Málsnúmer 2206028

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 237. fundur - 28.06.2022

Samstarfshópur hefur unnið að endurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul og hefur tillaga nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar og send nærliggjandi sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum.
Frestur til að skila inn ábendingum eða koma á framfæri athugasemdum er til 1. september 2022.

Bæjarráð - 590. fundur - 07.07.2022

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 23. júní sl. um kynningu á drögum að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, þar sem gefinn er kostur á að veita umsögn um væntanlega áætlun.

Umsagnarfrestur er til 1. september nk.

Bréfið hefur einnig verið lagt fram til kynningar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Bæjarráð stefnir að því að afgreiða umsögn um drögin, að lokinni umfjöllun um áætlunina í skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 239. fundur - 30.08.2022

Bæjarráð óskaði eftir umsögn/umræðu nefndarinnar um drög að endurskoðaðri stjórnunar- og verndaráætlun Snæfellsjökulsþjóðgarðs, sem nú er opin til umsagnar.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna drög að umsögn nefndarinnar í samstarfi við bæjarstjóra og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn - 263. fundur - 13.09.2022

Lögð fram til umsagnar tillaga að endurskoðaðri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Eldri áætlun tók gildi árið 2010.

Ný áætlun á að gilda til ársins 2031 og er henni skipt í fjóra kafla. Í fyrstu tveimur köflunum eru bakgrunnsupplýsingar um þjóðgarðinn, í þriðja kafla er sett fram stefna og markmið fyrir svæðið og í fjórða kafla eru tilgreindar þær sérreglur um umferð og dvöl sem gilda um hið friðlýsta svæði samkvæmt áætluninni.

Aðgerðaáætlun fyrir þjóðgarðinn gildir til þriggja ára og er uppfærð árlega í samræmi við þriggja ára verkefnaáætlun Landsáætlunar um uppbyggingu innviða. Í aðgerðaáætlun eru tilgreindar þær aðgerðir sem farið verður í árlega og aðgerðir sem eru fyrirhugaðar á næstu þremur árum.

Svæði jarðarinnar Hríshóls, 25 ha svæði í landi Gufuskála, bættist við land þjóðgarðsins árið 2021 þegar þjóðgarðurinn var stækkaður.

Grundarfjarðarbæ voru send framlögð drög að stjórnunar- og verndaráætlun til umsagnar.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul.

Samþykkt samhljóða.