287. fundur 13. júní 2024 kl. 16:30 - 21:07 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
 • Pálmi Jóhannsson (PJ)
  Aðalmaður: Garðar Svansson (GS)
 • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
 • Signý Gunnarsdóttir (SG)
 • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
 • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
 • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund.

Hann bar upp tillögu þess efnis að tekið yrði með afbrigðum á dagskrá mál 2406010 - Breytt lóðarmörk Grundargata 57B og 59, sem yrði liður nr. 15 á dagskrá. Aðrir liðir færist aftur sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Gengið var til dagskrár.

1.Ungmennaráð - samtal við bæjarstjórn

Málsnúmer 2406009Vakta málsnúmer

Samtal bæjarstjórnar við fulltrúa ungmennaráðs.

Fulltrúi úr ungmennaráði Grundarfjarðarbæjar er gestur bæjarstjórnar undir þessum lið; Áslaug Stella Steinarsdóttir, sem er jafnframt formaður ráðsins.

Áslaug Stella ræddi tvö málefni við bæjarstjórn, í samræmi við bókanir í fundargerð 10. fundar ungmennaráðs, sem er dagskrárliður nr. 6 á þessum fundi.

Annars vegar um aðgengi og leiktæki í Þríhyrningi. Í fundargerð ungmennaráðs er bent á að stígar inní Þríhyrning og á svæðinu séu ekki gerðir fyrir hjólastóla og því væri erfitt fyrir fólk í hjólastólum að nota garðinn. Einnig bendir ungmennaráð á að það vanti fleiri leiktæki eða leiksvæði fyrir yngstu börnin.

Hins vegar nefndi hún, það sem ungmennaráð benti á, að finna þyrfti nýtt framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina Eden. Þá var rætt um ungmennahús fyrir 16-20 ára og jafnvel eldri.

Góðar umræður urðu um málin.

Bæjarstjórn þakkar ungmennaráði fyrir góðar ábendingar og formanni fyrir komuna á fundinn.

Gestir

 • Áslaug Stella Steinarsdóttir, formaður ungmennaráðs - mæting: 16:30

2.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Bæjarstóri fór yfir minnispunkta sína, sbr. framlagt skjal.

3.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Forseti sagði frá móttöku franskra gesta sem fer fram í Sögumiðstöðinni þann 19. júní nk.

Hann nefndi einnig fundi framundan í skipulags- og umhverfisnefnd og skólanefnd, og 20 ára afmælishátíð FSN sem haldin verður þann 30. ágúst nk.

4.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 7

Málsnúmer 2404007FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 7. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
 • Á 6.afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá Djúpá ehf á 300m2 parhúsi við Grundargötu 90, þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi umsókninni til afgreiðslu hjá Skipulags- og umhverfisnefnd.

  Á 257 fundi Skipulags- og umhverfisnefndar var staðfest að fara skuli fram grenndarkynning byggingaráforma og felur skipulagsfulltrúa að láta kynningu fara fram í samræmi við afgreiðslu 255. fundar. Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningu felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.

  Á 284 fundi Bæjarstjórnar staðfesti bæjarstjórn bókun skipulags- og umhverfisnefndar.
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 7 Byggingaráform eru samþykkt, engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.
  Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum 2.4.4.gr í byggingarreglugerð nr 112/2012 með áorðnum breytingum.
 • Á 6.afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá Djúpá ehf á 300m2 parhúsi við Grundargötu 82, þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi umsókninni til afgreiðslu hjá Skipulags- og umhverfisnefnd.

  Á 257 fundi Skipulags- og umhverfisnefndar var staðfest að fara skuli fram grenndarkynning byggingaráforma og felur skipulagsfulltrúa að láta kynningu fara fram í samræmi við afgreiðslu 255. fundar. Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningu felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.

