Málsnúmer 2301004

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 3. fundur - 09.01.2023

Lögð var fram á fundi skipulags- og umhverfisnefndar, fyrr í dag, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 vegna breyttrar landnotkunar á hafnarsvæði (H-1 og hluti af svæði H-2 í aðalskipulagi), á Framnesi (AT-1) og á hafsvæði austan við Framnes (SN-1).
Tillagan er unnin í tengslum við yfirstandandi vinnu við breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis, Framnes austan Nesvegar, og vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Framnes.

Nánar tiltekið felast helstu breytingar sem snúa að hafnarsvæðinu í yfirstandandi deiliskipulagsvinnu og tilheyrandi breytingu aðalskipulags í því að:
- Skerpa á skilmálum vegna breytinga á hafnarsvæðinu með tilkomu landfyllingar og lengingar Norðurgarðs.
- Bæta lóðunum á Norðurgarði og Norðurgarði sjálfum inná deiliskipulagið.
- Bæta inn heimild til að lengja Miðgarð um allt að 50 metra til að auka viðlegurými hafnarinnar.
- Stækka landfyllingu í kverkinni við Norðurgarð um ríflega 400 fermetra til að skapa meira rými í framtíðinni fyrir umferðarleiðir.
- Hafsvæði (sérstök not haf og strandsvæða, merkt SN-1) færist um ca. 50 metra frá landi á kafla við Miðgarð og minnkar um ca. 0,1 ha.


Forsaga:
Í mars 2022 samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið (H1 og H2), skv. tillögu hafnarstjórnar og í samræmi við fyrri umræðu.
Áður hafði einnig verið samþykkt að vinna í fyrsta sinn deiliskipulag fyrir Framnes (AT-1).

Vinna við þetta hófst sl. vor. Í júní 2022 var öllum lóðarhöfum á skipulagssvæðinu boðið til samráðsfunda og var vel mætt á þessa fundi.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á fundi á sínum 24. nóvember sl. skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 í tengslum við breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis (Framnes austan Nesvegar) og tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Framnes.
Skipulagslýsing var sett fram í samræmi við 1. mgr. 30. gr., 1. og 3. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með vísan í 1. mgr. 36. gr. laganna.

Skipulagslýsingin var auglýst með lögskyldum hætti þann 30. nóvember sl. og kynnt á opnu húsi 13. desember sl. í Sögumiðstöðinni.
Lýsingin var jafnframt send til Skipulagsstofnunar og annarra lögboðinna aðila til umsagnar eins og lög gera ráð fyrir. Athugasemdafrestur var til og með 21. desember.

Engar skriflegar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofu Vesturlands, Breiðafjarðarnefnd, Siglingadeild Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Jafnframt barst ein ábending, frá Olíudreifingu.
Þessum aðilum verður send tilkynning um móttöku, eftir því sem fram kom á fundi skipulags- og umhverfisnefndar í dag.

Að undanförnu hafa einnig farið fram samtöl/fundir með lóðarhöfum á skipulagssvæðinu, um framtíðarnot og þróun, og er þeim samtölum ekki að fullu lokið.

Hafnarstjórn fór yfir helstu atriði í framlagðri tillögu, en hefur ekki haft tíma til að kynna sér hana með viðhlítandi hætti.

Hafnarstjórn tekur jákvætt helstu atriði sem fram koma í vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi en telur að enn eigi eftir að skerpa á mikilvægum atriðum sem snúa að hafnarsvæðinu.

Hafnarstjórn telur nauðsynlegt að taka tillöguna til frekari umræðu og afgreiðslu, þegar hún er fullbúin og áður en hún verður lögð fyrir bæjarstjórn. Þetta gildi ennfremur um tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis (sbr. næsta dagskrárlið). Umfjöllun/afgreiðslu er því frestað.

Samþykkt samhljóða.

Hafnarstjórn - 4. fundur - 23.01.2023

Lögð fram til umfjöllunar hafnarstjórnar vinnuskjal Eflu dags. 3. janúar 2023: drög að tillögu um breytingu á aðalskipulagi, fyrir hafnarsvæði og Framnes.
Fjallað var um efnisatriði í framlögðum drögum hvað varðar þann hluta sem snýr að hafnarsvæðinu.

