Málsnúmer 2011031

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 243. fundur - 26.11.2020

Lögð fram tillaga Skipulagsstofnunar að viðauka við landsskipulagsstefnu 2015-2026. Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnuna, sem auglýst er til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010 og 105/2006 og reglugerð nr. 1001/2011.

Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Auk þess felur tillagan í sér breytingar á gildandi landsskipulagsstefnu varðandi skipulag haf- og strandsvæða m.t.t. laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða.

Tillagan er aðgengileg á vef landsskipulagsstefnu, www.landsskipulag.is, og á vef Skipulagsstofnunar, www.skipulag.is. Gögn eru einnig til sýnis hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík.

Allir sem þess óska geta gert athugasemdir við tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og umhverfismat hennar.

Frestur til að koma skriflegum athugasemdum á framfæri við Skipulagsstofnun er til og með 8. janúar 2021.

Til máls tóku JÓK, UÞS og BS.

Lagt til að skipulags- og umhverfisnefnd verði falið að fjalla um málið og að gera umsögn um viðaukann.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 223. fundur - 02.12.2020

Bæjarstjórn felur skipulags- og umhverfisnefnd umfjöllun og umsögn ofangreinds máls.
Lögð fram tillaga að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt umhverfismati.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 8. janúar 2021.

Afgreiðslu máls frestað til 3. janúar 2021 þar sem nefndin mun skila niðurstöðu sinni á þeim fundi.

Bæjarstjórn - 245. fundur - 14.01.2021

Lögð fram til kynningar umsögn Grundarfjarðarbæjar, dags. 8. janúar 2021, til Skipulagsstofnunar vegna viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt umhverfismati.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 224. fundur - 27.01.2021

Skipulagsstofnun óskaði eftir umsögn um tillögu að viðauka við landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem auglýst var til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010.
Umsögn lögð fram eins og hún var send, eftir umsögn nefndarmanna í byrjun janúar.
Lagt fram til kynningar.