  Á 284 fundi Bæjarstjórnar staðfesti bæjarstjórn bókun skipulags- og umhverfisnefndar.
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 7 Byggingaráform eru samþykkt, engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.
  Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum 2.4.4.gr í byggingarreglugerð nr 112/2012 með áorðnum breytingum.
 • Á 5.afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá eigendum að innri Látravík um byggingarleyfi / heimild fyrir 5 sumarhúsu í landi Innri-Látravíkur, þar sem ekki var til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi umsókninni til afgreiðslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd.

  Á 257 fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað: Með vísan í framlögð gögn og minnisblað Alta dags. 21.03.2024 samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að láta fara fram grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga, þegar borist hefur endanleg ljósmynd sem sýnir ásýnd þegar ekið er í austurátt á Snæfellsnesvegi. Gögnin verði send til eigenda aðliggjandi landeigna og gefinn 4 vikna frestur til athugasemda. Ef aðilar hafa lýst skriflega yfir, með áritun sinni á kynningargögn áður en 4 vikur eru liðnar, að þeir geri ekki athugasemdir við framkvæmdina þá styttist kynningartíminn að sama skapi. Á kynningartíma verði leitað umsagnar Vegagerðarinnar vegna tengingar við þjóðveg og Landsnets vegna legu rafstrengja. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta grenndarkynningu fara fram. Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningu og hafi umsagnaraðilar (Vegagerðin og Landsnet) ekki athugasemdir við byggingaráformin, felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar nr. 112/2012 með síðari breytingum. Ella kemur málið aftur til afgreiðslu nefndarinnar.

  Bæjarstjórn samþykki á 284.fundi sínum afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 7 Byggingaráform eru samþykkt, engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu og veittu umsagnaraðilar jákvæða umsögn.
  Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum 2.4.4.gr í byggingarreglugerð nr 112/2012 með áorðnum breytingum.
 • Á 5.afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá eigendum að innri Látravík fyrir ca 30m2 viðbyggingu á einbýlishúsi. Þar sem ekki var til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi umsókninni til afgreiðslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd.

  Á 257.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
  Skipulags- og umhverfisnefnd telur að viðbygging við íbúðarhús sem fyrir er á staðnum hafi ekki grenndaráhrif á aðra/aðliggjandi eignir og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild að uppfylltum skilyrðum gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.

  Bæjarstjórn samþykkti afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar á 284.fundi sínum.
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 7 Byggingaráform eru samþykkt.
  Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum 2.3.8.gr í byggingarreglugerð nr 112/2012 með áorðnum breytingum.
 • W7 sækir um byggingarheimild fyrir spenni- og rofahús við Borgarbraut 17 fyrir hönd Rariks. Sökkull og botnplata eru forsteyptar einingar,veggir og þak eru úr stálgrind og klæðist með málmklæðningu.

  Á 250. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt beiðni Grundarfjarðarbæjar um undanþágu frá gr. 5.8.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 með vísun í gr. 5.8.2 "vegna mögulegrar stækkunar á tæknirými með viðbyggingu við neðri hæð íþróttamiðstöðvar um samtals 10-20 m2."

  Stækkun rýmisins var hugsuð til að koma fyrir spenni vegna tengingar við nýja heimtaug í tengslum við varmaskipti skóla- og íþróttamannvirkja.

  Í afgreiðslu nefndarinnar á 250. fundi var jafnframt bókaður svohljóðandi fyrirvari:

  "Verði síðar talið nauðsynlegt að koma spenninum fyrir annarsstaðar á lóðinni, felur nefndin umhverfis- og skipulagssviði að leysa það mál með viðeigandi aðilum innan þessarar undanþáguheimildar."

  Ætlunin er að koma fyrir stakstæðu húsi, 6,5 m2 að stærð, suðaustan við íþróttahúsið og bílastæðin austan við húsið, skv. fyrirliggjandi teikningu. Grundarfjarðarbær leggur nú fram, til staðfestingar, teikningu þar sem sýnd er staðsetning húss fyrir spenninn, suðaustan við íþróttahús og neðri/austari bílastæðin.

