268. fundur 12. janúar 2023 kl. 16:30 - 18:04 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Pálmi Jóhannsson (PJ)
    Aðalmaður: Garðar Svansson (GS)
  • Davíð Magnússon (DM)
    Aðalmaður: Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund.

Hann bauð Pálma Jóhannsson velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

Gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra frá 2022

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína, sbr. framlagt skjal.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri upplýsti um ánægjulegar aflatölur á höfninni. Árið 2021 var landað 23.677 þús. tonnum í 1032 löndunum en árið 2022 var landað 27.112 þús. tonn í 1074 löndunum.

Forseti ræddi um lokun lögreglustöðvarinnar í Grundarfirði. Bæjarstjóri hefur leitað eftir skýringum, en ekki hafa fengist svör við því hvers vegna það var gert og lögreglan því án aðstöðu á staðnum.

Bæjarstjórn lýsir yfir undrun sinni og óánægju með stöðuna.

Forseti sagði jafnframt frá fundum nefnda og bæjarstjórnar framundan.

3.Bæjarráð - 599

Málsnúmer 2301002FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 599. fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 599 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • 3.2 2202005 Greitt útsvar 2022
    Bæjarráð - 599 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-desember 2022. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar í Grundarfirði hækkað um 9,0% miðað við sama tímabil í fyrra.
  • 3.3 2301007 Framkvæmdir 2023
    Gestir fundarins undir þessum lið voru Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs/skipulagsfulltrúi og Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi. Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir málefnum íþróttamannvirkja og tjaldsvæðis.

    Farið var yfir áætlun bæjarstjórnar um fjárfestingar árið 2023 og rætt um helstu framkvæmdir og verkefni ársins.

    Bæjarráð - 599 Bæjarstjóri lagði fram yfirlit yfir framkvæmdir og fjárfestingar 2023.

    Lagðar áherslur um framkvæmdir og forgangsröðun, tímasetningar, verkaðferðir, efnisval o.fl.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 599 Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat hluta af umræðu undir þessum lið.

    Ræddar helstu áherslur í atvinnuráðgjöf og markaðsmálum bæjarins og hvernig standa á að kynningar- og markaðsmálum á næstu mánuðum, sbr. umræðu í bæjarstjórn í lok sl. árs.

    Rætt um að þjónusta atvinnuráðgjafa SSV verði kynnt betur fyrirtækjum og frumkvöðlum í Grundarfirði og hvernig hagfelldast sé að viðveru þeirra í Grundarfirði sé háttað. Einnig rætt um átaksverkefni í markaðsmálum og hvernig stuðla megi að aðkomu þjónustuaðila í bænum. Bæjarstjóri hefur átt samtal við framkvæmdastjóra SSV um þetta og verður því samtali framhaldið.

    Í þessum mánuði er stefnt að því að tilbúið verði kynningarmyndband sem Tómas Freyr Kristjánsson hefur unnið fyrir bæinn, undir forystu íþrótta- og tómstundanefndar og íþróttafulltrúa, um íþróttir og tómstundir í bænum. Ólafur, íþrótta- og tómstundafulltrúi sýndi myndbandið.
    Bókun fundar Forseti vísaði í framlagt minnisblað framkvæmdastjóra SSV dags. 11. janúar 2023 í framhaldi af fundi hans með bæjarstjóra, þar sem rætt var um að efla þjónustu atvinnuráðgjafar SSV og um frekara samstarf í tengslum við markaðsmál.

    Til máls tóku JÓK, SG, SGG, LÁB og BS.
  • Bæjarráð - 599 Lögð fram til kynningar fjölmiðlaskýrsla Creditinfo vegna ársins 2022.
  • Bæjarráð - 599 Lagður fram til kynningar árlegur samningur bæjarins við Vegagerðina um greiðslur Vegagerðarinnar fyrir þjónustu við veghald Grundargötunnar, sem þjóðvegar í þéttbýli 2022. Einnig lögð fram tölvupóstsamskipti bæjarstjóra þar sem gerð er athugasemd við að greiðslur Vegagerðarinnar hafi ekki hækkað í takt við verðlagsþróun.