Hafnarstjórn samþykkir samhljóða, fyrir sitt leyti, aðalskipulagsbreytingu eins og fyrirliggjandi drög gera ráð fyrir, þ.e. að:

- Hafnarsvæði H-2 verði stækkað við rót Norðurgarðs (kriki, athuga stærð) að sunnanverðu og með lengingu á Miðgarði um allt að 50 m. Skilmálar fyrir svæðið verði uppfærðir.
- Til samræmis við það færist svæði fyrir sérstök not haf- og strandsvæða (SN-1) á kafla við Miðgarð og minnkar sem því nemur, auk breytingar á skilmálatöflu fyrir SN-1 þar sem stærð svæðisins er uppfærð.

Helstu ábendingar/tillögur hafnarstjórnar um tillöguna eru að öðru leyti eftirfarandi:

- Mörk deiliskipulagssvæðis (áhrif inní aðalskipulagstillögu) breytist, þannig að landfylling sunnan Miðgarðs verði ekki inní skipulagssvæðinu, heldur verði tekin til skoðunar þegar vinna hefst við deiliskipulag syðri hluta hafnarsvæðis.
- Landnotkun á því svæði verði því ekki til umfjöllunar í þessu deiliskipulagi/breytingu á aðalskipulagi.
- Landnotkun verði óbreytt á þegar skilgreindu hafnarsvæði og skilmálar fyrir lóðir á hafnarsvæði taki mið af starfsemi hafnarinnar og mikilvægi hafnsækinnar starfsemi.
- Þess utan verði hugað að aukinni umferðarstýringu á annatíma skemmtiferðaskipa, sbr. umræðu um umferðaröryggi á hafnarsvæði.

Formaður/bæjarstjóri mun taka saman minnispunkta úr umræðum hafnarstjórnar og senda skipulagsfulltrúa.

Gestir

  • Kristín Þorleifsdóttir sviðsstjóri/skipulagsfulltrúi

Bæjarstjórn - 269. fundur - 09.02.2023

Fram er lögð til afgreiðslu bæjarstjórnar vinnslutillaga vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 vegna hafnarsvæðis og Framness. Breytingin er gerð í tengslum við vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Framnes og norðurhluta hafnarsvæðis.

Umfjöllun um málið fór fram í skipulags- og umhverfisnefnd þann 9. janúar sl. og hafnarstjórn þann 23. janúar sl.

Tillögur að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis annars vegar og Framness hins vegar eru í vinnslu og eiga eftir að fara í gegnum frekari umræðu í skipulagsnefnd og hafnarstjórn áður en þær fara í kynningu.
Allir tóku til máls.

Rætt um tillöguna.

Lagt til að bæjarstjórn samþykki vinnslutillöguna til kynningar í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Bæjarstjóra er falið að óska eftir því við skipulagsfulltrúa að bætt verði við nánari umfjöllun um göngustíg (upplifunarstíg) meðfram ströndinni frá Norðurgarði eftir Framnesi og að Torfabót, í samræmi við hugmyndir þar um. Einnig að orðalag í texta skilmála um íbúðir á Framnesi verði samræmt, sbr. umræður fundarins.

Bæjarstjórn samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga að breytingum á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, forsendur hennar og umhverfismat verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Aðalskipulagstillagan verði jafnframt auglýst með áberandi hætti og kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga, svæðisskipulagsnefnd og öðrum sveitarfélögum sem kunna að eiga hagsmuna að gæta vegna skipulagsins, í samræmi við 1. mgr. 36. gr., sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Að lokinni slíkri kynningu tillögu á vinnslustigi, sem standi í að minnsta kosti 2 vikur, verður aðalskipulagstillagan lögð aftur fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu og send til athugunar Skipulagsstofnunar, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, og síðan auglýst opinberlega í sex vikur, í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.