  Engin hús eða lóðir eru nærliggjandi þessu svæði og er hús fyrir spennistöð samkvæmt framangreindu ekki talið hafa grenndaráhrif sem þörf er á að taka í myndina.

  Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir fyrri afgreiðslu um undanþágu frá gr. 5.8.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 um óverulega breytingu á deiliskipulagi með vísun í gr. 5.8.4. fyrir spennistöðvarhús með nýrri staðsetningu.

  Nefndin veitir byggingarfulltrúa jafnframt heimild til að gefa út byggingarleyfi/byggingarheimild fyrir umræddu húsi með uppsetningu spennis og aðliggjandi lögnum, að öllum skilyrðum uppfylltum, sbr. byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br., og með fyrirvara um afgreiðslu málsins í bæjarstjórn.
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 7 Byggingaráform eru samþykkt, byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum gr.2.3.8 í byggingarreglugerð nr 112/2012 með áorðnum breytingum.

5.Bæjarráð - 621

Málsnúmer 2405003FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 621. fundar bæjarráðs.
 • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  Bæjarráð - 621
 • 5.2 2402013 Greitt útsvar 2024
  Lögð fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-apríl og janúar-maí 2024.
  Bæjarráð - 621 Samkvæmt yfirlitunum hefur greitt útsvar í Grundarfirði hækkað um 2,2% janúar-apríl og 2,5% janúar-maí 2024 miðað við sama tímabil í fyrra.
 • Lögð fram tvö erindi sem bárust vegna auglýsingar um útvistun upplýsingarmiðstöðvar í sumar, en auglýst var eftir rekstrar- og þjónustuaðila til að sinna upplýsingagjöf til ferðafólks.
  Bæjarráð - 621 Lára Lind og Björg fóru yfir minnispunkta sína varðandi aðstöðu beggja umsóknaraðila um rekstur upplýsingamiðstöðvar, eftir samtöl við þá. Hafnarstjóri kom inn á fundinn gegnum síma. Umræður um málið.

  Bæjarráð þakkar aðilum fyrir sýndan áhuga.

  Eftir yfirferð gagna og upplýsinga leggur bæjarráð til að samið verði við fyrirtækið Álfar og tröll ehf. um rekstur upplýsingamiðstöðvar að Sólvöllum 5 sumarið 2024. Bæjarstjóra falið að ganga til samninga við fyrirtækið.

  Samþykkt samhljóða.
 • 5.4 2401018 Framkvæmdir 2024
  Farið yfir helstu framkvæmdir, einkum gangstéttar á Hrannarstíg og framkvæmdir í kjallara íþróttahúss. Bæjarráð - 621 Lára Lind sagði frá framkvæmdum sem í undirbúningi eru í húsnæði Sögumiðstöðvar. Brýnasta verkefnið eru viðgerðir vegna rakaskemmda í syðsta hluta hússins. Rýmið hefur verið tekið út og hreinsað. Jafnframt rætt um umgengni í húsinu. Lára Lind vék af fundi og var þakkað fyrir komuna.

  Sigurður Valur kom inn á fundinn gegnum fjarfundabúnað. Hann fór yfir stöðu framkvæmda í íþróttahúsi, gluggaskipti í sundlaug og framkvæmdaþörf í Sögumiðstöð. Hann sagði frá áformum um endurbætur í kjallara íþróttahúss og fór yfir teikningar sem fyrir liggja af verkinu. Framkvæmdir fela í sér umbætur sem kominn var tími á, s.s. á brunavörnum, rafmagni, loftræstingu og almennu fyrirkomulagi og viðhaldi í húsinu. Skipulagsfulltrúa var þakkað fyrir komuna á fundinn.

  Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að kanna kostnað við klæðningu sundlaugarbyggingar að vestanverðu og tengigangs milli grunnskóla og íþróttahúss. Jafnframt er honum falið að vinna áfram að undirbúningi framkvæmda/viðgerða í Sögumiðstöð í samræmi við umræður fundarins.

  Samþykkt samhljóða.
 • 5.5 2309033 Gjaldskrár 2024
  Lagður fram samanburður á gjaldskrám leikskóla hjá ýmsum sveitarfélögum. Jafnframt lögð fram samantekt yfir mögulegar gjaldskrárbreytingar og kostnað vegna þeirra.
  Bæjarráð - 621 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá vegna leikskóla og heilsdagsskóla lækki í samræmi við vilyrði sem gefið var í tengslum við yfirstandandi kjaraviðræður, að því gefnu að kjarasamningar við opinbera aðila verði á svipuðum nótum og aðrir kjarasamningar sem samþykktir hafa verið á almennum markaði.

  Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að stilla upp tillögu í samræmi við umræður á fundinum fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Vísað til 11. liðar á dagskrá fundar bæjarstjórnar.
 • Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi vegna umsagnar við umsókn Bubulina ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II að Grundargötu 18.
  Bæjarráð - 621 Bæjarráð getur ekki veitt jákvæða umsögn, þar sem rekstrarleyfi vegna gistingar er nú einungis heimilað í atvinnuhúsnæði sbr. nýsamþykkta breytingu á lögum nr. 85/2007 um veitinga- og gististaði. Þar sem því skilyrði er ekki fullnægt hér, getur bæjarráð ekki veitt jákvæða umsögn.

  Samþykkt samhljóða.
 • Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi vegna umsagnar við umsókn Dísarbyggðar ehf. um breytingu á gildu rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki IV að Þórdísarstöðum. Um er að ræða matshluta 03-02-01 á jörðinni.
  Bæjarráð - 621 Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt, enda liggja fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

  Samþykkt samhljóða.
 • Lagt fram til kynningar frá nefndasviði alþingis frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir), 1114 mál, til umsagnar.
  Bæjarráð - 621
 • Lagt fram til kynningar frá nefndasviði alþingis tillaga til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til ársins 2030, 1036 mál, til umsagnar.
  Bæjarráð - 621
 • 5.10 2406002 Snjómokstur 2024
  Ákvörðun um fyrirkomulag snjómoksturs á komandi vetri/vetrum.
  Bæjarráð - 621 Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu sinni og verkstjóra áhaldahúss um fyrirkomulag snjómoksturs. Lagt er til að vetrarþjónusta verði boðin út og bænum skipt í tvo verkhluta. Hægt verði að bjóða í annan eða báða verkhlutana. Lagt er upp með að samningur verði gerður til 3ja ára með möguleika á framlengingu.

  Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og verkstjóra og felur þeim nánari útfærslu og undirbúning útboðs. Útboðsgögn verða lögð fyrir bæjarráð og útboð í framhaldinu auglýst.

  Samþykkt samhljóða.

6.Ungmennaráð - 10

Málsnúmer 2405001FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 10. fundar ungmennaráðs.

Vísað er til umræðu í 1. lið á fundi bæjarstjórnar.
 • 6.1 2406018 17. júní 2024
  Undirbúningshópur fyrir 17. júní óskaði eftir því að ungmennaráð myndi sjá um sundlaugapartý fyrir mið- og elsta stig grunnskólans á þjóðhátíðardeginum. Ungmennaráð - 10 Ungmennaráð tekur vel í beiðnina og samþykkir að sjá um þennan dagskrárlið hátíðarhalda.

 • Þríhyrningurinn - leiktæki, almenningsgarður, aðstaða. Ungmennaráð - 10 Ungmennaráð ræddi um aðgengi og leiktæki í Þríhyrningi.

  Ráðið vill benda á að stígar eru ekki gerðir fyrir hljólastóla og því er erfitt fyrir fólk í hjólastólum að nota garðinn.