4.Skipulags- og umhverfisnefnd - 245

Málsnúmer 2301001FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 245. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um byggingarleyfi vegna tilfærslu á eldhúsi í samvinnurými á Grundargötu 30, miðhæð. Núverandi eldhús verður aflagt og því breytt í skrifstofurými. Nýtt eldhús verður byggt í miðrými, í samræmi við teikningar frá Skala arkitektum. Einnig er sótt um að fjölga lokuðum skrifstofurýmum og búa til fundaraðstöðu í miðrými hússins. Skipulags- og umhverfisnefnd - 245 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við umsókn um byggingarleyfi vegna breytingar á innra skipulagi á miðhæð við Grundargötu 30 og telur umrædda breytingu henta vel sem fjarvinnurými í húsinu. Nefndin felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að öllum skilyrðum uppfylltum, sbr. 2.4.4. gr byggingarreglugerðar nr. 112/2012 m.s.br.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lagt er fram minnisblað byggingarfulltrúa vegna breytingar bílskúrs í þvottahús.

    Forsaga:
    Á 228. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 26. maí 2021 var tekin fyrir umsókn lóðarhafa Borgarbrautar 9 um breytingu á bílskúr og geymslu í geymslu og þvottahús. Nefndin fól skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna starfsemina og fyrirhugaða breytta notkun fyrir íbúum sex nærliggjandi húsa: Borgarbraut 7 og 10, Hlíðarveg 8, 10, 13 og 17. Auk þess var byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að ganga úr skugga um að breytingin væri í samræmi við kröfur um hljóðvist, lykt, umferð o.fl. í þegar byggðum íbúðarhverfum, sbr. skipulag svæðisins.

    Grenndarkynning var send út 6. júlí 2021 með athugasemdafrest til og með 10. ágúst 2021. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Hlíðarvegs 8 og Borgarbrautar 7.

    Á 230. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 12.10.2021, var lögð fram að nýju umsókn lóðarhafa Borgarbrautar 9 um breytta notkun bílskúrs og geymslu í geymslu og þvottahús, ásamt niðurstöðum úr grenndarkynningu og reyndarteikningum. Nefndin fól umhverfis- og skipulagssviði að kanna betur forsendur umsóknar um breytta notkun bílskúrs og geymslu í geymslu og þvottahús.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 245 Skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki þörf á því að breyta skráningu úr bílskúr og geymslu í þvottahús og geymslu þar sem umfang þvottabúnaðs samræmist eðlilegri heimilisnotkun.

    Í samræmi við minnisblað byggingarfulltrúa, leggur nefndin til að hafðar séu til hliðsjónar athugasemdir er bárust á grenndarkynningartíma og að ekki sé heimilt að bæta við fleiri vélum (s.s. þvottavél, þurrkara eða öðrum búnaði) nema í samráði við byggingarfulltrúa, þar sem bílskúrinn er staðsettur í íbúðarbyggð.
    Bókun fundar DM vék af fundi undir þessum lið.

    Allir tóku til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

    DM tók aftur sæti sitt á fundinum.
  • Lögð fram til afgreiðslu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 vegna breyttrar landnotkunar á Framnesi (AT-1), hafnarsvæði (H-1 og H-2) og hafsvæði vestan við Framnes (SN-1).

    Nánar tiltekið felast helstu breytingar í að:
    1. Auka sveigjanleika og liðka fyrir áformum um frekari uppbyggingu ferðaþjónustu nyrst á Framnesi með því að breyta landnotkun í verslun og þjónustu með skilmálum sem heimila takmarkaðan fjölda íbúðarhúsnæðis á hluta svæðisins.
    2. Lengja Miðgarð um allt að 50m til þess að auka svigrúm fyrir skip til þess að leggjast að bryggju.
    3. Stækka landfyllingu í kverkinni við Norðurgarð um u.þ.b. 500 m2 til að skapa meira rými fyrir umferðarleiðir.

    Forsaga:
    Á vormánuðum 2022 samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðar að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið (H1 og H2) og nýtt deiliskipulag fyrir Framnes (AT-1) ásamt samhliða breytingu á aðalskipulagi.

    Í júní 2022 var öllum lóðarhöfum á skipulagssvæðinu boðið til samráðsfunda og var vel mætt á þessa fundi.

    Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á fundi á sínum 24. nóvember sl. skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 í tengslum við tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Framnes og breytingu á deiliskipulagi fyrir Framnes austan Nesvegar (hafnarsvæði). Lýsingin var sett fram í samræmi við 1. mgr. 30. gr., 1. og 3. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með vísan í 1. mgr. 36. gr. laganna.

