Þann 8. maí sl. fóru fulltrúar úr skipulags- og umhverfisnefnd í vettvangsgöngu með Leifi Harðarsyni út af gerð fjallahjólastígs. Óskað hefur verið eftir leyfi til að lagfæra og marka leið sem liggur upp með/austan við skíðalyftu, upp Nautaskarð - til að byrja með. Þennan hluta leiðarinnar má sjá í gögnum sem fylgja málinu, úr erindi Leifs og úr mynd frá mars 2024. Í framhaldi af vettvangsferðinni barst ábending landeiganda að Gröf Ytri og Gröf 4, þar sem hann telur að leiðin liggi að hluta inná hans land.
Unnin var yfirlitsmynd sem sýnir útmörk þessa lands, sem liggur inní eignarlandi bæjarins (Grafarlandi). Ennfremur er sýnd lega þessa hluta hjólaleiðarinnar.