Skipulagsfulltrúa er falið að ganga frá tillögunni til kynningar og meðferðar í samræmi við framangreint.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 247. fundur - 04.04.2023

Björg Ágústsdóttir sat fundinn undir þessu máli í gegnum fjarfundarbúnað frá 16:30 - 17:00
Lögð fram til afgreiðslu vinnslutillaga vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 á grundvelli 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 2. mgr. 30. gr. laganna.

Breytingin felur í sér breytingu á landnotkun á hafnarsvæði (H-1 og H-2), Framnesi (AT-1) og hafsvæði vestan Framness (S-1). Með breytingunni er verið að auka sveigjanleika í landnotkun á Framnesi með því að liðka fyrir framtíðaráformum um uppbyggingu ferðaþjónustu nyrst á Framnesi og heimila takmarkaðan fjölda íbúðarhúsnæðis á hluta svæðisins. Einnig er stefnt að lengingu Miðgarðs um allt að 50m til þess að auka svigrúm fyrir skip til þess að leggjast að bryggju og stækka landfyllingu í kverkinni við Norðurgarð um u.þ.b. 500 m2 til að skapa meira rými fyrir umferðarleiðir.

Skipulagslýsing var auglýst 30.11.2022 með athugasemdafresti til 21.12.2022 og send til umsagnaraðila. Kynningarfundur var 13.12.2022.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að kynna vinnslutillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039. Vinnslutillagan hefur verið samþykkt til kynningar í bæjarstjórn (269. fundur 9. febrúar sl.) að uppfylltum skilyrðum og í hafnarstjórn (4. fundur 23. janúar sl.). Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafnarstjórn - 5. fundur - 12.04.2023

Fyrir fundinum liggur skjal með tillögu að aðalskipulagsbreytingu fyrir hafnarsvæði og Framnes, með innfærðum minnispunktum bæjarstjóra eftir síðustu yfirferð hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn fer ekki efnislega yfir skjalið, þar sem minnispunktar um afstöðu hafnarstjórnar liggja fyrir og hafa verið eða verða teknir inní endanlega útgáfu.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 249. fundur - 05.06.2023

Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, að lokinni kynningu á vinnslustigi í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Forsaga:
Bæjarstjórn samþykkti þann 24. nóvember sl. skipulagslýsingu vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi í tengslum við tillögur að breytingum á deiliskipulagi hafnarsvæðis (H-1) og nýju deiliskipulagi fyrir Framnes (AT-1 og OP-2) í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með vísan í 1. mgr. 36. gr. laganna.

Skipulagslýsingin var auglýst 30. nóvember sl., kynnt á opnu húsi 13. desember og send til Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila eins og lög gera ráð fyrir. Athugasemdafrestur var til og með 21. desember.
Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofu Vesturlands, Breiðafjarðarnefnd, Siglingadeild Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og Olíudreifingu.
Engar skriflegar athugasemdir bárust við skipulagslýsinguna en samtölum/fundum með hagsmunaaðilum hefur verið haldið áfram á vinnslustigi tillögunnar.

Þann 11. maí sl. samþykkti bæjarstjórn að kynna vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingarinnar í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er í samræmi við rammahluta aðalskipulags. Vinnslutillagan var auglýst á vef sveitarfélagsins 12. maí sl. og tölvupóstur sendur til lóðarhafa á svæðinu. Opinn kynningarfundur ("opið hús") var haldinn 24. maí. Frestur til að gera athugasemdir var til og með 26. maí. Athugasemdir vegna aðalskipulagsbreytingarinnar (vinnslutillögu) bárust frá lóðarhafa Sólvalla 8. Umræður á kynningarfundi lutu að deiliskipulagi hafnarsvæðis og var ekki fylgt eftir með skriflegri athugasemd.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að senda tillögu að breytingu á aðalskipulagi til athugunar Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin tók til umræðu athugasemd sem barst við vinnslutillöguna á kynningartíma hennar og varðar tillögu að nýrri götu sem tengir Sólvelli og Nesveg norðan við Sólvelli 8. Nefndin telur nýju götuna mikilvæga í deiliskipulaginu og felur skipulagsfulltrúa að bæta inn umfjöllun um hana í skipulagsbreytingunni.

