Málsnúmer 2005005Vakta málsnúmer
Lögð fyrir erindi Almennu umhverfisþjónustunnar ehf. frá 28. mars 2020 þar sem óskað er eftir samningi til fimm ára til að vinna efni til steypugerðar og annarra nota úr námu í Lambakróarholti, og erindi dags. 5. maí 2020 um að fá að taka efni úr námu í Hrafnsá. Báðar námurnar eru í landi í eigu bæjarins. Erindin voru áður tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar í maí 2020, en þá lá einnig fyrir umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa um þau. Bæjarstjórn fól á þeim fundi skipulags- og byggingarfulltrúa að fara yfir og meta hve mikil þörf hafnarinnar og bæjarfélagsins er á næstu árum, til efnis úr námunni, m.a. með samráði við hafnarstjóra, og að leggja fram tillögu um nýtingu efnis úr námunni til annarra framkvæmda á vegum bæjarins, svo unnt sé að svara erindi Almennu umhverfisþjónustunnar ehf.
Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur haft efnisnámur og efnisþörf bæjarins, hafnar o.fl. til skoðunar. Í júlí 2020 fundaði hann með eiganda Almennu umhverfisþjónustunnar ehf. um málið. Hann hefur rætt við hafnarstjóra og verkstjóra áhaldahúss um framkvæmdir og fyrirkomulag efnistöku á vegum bæjar og hafnar. Grundarfjarðarbær hafði áður sett af stað vinnu við að sækja um leyfi og vinna tilheyrandi efnistökuáætlun vegna Hrafnsár í Kolgrafafirði.
Skipulags- og byggingarfulltrúi fékk ráðgjafarfyrirtækið Alta til að skoða með sér og taka saman upplýsingar um efnistökumál í sveitarfélaginu, sem hafa svo verið teknar saman í minnisblað fyrir bæjarstjórn.
Um þessa vinnu voru lögð fyrir fundinn þrjú minnisblöð, annars vegar um stöðu efnis í efnisnámu í Lambakróarholti, dags. 14.01.2021 og hinsvegar almennt um efnisnám í Grundarfjarðarbæ - stöðu mála og tillögu að næstu skrefum, dags. 14.01.2020. Auk þess var lagt fram minnisblað úr þeirri vinnu sem fram hefur farið vegna efnistökuáætlunar úr Hrafnsá og mikils framburðar úr Hrafnsánni, sem m.a. hefur áhrif á skotsvæði og brú yfir Hrafnsá.