: Þriðjudagur 21.maí kl. 20.30 Dvalarheimilið Fellaskjól

Skipulags- og umhverfisnefnd hvetur bæjarbúa til þess að taka þátt.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 201. fundur - 11.07.2019

Fyrir liggur samantekt um umhverfisrölt 2019, sbr. einnig 2018.
Lagt fram til umræðu síðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 213. fundur - 09.03.2020

Fyrir fundinum lá skýrsla vegna umhverfisrölts 2018 og 2019. Í skýrslunni er farið yfir ábendingar úr umhverfisrölti með íbúum, stöðu verkefna og áætlaða forgangsröðun framkvæmda/úrbóta.
Farið yfir skýrsluna og það sem áunnist hefur. Rætt um umhverfismálin fyrir komandi sumar. Nefndin benti á nokkur atriði sem bæjarstjóri tók niður, til skoðunar.

Nefndin lýsir yfir ánægju með þau atriði sem náðst hefur að lagfæra og fram koma í skýrslunni.

Nefndin stefnir að því að farið verði í umhverfisrölt ársins um miðjan maí nk.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 227. fundur - 12.04.2021

Árin 2018, 2019 og 2020 buðu skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn til umhverfisrölts með íbúum um afmörkuð hverfi í þéttbýlinu.
Ætlunin hefur verið að fara einnig í rölt í dreifbýlinu, en Covid hefur m.a. hamlað þeim áformum.Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að stefna að því að umhverfisrölt fari fram í græna og rauða hverfi þriðjudaginn 18. maí nk. kl. 19.30 og 20.30.
Umhverfisrölt í bláa og gula hverfi fari fram miðvikudaginn 19. maí kl. 19:30 og 20.30 - með fyrirvara um veðurspá, samkomutakmarkanir og nánara skipulag.

Umverfisrölt í dreifbýli fari fram þriðjudagskvöldið 25. maí nk. - með sömu fyrirvörum - og hefjist með heimsókn í hesthúsahverfið, í samvinnu við Hesteigendafélagið, og auk þess verði rölt um iðnaðar- og athafnasvæðið við Kverná.