    Skipulagslýsingin var auglýst 30. nóvember 2022 í Lögbirtingablaðinu, Skessuhorni og á vefsíðu sveitarfélagsins og höfð til sýnis á bæjarskrifstofunni og Sögumiðstöðinni þar sem íbúar og aðrir hagsmunaaðilar gátu kynnt sér efni hennar. Skipulagslýsingin var einnig kynnt á opnu húsi 13. desember 2022 í Sögumiðstöðinni.

    Á kynningartímanum og eftir að honum lauk var lóðarhöfum á skipulagssvæðinu aftur boðið til sérstakra samráðsfunda (yfirstandandi). Lýsingin var jafnframt send til Skipulagsstofnunar og annarra lögboðinna aðila til umsagnar eins og lög gera ráð fyrir. Athugasemdafrestur var til og með 21. desember.

    Engar skriflegar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofu Vesturlands, Breiðafjarðarnefnd, Siglingadeild Vegagerðarinnar og heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Ein ábending barst frá Olíudreifingu í tengslum við skipulagslýsinguna.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 245 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í framlagða vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi og felur skipulagsfulltrúa að vinna minnisblað sem endurspeglar umræður nefndarinnar á fundinum til þess að leggja fram til samþykktar hjá bæjarstjórn. Bókun fundar Tillagan er áfram í vinnslu og á eftir að taka efnislegum breytingum.
  • Lögð fram til kynningar drög að vinnslutilllögu fyrir breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis (deiliskipulag Framness austan Nesvegar). Skipulags- og umhverfisnefnd - 245
  • Skipulagsráðgjafar frá EFLU fara yfir frumdrög tillögu nýs deiliskipulags Framness (engin gögn lögð fram). Skipulags- og umhverfisnefnd - 245
  • Til kynningar viðtal við Ásdísi Hlökk Theódórsdóttur, fyrrverandi forstjóra Skipulagsstofnunar, um veikleika og brotalamir í skipulagsmálum á Íslandi. Í viðtalinu ræðir Ásdís Hlökk m.a. hlutverk kjörinna fulltrúa og skipulagsnefnda.
    https://kjarninn.is/skyring/veikleikar-og-brotalamir-i-skipulagsmalum-a-islandi/
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 245
  • Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi fara yfir mál sviðsins.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 245

5.Hafnarstjórn - 3

Málsnúmer 2301004FVakta málsnúmer

  • Lögð var fram á fundi skipulags- og umhverfisnefndar, fyrr í dag, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 vegna breyttrar landnotkunar á hafnarsvæði (H-1 og hluti af svæði H-2 í aðalskipulagi), á Framnesi (AT-1) og á hafsvæði austan við Framnes (SN-1).
    Tillagan er unnin í tengslum við yfirstandandi vinnu við breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis, Framnes austan Nesvegar, og vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Framnes.

    Nánar tiltekið felast helstu breytingar sem snúa að hafnarsvæðinu í yfirstandandi deiliskipulagsvinnu og tilheyrandi breytingu aðalskipulags í því að:
    - Skerpa á skilmálum vegna breytinga á hafnarsvæðinu með tilkomu landfyllingar og lengingar Norðurgarðs.
    - Bæta lóðunum á Norðurgarði og Norðurgarði sjálfum inná deiliskipulagið.
    - Bæta inn heimild til að lengja Miðgarð um allt að 50 metra til að auka viðlegurými hafnarinnar.
    - Stækka landfyllingu í kverkinni við Norðurgarð um ríflega 400 fermetra til að skapa meira rými í framtíðinni fyrir umferðarleiðir.
    - Hafsvæði (sérstök not haf og strandsvæða, merkt SN-1) færist um ca. 50 metra frá landi á kafla við Miðgarð og minnkar um ca. 0,1 ha.


    Forsaga:
    Í mars 2022 samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið (H1 og H2), skv. tillögu hafnarstjórnar og í samræmi við fyrri umræðu.
    Áður hafði einnig verið samþykkt að vinna í fyrsta sinn deiliskipulag fyrir Framnes (AT-1).

    Vinna við þetta hófst sl. vor. Í júní 2022 var öllum lóðarhöfum á skipulagssvæðinu boðið til samráðsfunda og var vel mætt á þessa fundi.

    Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á fundi á sínum 24. nóvember sl. skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 í tengslum við breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis (Framnes austan Nesvegar) og tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Framnes.
    Skipulagslýsing var sett fram í samræmi við 1. mgr. 30. gr., 1. og 3. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með vísan í 1. mgr. 36. gr. laganna.

