Málsnúmer 2205023

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 262. fundur - 09.06.2022

Áður en gengið var til kosningar forseta lagði GS til að framboðin skiptu á milli sín embættum forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs.

Gengið var til kosningar forseta. Forseti bæjarstjórnar var kosinn Jósef Ó. Kjartansson með sjö samhljóða atkvæðum.

Jósef Ó. Kjartansson, nýkjörinn forseti bæjarstjórnar, tók við fundarstjórn.

JÓK sagðist hefði viljað fá tillögu um skiptingu embætta fram fyrr og á þeim forsendum væri henni hafnað. Varaforseti var kosin Ágústa Einarsdóttir með sjö samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 273. fundur - 08.06.2023

Til máls tóku ÁE, GS, LÁB og BÁ.

Varaforseti lagði fram þá tillögu að Jósef Ó. Kjartansson yrði forseti bæjarstjórnar til eins árs. Jafnframt var Garðari Svanssyni boðið að vera varaforseti bæjarstjórnar til eins árs.

GS lagði fram breytingatillögu um að Garðar Svansson yrði forseti bæjarstjórnar til eins árs.

Varaforseti bar breytingatillöguna upp til samþykktar.

Tillagan felld með fjórum atkvæðum (ÁE, BS, DM og MM) gegn þremur (GS, SG, LÁB).

Varaforseti bar upp upphafstillöguna um að Jósef Kjartansson yrði forseti bæjarstjórnar til eins árs.

Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum (ÁE, BS, DM og MM), þrír sátu hjá (GS, SG, LÁB).

Varaforseti bar upp þá tillögu að Garðar Svansson yrði varaforseti bæjarstjórnar til eins árs. GS tók til máls og hafnaði boðinu að sinni.

Þá lagði varaforseti til að Ágústa Einarsdóttir yrði varaforseti bæjarstjórnar til eins árs.

Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum (ÁE, BS, DM og MM), þrír sátu hjá (GS, SG, LÁB).

Bæjarstjórn - 287. fundur - 13.06.2024

Fram fór kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.

Forseti lagði til að Jósef Ó. Kjartansson yrði forseti bæjarstjórnar.

SG kom með tillögu Samstöðu um að Garðar Svansson verði forseti bæjarstjórnar.

Breytingartillaga borin upp til atkvæða. Samþykkir tillögu voru þrír (SG, LÁB, PJ). Tillögu hafnað með fjórum atkvæðum (JÓK, ÁE, BS, SGG).

Forseti bar fram upphaflegu tillöguna. Jósef Ó. Kjartansson var kosinn með fjórum atkvæðum (JÓK, ÁE, BS, SGG), einn var á móti (SG), tveir sátu hjá (LÁB, PJ).

Varaforseti var kosinn Sigurður Gísli Guðjónsson með fjórum atkvæðum (JÓK, ÁE, BS, SGG), þrír sátu hjá (SG, LÁB, PJ).