  Ráðið vill einnig benda á það vantar fleiri leiktæki/leiksvæði fyrir yngstu börnin.

  Ungmennaráð óskar eftir að ræða þetta mál við bæjarstjórn á fundinum í júní þegar ungmennaráð kemur á fund bæjarstjórnar.

 • Félagsmiðstöð og ungmennahús. Ungmennaráð - 10 Ungmennaráð telur að það þurfi að finna nýtt framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina Eden.

  Einnig var rætt um ungmennahús fyrir 16-20 ára og jafnvel eldri. Til frekari skoðunar.

  Ungmennaráð óskar eftir að ræða þetta mál við bæjarstjórn á fundinum í júní þegar ungmennaráð kemur á fund bæjarstjórnar.

7.Hafnarstjórn - 12

Málsnúmer 2406003FVakta málsnúmer

 • Hafnarstjóri og formaður fóru yfir hugmynd um framkvæmd við að steypa gangstétt í jaðri hafnarsvæðis og göngutengingar hennar við hafnarsvæði.

  Undir málinu liggja gögn um hönnun og frágang á Hrannarstíg.
  Hafnarstjórn - 12 Hafnarstjórn samþykkir tillögu hafnarstjóra og veitir hafnarstjóra og formanni/bæjarstjóra heimild til undirbúnings framkvæmda við að steypa gangstétt sunnan hafnarsvæðis, við Nesveg.
  Gangstéttin verði í takti við hönnun gangstétta/gönguleiðar á neðanverðum Hrannarstíg, og í samræmi við umræður fundarins.

  Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun hafnarstjórnar.
 • Fyrir fundinn var lögð deiliskipulagsforsögn fyrir suðurhluta hafnarsvæðis, tekin saman af Árna Geirssyni, Alta, í framhaldi af vinnu með hafnarstjórn og hafnarstjóra, og í framhaldi af fundinum var skjölum skipt upp í deiliskipulagsforsögn og nýtt skjal um skref og tímarás (vinnuskjal).

  Gestir fundarins voru Árni Geirsson, sem var í fjarfundi, og Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi, sem sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

  Hafnarstjórn - 12 Tekin voru til umræðu drög að deiliskipulagsforsögn fyrir suðursvæði hafnarinnar, þar sem fram kemur tillaga um nánari útfærslu á þeirri stefnumörkun sem fram kemur í gildandi aðalskipulagi um nýja landfyllingu og vegtengingu milli hafnarsvæðis norður og suður.

  Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að undirbúningur verði hafinn sem fyrst að óverulegri breytingu aðalskipulags vegna lítillega breyttra marka nýrrar landfyllingar. Einnig verði hafinn undirbúningur sem felur í sér að:
  - láta forhanna landfyllingu með viðlegukanti með nýrri staðsetningu sem komi í stað fyrri áforma um að lengja Miðgarð,
  - kanna matsskyldu framkvæmda,
  - gera deiliskipulag - og
  - afla annarra leyfa sem kunna að vera nauðsynleg forsenda framkvæmdarinnar.

  Samþykkt samhljóða.

  Hafnarstjóra og formanni/bæjarstjóra verði falið umboð til að halda undirbúningi áfram í samræmi við framangreint og ennfremur til viðræðna við Vegagerðina og aðrar stofnanir, um framgang mála í samræmi við þetta.

  Bókun fundar Til máls tóku JÓK og BÁ.

  Bæjarstjórn samþykkir tillögu hafnarstjórnar um að undirbúningur verði hafinn sem fyrst að óverulegri breytingu aðalskipulags vegna lítillega breyttra marka nýrrar landfyllingar.

  Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hafinn verði undirbúningur sem felur í sér að láta forhanna landfyllingu með viðlegukanti með nýrri staðsetningu sem komi í stað fyrri áforma um að lengja Miðgarð og að láta kanna matsskyldu framkvæmda, gera deiliskipulag og afla annarra leyfa sem kunna að vera nauðsynleg forsenda framkvæmdarinnar.

