Málsnúmer 2112024

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 254. fundur - 14.12.2021

Lögð fram tillaga um stofnun starfshóps, sem hafi það hlutverk að fjalla um grunnskólalóð, sbr. tillögu skólanefndar og umræðu bæjarráðs.

Lagt til að formaður bæjarráðs og fulltrúi skólanefndar verði í starfshópnum ásamt skólastjóra grunnskólans, fulltrúa foreldra og fulltrúa nemenda skólans. Skólastjóri grunnskólans verði formaður hópsins.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 260. fundur - 03.05.2022

Lagðir fram fundarpunktar fyrsta fundar starfshóps um grunnskólalóð, sem skipaður var til að yfirfara og gera tillögur um umbætur á skólalóð - áfangaskipt til nokkurra ára.

Bæjarstjórn þakkar fyrir þessa fundarpunkta og fagnar því að börnum sé sérstaklega boðið að borðinu til að rýna og gera tillögur um skólalóð og leiksvæði, undir handleiðslu kennara.

Bæjarráð - 589. fundur - 23.06.2022

Lögð fram fundargerð 2. fundar starfshóps um grunnskólalóð, frá 19. maí 2022, til afgreiðslu, ásamt hugmyndum grunnskólabarna úr vinnu með lóðina.
Starfshópurinn mun halda áfram sinni vinnu með skipulagsfulltrúa með það í huga að forgangsraða verkefnum. Óskað er eftir tillögum fljótlega.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 237. fundur - 28.06.2022

Starfshópur um grunnskólalóð var skipaður af bæjarstjórn og hefur verið að störfum frá því í vor. Hópurinn var endurskipaður af nýrri bæjarstjórn.
Hópurinn hefur það hlutverk að skoða ástand grunnskólalóðarinnar (og lóðar íþróttahúss) og setja fram tillögur að viðhaldsverkefnum og nýframkvæmdum og forgangsröðun verka.
Starfshópurinn hefur átt tvo fundi, skoðað lóðina og leitað eftir hugmyndum meðal barna í skólanum.