Málsnúmer 2308001

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 251. fundur - 19.09.2023

Lagt er fram til kynningar og umræðu erindi Leifs Harðarsonar um leiðir í Grundarfjarðarbæ sem hentað gætu fyrir fjallahjól, sem njóta vaxandi vinsælda.

Svipuð erindi hafa borist nágrannasveitarfélögum og eru þar til skoðunar. Svæðisgarðurinn er einnig að skoða stíga og leiðir til ýmissa nota í verkefninu Fyrirmyndarstígar á Snæfellsnesi og er þar m.a. verið að skilgreina og kortleggja hjólaleiðir.
Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar hverskyns nýjungum í útivist og heilsubót. Nefndin leggur til að skilgreindar verði sérstakar leiðir sem henta fjallahjólum s.s. malarstígar, götur o.fl en bendir jafnframt á að víða í umhverfinu séu viðkvæm svæði og hætta á gróður- og jarðvegsrofi sem taka þurfi tillit til. Nefndin leggur til að fulltrúar úr skipulags- og umhverfisnefnd og íþrótta- og tómstundanefnd fundi með aðilum ásamt starfsmönnum nefndanna.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 257. fundur - 21.03.2024

Gögn lögð fram til kynningar og áframhaldandi úrvinnslu.



Sagt var frá fundi sem fór fram í síðustu viku með Leifi Harðarsyni f.h. áhugamanna um fjallahjólastíga. Fundinn sátu Signý Gunnarsdóttir úr skipulags- og umhverfisnefnd, fulltrúar úr íþrótta- og tómstundanefnd og Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi.



Á fundinum var rætt um möguleika á gerð fjallahjólastíga ofan við þéttbýlið í Grundarfirði.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í að vinna með fyrirspyrjendum um því að finna hentugar leiðir fyrir hjólastíga í og við þéttbýli Grundarfjarðar.

Skipulagsfulltrúa er falið að vinna með fyrirspyrjendum að málinu. Skoða þarf vel hvar sé heppileg staðsetning, hvernig best sé að standa að gerð stíga, hvernig merkingum og kynningu eigi að hátta og hvert fyrirkomulag yrði við endurbætur og umsjón með stígum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 258. fundur - 22.05.2024

Þann 8. maí sl. fóru fulltrúar úr skipulags- og umhverfisnefnd í vettvangsgöngu með Leifi Harðarsyni út af gerð fjallahjólastígs. Óskað hefur verið eftir leyfi til að lagfæra og marka leið sem liggur upp með/austan við skíðalyftu, upp Nautaskarð - til að byrja með. Þennan hluta leiðarinnar má sjá í gögnum sem fylgja málinu, úr erindi Leifs og úr mynd frá mars 2024. Í framhaldi af vettvangsferðinni barst ábending landeiganda að Gröf Ytri og Gröf 4, þar sem hann telur að leiðin liggi að hluta inná hans land.



Unnin var yfirlitsmynd sem sýnir útmörk þessa lands, sem liggur inní eignarlandi bæjarins (Grafarlandi). Ennfremur er sýnd lega þessa hluta hjólaleiðarinnar.



Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að áhugamönnum um fjallahjólastíga verði veitt framkvæmdaleyfi fyrir gerð stígs fyrir fjallahjól samkvæmt korti, í samræmi við lýsingu í umsókn, staðsett í landi bæjarins. Um er að ræða tilraunaverkefni og verður ástand landsins og framhaldið metið í haust.