Málsnúmer 2101005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 564. fundur - 22.02.2021

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar í janúar 2021. Skv. yfirlitinu er greitt útsvar 45,4% hærra en í janúar 2020. Fram hefur komið sú skýring að Fjársýsla ríkisins hafi tvígreitt greiðslur sem greiddar voru í desember 2020, sem aftur var vangreitt útsvar á árinu 2020.

Bæjarstjóri hefur leitað skýringa og sent til Fjársýslunnar bókanir bæjarráðs frá því í janúar og bæjarstjórnar í febrúar sl. um útsvarsgreiðslur. Vænta má svars Fjársýslunnar fljótlega.

Bæjarráð - 565. fundur - 23.03.2021

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-febrúar 2021.
Skv. yfirlitinu er greitt útsvar 8,9% hærra en á sama tímabili í fyrra.

Bæjarráð - 567. fundur - 29.04.2021

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar jan.-mars 2021. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 1% miðað við sama tímabil í fyrra. Marsmánuður er hins vegar 13% lægri en mars 2020, en hluti af skýringunni er sú að ríkið dregur frá endurgreiðslur á ofgreiddu útsvari til sveitarfélaganna í mars, apríl og maí.

Bæjarráð - 568. fundur - 02.06.2021

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-maí 2021. Skv. yfirlitinu hefur útsvar hækkað um 4,9% miðað við sama tímabil í fyrra.

Jafnframt rætt um breytingar á íbúafjölda bæjarins. Frá áramótum eru brottfluttir 37 talsins, en nýir íbúar eru 32 talsins, þar með fædd börn.

Bæjarráð - 571. fundur - 14.07.2021

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-júní 2021. Skv. yfirlitinu hefur útsvar hækkað um 4,4% miðað við sama tímabil í fyrra. Á landsvísu er hækkunin 9,9% á sama tímabili.

Bæjarráð - 573. fundur - 26.08.2021

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-júlí 2021. Heildarútsvarsgreiðslur til sveitarfélagsins í júlímánuði eru 14% lægri en í júlí 2020.
Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar í Grundarfirði hækkað um 2% miðað við sama tímabil í fyrra. Á landsvísu er hækkunin á þessu tímabili hins vegar 7,7% og á Vesturlandi er hún að meðaltali 7,6%.

Bæjarráð - 576. fundur - 11.10.2021

Lögð fram yfirlit yfir greitt útsvar jan.-ágúst 2021 og jan.-sept. 2021.
Greitt útsvar í janúar-september hefur hækkað um 4,8% miðað við sama tímabil í fyrra. Hækkun á landsvísu er 8,3% á tímabilinu. Hafa ber í huga að nú í september bárust leiðréttingar frá árinu 2020, sem enn og aftur skekkir samanburð á milli ára.

Bæjarráð vísar í fyrri bókanir sínar um óviðunandi upplýsingagjöf af hálfu ríkisins varðandi staðgreiðslu.