Málsnúmer 2005042

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 547. fundur - 28.05.2020


Lögð fram drög að endurskoðaðri jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar.

Bæjarráð tekur drögin til skoðunar á fundi sínum í júní.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 548. fundur - 24.06.2020

Fyrir fundinum lágu drög að endurskoðaðri jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar.

Karen Lind Ketilbjarnardóttir og Katrín Súsanna Björnsdóttir, sátu fundinn undir þessum lið. Þær eru sumarstarfsmenn hjá Grundarfjarðarbæ og fól bæjarstjóri þeim að rýna í drög að jafnréttisáætlun bæjarins, með hliðsjón af löggjöf og jafnréttisáætlunum annarra sveitarfélaga.

Þær kynntu fyrir bæjarráði helstu atriði sem þær höfðu dregið saman, sem ábendingar við endurskoðun jafnréttisáætlunar.

Góðar umræður urðu um efni áætlunarinnar.

Karen og Katrínu var þakkað fyrir góða vinnu og kynningu á fundinum.

Með hliðsjón af gagnlegum ábendingum þeirra mun bæjarráð skoða betur efni og framsetningu áætlunarinnar, ásamt því hvernig megi útfæra þær í starfsemi stofnana bæjarins.

Bæjarráð/jafnréttisnefnd mun leita eftir samtali við forstöðumenn stofnana í tengslum við endurskoðun jafnréttisáætlunar.

Frekari vinnu við jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar frestað til næsta fundar.

Gestir

  • Karen Lind Ketilbjarnardóttir - mæting: 17:45
  • Katrín Súsanna Björnsdóttir - mæting: 17:45

Bæjarráð - 550. fundur - 08.07.2020

Framhald umræðu um jafnréttisáætlun bæjarins.

Jafnréttisstofa hefur lagt hart að Grundarfjarðarbæ að skila inn endurskoðaðri jafnréttisáætlun á yfirstandandi kjörtímabili. Til stóð að ljúka þeirri vinnu í haust, að aflokinni yfirferð með forstöðumönnum stofnana bæjarins o.fl.
Í ljósi erindis Jafnréttisstofu í tölvupósti dags. 6. júlí sl. er lagt til að fyrirliggjandi drög að jafnréttisáætlun verði samþykkt núna og send Jafnréttisstofu.

Í samræmi við umræður bæjarráðs/jafnréttisnefndar á síðasta fundi sínum, er jafnframt lagt til að þeirri vinnu sem hafin var við umbætur á áætluninni, verði fram haldið og áætlunin sem nú er samþykkt verði endurskoðuð, með aðkomu forstöðumanna stofnana varðandi framkvæmd jafnréttismála.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 555. fundur - 23.09.2020

Lagðar fram tillögur um breytingar á jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar.

Jafnréttisstofa gerði athugasemdir við innsenda áætlun bæjarins, sem afgreidd var í bæjarráði/jafnréttisnefnd fyrr í sumar og óskaði eftir breytingum á áætluninni. Jafnréttisstofa lagði fyrir bæinn að flýta þeirri afgreiðslu, að viðlögðum dagsektum ef það drægist.

Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að ljúka breytingum og senda Jafnréttisstofu.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 244. fundur - 10.12.2020


Lögð fram endurbætt útgáfa af jafnréttisáætlun bæjarins, en jafnréttisnefnd hafði fjallað um tillöguna á fundi sínum þann 23. september sl.

Til máls tóku JÓK, BÁ, RG, SÞ og UÞS.

Jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar samþykkt samhljóða.