Málsnúmer 2001011

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 234. fundur - 16.01.2020

Forseti mælti fyrir tillögu um að bæjarstjórn samþykki að veita tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum eldri íbúðarlóða í Grundarfjarðarbæ, sem og af tilbúnum iðnaðarlóðum í iðnaðarhverfinu Ártúni/Hjallatúni.

Um verði að ræða 50% afslátt gatnagerðargjalda skv. gildandi gjaldskrá, tímabundið í sex mánuði frá endanlegri samþykkt nánari skilmála, sem bæjarráði er falið að útfæra um framkvæmd þessa.

Skilmálar taki á tímafrestum úthlutana, gögnum sem leggja þarf fram og öðru sem þarf að koma fram til að tryggja skilvirka framkvæmd á úthlutun lóða og framkvæmdum á þeim grunni. Tilgreindar verði þær lóðir sem um ræðir.

Ráðstöfunin er gerð til að ýta frekar undir byggingu íbúðarhúsnæðis sem skortur er á, sem og atvinnuhúsnæðis, með vísan í sérstaka lækkunarheimild í 6. gr. laga um gatnagarðargjald nr. 153/2006. Lækkun mun ekki taka til nýrra lóða og ekki til byggingarreits í miðbæ, við Grundargötu/Hrannarstíg.

Til máls tóku JÓK, UÞS og RG.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 542. fundur - 30.01.2020

Lögð fram drög að skilmálum um tímabundinn afslátt á gatnagerðargjöldum. Í skilmálunum kemur m.a. fram að veittur verði 50% afsláttur vegna nýbyggingar íbúðarhúsnæðis á tilteknum eldri íbúðarlóðum og af atvinnuhúsnæði á tilteknum iðnaðar- og athafnalóðum.

Hægt verður að sækja um lóðir til nýbyggingar með 50% afslætti gatnagerðargjalds frá 1. mars til 1. september 2020.

Drög að skilmálum samþykkt samhljóða og bæjarstjóra falinn lokafrágangur þeirra fyrir næsta bæjarstjórnarfund.

Bæjarstjórn - 235. fundur - 13.02.2020

Lögð fram tillaga sem unnin var af bæjarráði, um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum. Gefinn verður tímabundinn 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum af tilgreindum íbúðar- og atvinnulóðum, sem eru eftirfarandi:

Íbúðarlóðir:
Fellabrekka 1
Fellabrekka 5
Fellabrekka 7
Fellabrekka 9
Fellasneið 3
Grundargata 63
Grundargata 82
Grundargata 90
Hellnafell 1
Hlíðarvegur 7
Ölkelduvegur 17
Ölkelduvegur 19
Ölkelduvegur 23
Ölkelduvegur 29

Iðnaðarlóðir:
Ártún 18
Hjallatún, metralóðir, sbr. kort.

Lágmarksgjald skv. gjaldskránni er aftengt á tímabilinu, en hámarksgjald heldur sér. Tillagan gildir fyrir tímabilið frá 1. mars til 31. ágúst nk.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 543. fundur - 27.02.2020


Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 13. febrúar sl. tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum tiltekinna lóða. Íbúðarhúsalóðir voru taldar upp í samþykktinni.
Við Ölkelduveg eru tvær auðar lóðir vestan við parhúsið nr. 25 og 27 merktar nr. 27 og 29 í deiliskipulagi, en ættu að vera nr. 29 og 31.

Bætt verði við upptalninguna lóð nr. 31 við Ölkelduveg (sem í deiliskipulagi er númeruð 29).

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 213. fundur - 09.03.2020

Lagðir fram til kynningar skilmálar vegna úthlutunar lóða sem bæjarstjórn samþykkti í febrúar og gilda vegna tímabundins afsláttar af gatnagerðargjöldum frá 1. mars til 31. ágúst 2020.

Nefndin fór yfir skilmálana, sem auglýstir voru í febrúar.

Nefndin lýsir ánægju með samþykkt bæjarstjórnar.

Næsti fundur nefndarinnar verður mánudaginn 16. mars nk. og tekur nefndin þá til afgreiðslu þær lóðaumsóknir sem borist hafa fyrir kl. 14.00 föstudaginn 13. mars nk.
Sett verði auglýsing á vef bæjarins og vakin athygli á þessu.