  Bæjarstjórn samþykkir einnig umboð til hafnarstjóra og bæjarstjóra til að halda áfram undirbúningi í samræmi við framangreint og til að ræða við Vegagerðina og aðrar stofnanir um nauðsynlegan framgang mála í samræmi við þetta.

  Samþykkt samhljóða.
 • Hafnarstjóri sagði frá því að Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefði þann 27. maí sl. samþykkt starfsleyfi hafnarinnar fyrir móttöku og geymslu á grjót- og malarefni vegna uppbyggingar á landfyllingu á suðursvæði hafnarinnar. Með því er höfninni leyfilegt að taka við jarðvegsefni og "lagera" það á hafnarsvæðinu og nýta síðan til aukningar á landi.

  Afrit leyfis lagt fram.
  Hafnarstjórn - 12
 • Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands af fundum nr. 462 þann 22. mars 2024 og nr. 463 þann 7. maí 2024.

  Hafnarstjórn - 12

8.Kosning forseta og varaforseta til eins árs

Málsnúmer 2205023Vakta málsnúmer

Fram fór kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.

Forseti lagði til að Jósef Ó. Kjartansson yrði forseti bæjarstjórnar.

SG kom með tillögu Samstöðu um að Garðar Svansson verði forseti bæjarstjórnar.

Breytingartillaga borin upp til atkvæða. Samþykkir tillögu voru þrír (SG, LÁB, PJ). Tillögu hafnað með fjórum atkvæðum (JÓK, ÁE, BS, SGG).

Forseti bar fram upphaflegu tillöguna. Jósef Ó. Kjartansson var kosinn með fjórum atkvæðum (JÓK, ÁE, BS, SGG), einn var á móti (SG), tveir sátu hjá (LÁB, PJ).

Varaforseti var kosinn Sigurður Gísli Guðjónsson með fjórum atkvæðum (JÓK, ÁE, BS, SGG), þrír sátu hjá (SG, LÁB, PJ).

9.Kosning bæjarráðs, aðal- og varamenn

Málsnúmer 2205024Vakta málsnúmer

Fram fór kosning bæjarráðs til eins árs.

Kosin voru samhljóða í bæjarráð:

Aðalmenn:
D - Ágústa Einarsdóttir
L - Signý Gunnarsdóttir
D - Sigurður Gísli Guðjónsson

Varamenn:
D - Jósef Ó. Kjartansson
L - Garðar Svansson
D - Bjarni Sigurbjörnsson

10.Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs

Málsnúmer 2205025Vakta málsnúmer

Fram fór kosning formanns og varaformanns bæjarráðs til eins árs:

Formaður bæjarráðs var kosinn samhljóða með sjö atkvæðum Ágústa Einarsdóttir.
Varaformaður bæjarráðs var kosinn samhljóða með sjö atkvæðum Sigurður Gísli Guðjónsson.

11.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2309033Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur um gjaldskrárbreytingar á gjaldskrám leikskóla og heilsdagsskóla.

Lagt til að dvalargjöld í leikskóla og heilsdagsskóla lækki frá gjaldskrá ársins, þannig að hækkun gjaldskráa frá árinu 2023 verði 3,5%, en ekki 7,5% eins og ákveðið var við gerð fjárhagsáætlunar í lok síðasta árs. Gjaldskrárbreytingar taki gildi 1. ágúst nk.

Komi til breytts fyrirkomulags þjónustu í leik- eða heilsdagsskóla verður gjaldskrá endurskoðuð af bæjarráði.

Gjald fyrir sumarnámskeið barna og kofasmiðju hefur þegar verið auglýst. Verð frá síðasta ári haldast óbreytt í ár.

Samþykkt samhljóða.

