Málsnúmer 2209009

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 263. fundur - 13.09.2022

Lagt fram erindi um stofnun sameiginlegs umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni, þess efnis að sveitarfélög sameinist um umdæmisráð barnaverndar. Jafnframt lögð fram drög að samningi, erindisbréf valnefndar og viðauki við samning vegna stofnunar og starfsemi umdæmisráðs barnaverndar auk fylgigagna. Öll sveitarfélög landsins skulu hafa skipað umdæmisráð barnaverndar fyrir 1. október nk.
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkir þátttöku sína í umdæmisráði barnaverndar á landsvísu eins og lagt er til í erindinu.

Bæjarstjóra er veitt umboð til að vinna að framgangi málsins sem og við undirbúning og gerð samnings sem enn er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 266. fundur - 15.12.2022

Lagður fram samningur sem bæjarstjóri hafði fengið umboð til að undirbúa og ganga frá f.h. bæjarins í sept. sl. Samningurinn kom til samþykktar í liðinni viku, en þá í nokkuð breyttri mynd. Fyrir liggja nú tveir valkostir um samningsleiðir.

Til máls tóku JÓK, BÁ og ÁE.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ganga frá samningi fyrir hönd bæjarins, hvort sem valin verði leið 1 eða leið 2.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 268. fundur - 12.01.2023

Lögð fram til kynningar ýmis gögn vegna Umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni, m.a. undirritaður samningur þar sem Grundarfjarðarbær er þátttakandi í umdæmisráði sem 46 sveitarfélög standa að.

Bæjarstjórn - 283. fundur - 12.03.2024

Lagður fram til kynningar samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu og erindisbréf valnefndar.