Lagt fram erindi um stofnun sameiginlegs umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni, þess efnis að sveitarfélög sameinist um umdæmisráð barnaverndar. Jafnframt lögð fram drög að samningi, erindisbréf valnefndar og viðauki við samning vegna stofnunar og starfsemi umdæmisráðs barnaverndar auk fylgigagna. Öll sveitarfélög landsins skulu hafa skipað umdæmisráð barnaverndar fyrir 1. október nk.
Bæjarstjóra er veitt umboð til að vinna að framgangi málsins sem og við undirbúning og gerð samnings sem enn er í vinnslu.
Samþykkt samhljóða.