12.SSV - Erindi varðandi sameiningarmál

Málsnúmer 2406016Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn og niðurstaða vinnuhóps skv. bréfi dags. 30. maí 2024, en hópurinn skoðaði sameiningarkosti sveitarfélaganna á Snæfellsnesi og Dalabyggðar.Niðurstaða vinnuhópsins er að leggja til að hafnar verði óformlegar viðræður um sameiningu framangreindra sveitarfélaganna í þeim tilgangi að afla upplýsinga, vinna gögn og eiga samtal við íbúa til að meta frekar tækifæri og áskoranir við mögulega sameiningu þeirra.Borist hefur tilkynning um bókun sveitarstjórnar Dalabyggðar þar sem segir að sveitarstjórn sjái sér ekki fært að taka þátt í frekari sameiningarviðræðum að svo stöddu.

Allir tóku til máls.

Sýn bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar er sú að Snæfellsnes geti orðið eitt sveitarfélag í framtíðinni. Löng hefð er fyrir samvinnu á svæðinu, ekki síst á vettvangi sveitarfélaganna, auk þess sem svæðið er nú þegar eitt atvinnusvæði.

Reynist ekki vilji til slíkrar sameiningar að sinni er bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar reiðubúin að skoða kosti sameiningar sveitarfélaga í smærri skrefum.

Bæjarstjórn samþykkir að efna til umræðu um sameiningarmál meðal íbúa á komandi vetri.

Samþykkt samhljóða.

13.Byggðastofnun - Umsögn Grundarfjarðar vegna breytingar á afgreiðslu Íslandspósts

Málsnúmer 2403021Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar lýsir yfir vonbrigðum með þjónustuskerðingu Íslandspósts sem kynnt var nýlega. Jafnframt lýsir bæjarstjórn furðu á því verklagi sem viðhaft hefur verið í þessu máli, að Byggðastofnun leiti umsagnar bæjarstjórnar um áform Íslandspósts um skerðingu þjónustu eftir að þeim áformum hefur verið hrint í framkvæmd og augljóst er af öllu að þau verða ekki dregin til baka, sama hver umsögn bæjarstjórnar yrði.

Samþykkt samhljóða.

14.Grundarfjarðarbær - Um þjónustu HVE í Grundarfirði

Málsnúmer 2203025Vakta málsnúmer

Fulltrúar Grundarfjarðarbæjar hafa nýlega átt tvo fundi með stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE), ásamt fulltrúum Snæfellsbæjar. Þann 10. apríl hittust fulltrúar sveitarfélaganna tveggja og stjórnendur HVE í Grundarfirði á fundi og þann 29. maí sl. var haldinn fjarfundur sömu aðila, um þjónustu stofnunarinnar í Grundarfirði og Snæfellsbæ.Að morgni 31. maí sl. var haldinn opinn spjallfundur til að kynna íbúum hvað fram hefði komið í samtali bæjarstjórnar við HVE.Lagður fram tölvupóstur bæjarstjóra til forstjóra HVE í aðdraganda síðari fundarins, þar sem fram koma drög að efni samkomulags, sem lagt er til að aðilar geri með sér. Einnig lögð fram samantekt bæjarstjóra dags. 31. maí 2024 um efni framangreindra funda.

Bæjarstjóri fór yfir málið og framlögð gögn.

Hvað varðar viðveru og þjónustu læknis, þá kom fram hjá HVE að búið væri að manna allar vikur ársins nema eina viku í ágúst nk., sem væri í vinnslu. Einnig kom fram vilji til samstarfs og að gera samkomulag í þeim anda sem lagt er til.

Ákveðið var að hittast næst á fundi í lok ágúst nk.

Bæjarstjórn tekur undir þau efnisatriði sem lögð voru fram í samtali við stjórnendur HVE og felur bæjarráði að taka til frekari umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða.