Að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar og að því gefnu að stofnunin geri ekki athugasemdir við hana, samþykkir skipulagsnefnd fyrir sitt leyti að tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 255. fundur - 29.12.2023

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna Framness og hafnarsvæðis var samþykkt til auglýsingar í bæjarstjórn 28. september sl. í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst 11. október með athugasemdafresti til og með 24. nóvember sl. Samhliða var auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi hafnarsvæðis (mál 2301003).



Óskað var eftir umsögnum frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Veðurstofu Íslands, Samgöngustofu, Vegagerðinni, Breiðafjarðarnefnd, Rarik (barst ekki), Veitum ohf. (barst ekki) og Slökkviliði Grundarfjarðar (barst ekki). Vegna breytingar á aðalskipulagi var einnig óskað eftir umsögn Svæðisskipulagsnefndar Snæfellsness (barst ekki), Snæfellsbæjar og Sveitarfélagsins Stykkishólms.



Lagðar eru fram til kynningar og afgreiðslu umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma tillagnanna auk samantektar skipulagsfulltrúa um gögnin.

Ennfremur lögð fram tillaga að svörum/viðbrögðum við umsögnum.



Framangreint verður einnig lagt fyrir hafnarstjórn og bæjarstjórn.

Skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um framlagðar umsagnir og athugasemdir. Nefndin samþykkir tillögu að svörum/viðbrögðum við þeim skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að uppfæra tillögu að breytingu aðalskipulags með þeim minniháttar lagfæringum sem felast í framangreindum svörum/viðbrögðum nefndarinnar, senda í gegnum skipulagsgátt svör nefndarinnar til þeirra sem gert höfðu athugasemdir, og að fenginni staðfestingu í bæjarstjórn að senda Skipulagsstofnun gögnin og ljúka tilheyrandi birtingum, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 279. fundur - 11.01.2024

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna Framness og hafnarsvæðis var samþykkt til auglýsingar í bæjarstjórn 28. september sl. í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst 11. október með athugasemdafresti til og með 24. nóvember sl. Samhliða var auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi hafnarsvæðis (mál 2301003).



Óskað var eftir umsögnum frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Veðurstofu Íslands, Samgöngustofu, Vegagerðinni, Breiðafjarðarnefnd, Rarik (barst ekki), Veitum ohf. (barst ekki) og Slökkviliði Grundarfjarðar (barst ekki). Vegna breytingar á aðalskipulagi var einnig óskað eftir umsögn Svæðisskipulagsnefndar Snæfellsness (barst ekki), Snæfellsbæjar og Sveitarfélagsins Stykkishólms.



Fyrir liggja til yfirferðar og afgreiðslu umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma tillagnanna auk samantektar skipulagsfulltrúa um gögnin. Einnig lögð fram tillaga að svörum/viðbrögðum við umsögnum.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að svörum/viðbrögðum við umsögnum/athugasemdum sem bárust, skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að ljúka frágangi tillögu að breytingu aðalskipulags og senda svör nefndarinnar til þeirra sem gert höfðu athugasemdir, senda Skipulagsstofnun gögnin og ljúka tilheyrandi birtingum, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Hafnarstjórn - 9. fundur - 16.01.2024

Lagðar fram til kynningar þær umsagnir og athugasemdir sem bárust við auglýsta tillögu um breytingu á aðalskipulagi fyrir hafnarsvæði og Framnes.



Jafnframt lögð fram samantekt umsagna og athugasemda og tillaga að svörum (nær yfir bæði aðalskipulag og deiliskipulag, sjá næsta lið). Svörin hafa verið samþykkt af skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn.



Farið yfir framlögð gögn og viðbrögð/svör við þeim.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit og viðbrögð/svör við umsögnum og athugasemdum.

Bæjarstjórn - 280. fundur - 08.02.2024

Lögð fram tillaga um svar við umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands, sem er viðbót við afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi 11. janúar sl. um svör við umsögnum og athugasemdum sem bárust við auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi vegna hafnarsvæðis og Framness.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu um svar við umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna aðalskipulagsbreytingarinnar.