    Skipulagslýsingin var auglýst með lögskyldum hætti þann 30. nóvember sl. og kynnt á opnu húsi 13. desember sl. í Sögumiðstöðinni.
    Lýsingin var jafnframt send til Skipulagsstofnunar og annarra lögboðinna aðila til umsagnar eins og lög gera ráð fyrir. Athugasemdafrestur var til og með 21. desember.

    Engar skriflegar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofu Vesturlands, Breiðafjarðarnefnd, Siglingadeild Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Jafnframt barst ein ábending, frá Olíudreifingu.
    Þessum aðilum verður send tilkynning um móttöku, eftir því sem fram kom á fundi skipulags- og umhverfisnefndar í dag.

    Að undanförnu hafa einnig farið fram samtöl/fundir með lóðarhöfum á skipulagssvæðinu, um framtíðarnot og þróun, og er þeim samtölum ekki að fullu lokið.

    Hafnarstjórn - 3 Hafnarstjórn fór yfir helstu atriði í framlagðri tillögu, en hefur ekki haft tíma til að kynna sér hana með viðhlítandi hætti.

    Hafnarstjórn tekur jákvætt helstu atriði sem fram koma í vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi en telur að enn eigi eftir að skerpa á mikilvægum atriðum sem snúa að hafnarsvæðinu.

    Hafnarstjórn telur nauðsynlegt að taka tillöguna til frekari umræðu og afgreiðslu, þegar hún er fullbúin og áður en hún verður lögð fyrir bæjarstjórn. Þetta gildi ennfremur um tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis (sbr. næsta dagskrárlið). Umfjöllun/afgreiðslu er því frestað.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram til kynningar drög að vinnslutilllögu fyrir breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis (deiliskipulag Framness austan Nesvegar).

    Hafnarstjórn - 3 Hafnarstjórn vísar í umfjöllun um dagskrárlið 1, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi.

    Tillagan er eingöngu lögð fram til kynningar og er til áframhaldandi vinnslu.
    Engin afstaða er því tekin til efnis hennar.

6.Grundargata 30 - þróun og framtíðarnot

Málsnúmer 2009041Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar frá fundi starfshóps sem haldinn var 14. desember sl.

7.Húsnæðisáætlun 2023

Málsnúmer 2301009Vakta málsnúmer

Drög að húsnæðisáætlun 2023 lögð fram til afgreiðslu bæjarstjórnar, ásamt fleiri gögnum. Drögin eru unnin af byggingarfulltrúa.
Húsnæðisáætlun sveitarfélaga ber að skila árlega til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi húsnæðisáætlun 2023.

Samþykkt samhljóða.

8.Slökkvilið Grundarfjarðar - Tölfræði 2022

Málsnúmer 2301011Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tölfræði vegna útkalla Slökkviliðs Grundarfjarðar árið 2022.

9.Samband íslenskra sveitarfélaga - Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni

Málsnúmer 2209009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ýmis gögn vegna Umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni, m.a. undirritaður samningur þar sem Grundarfjarðarbær er þátttakandi í umdæmisráði sem 46 sveitarfélög standa að.

10.Mennta- og barnamálaráðuneytið - Bréf vegna barnaverndarþjónustu og umdæmisráða

Málsnúmer 2212028Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn um samskipti Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga við mennta- og barnamálaráðuneyti um barnaverndarþjónustu, en sótt var um undanþágu frá 6000 íbúa marki laga.
Lagt fram til kynningar bréf mennta- og barnamálaráðuneytis og innviðaráðuneytis dags. 13. desember sl., um barnaverndarþjónustu vegna umsóknar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS) um undanþágu til að reka eigin barnaverndarþjónustu á svæði FSS þrátt fyrir að íbúatala svæðis sé undir 6000 íbúum.

11.Persónuverndarfulltrúi - Fræðslupóstur persónuverndarfulltrúa - birting sveitarfélaga á innsendum athugasemdum við deiliskipulag á vefsíðu

Málsnúmer 2301010Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar fræðslupóstur persónuverndarfulltrúa bæjarins um nýlega ákvörðun Persónuverndar um birtingu sveitarfélags á innsendri athugasemd við deiliskipulag á vefsíðu.

12.Samband Íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 916. fundar stjórnar

Málsnúmer 2212031Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 916. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 14. desember sl.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:04.