15.Breytt lóðarmörk fyrir Grundargötu 57B og 59

Málsnúmer 2406010Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa um breytt lóðarmörk og ný lóðarblöð fyrir lóðirnar við Grundargötu 57B og 59.

Bæjarstjórn samþykkir breytt lóðarmörk í samræmi við framlögð lóðarblöð fyrir lóðirnar Grundargötu 57B og Grundargötu 59.

Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að ganga frá endanlegum lóðarblöðum til undirritunar bæjarstjóra sem jafnframt undirriti og gangi frá lóðarleigusamningum í samræmi við samþykktar breytingar.

Samþykkt samhljóða.

16.Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga - Aðalfundur 3. júlí 2024

Málsnúmer 2406007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar boð á aðalfund Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, sem haldinn verður 3. júlí nk. í Grundarfirði. Ennfremur lagður fram ársreikningur 2023 og yfirlitsskjal yfir þjónustuþætti skólaþjónustu FSS til leik- og grunnskóla.Bæjarstjóri mun sækja fundinn f.h. Grundarfjarðarbæjar, en bæjarfulltrúum er jafnframt heimilt að sækja fundinn.

17.Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála - Niðurstöður frumkvæðisathugunar á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 2405014Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar niðurstöður frumkvæðisathugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála á upplýsingagjöf á vef Grundarfjarðarbæjar og Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga um þjónustu við fatlað fólk.

18.Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið - Boð um þátttöku í samráði Hvítbók í málefnum innflytjenda

Málsnúmer 2405023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar boð félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um þátttöku í samráði um Hvítbók í málefnum innflytjenda.

19.Jeratún - Fundargerð aðalfundur 13.05.24

Málsnúmer 2405016Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Jeratúns ehf. sem haldinn var 13. maí sl.

20.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Fundargerðir 2024

Málsnúmer 2403013Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands; fundargerð 189. fundar sem haldinn var 6. maí sl. og fundargerð 190. fundar sem haldinn var 27. maí sl.

21.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Eigendafundur 6. maí 2024

Málsnúmer 2406004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð eigendafundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem haldinn var 6. maí sl. ásamt bókun Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi vegna skýrslu starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum og fleiri gögnum.

22.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Ársskýrsla 2023

Málsnúmer 2406005Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2023.

23.HEV - Bréf frá framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um tillögur ríkisins um breytingu á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits

Málsnúmer 2406012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 28. maí sl., varðandi tillögur ríkisins um breytingu á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar tekur undir áhyggjur og ábendingar Heilbrigðisnefndar Vesturlands á þeim neikvæðu áhrifum sem tilfærsla heilbrigðiseftirlits til ríkisins gætu haft í för með sér.

Bæjarstjórn telur ekki framkomin rök fyrir því að málaflokknum sé betur fyrir komið hjá ríkinu. Bæjarstjórn telur nauðsynlegt að samráð sé haft við sveitarfélögin við frekari vinnslu málsins.

Samþykkt samhljóða.

24.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerðir 2024

Málsnúmer 2402014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 222. fundar Breiðafjarðarnefndar sem haldinn var 18. mars sl.

Fylgiskjöl:

25.SSV - Fundargerðir 2024

Málsnúmer 2403001Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar SSV; fundargerð 180. fundar sem haldinn var 6. mars sl. og fundargerð 181. fundar sem haldinn var 6. maí sl.

26.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2024

Málsnúmer 2401021Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 947. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 19. apríl sl.

27.Landskjörstjórn - Ársskýrsla

Málsnúmer 2406015Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla landskjörstjórnar 2023.

28.Umboð bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar

Málsnúmer 2205034Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi tillaga:

Bæjarstjórn samþykkir að fella niður bæjarstjórnarfundi í júlí og ágúst nk. skv. heimild í 4. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar. Næsti fundur bæjarstjórnar verður 12. september 2024. Í sumarleyfi bæjarstjórnar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella skv. heimild í 4. mgr. 32. gr. samþykktanna.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 21:07.