Málsnúmer 2310019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 612. fundur - 18.10.2023

Lagðar fram innkomnar styrkumsóknir vegna ársins 2024 ásamt fylgigögnum.

Umræðu um þær vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 614. fundur - 16.11.2023

Framhaldsumræða um styrkumsóknir sem hafa borist og liggja fyrir ásamt samantektarskjali. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir styrkveitingar til Fellaskjóls síðustu ár.

Umsóknir yfirfarnar og lagðar fram tillögur að styrkveitingum næsta árs. Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 276. fundur - 23.11.2023

Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir ásamt tillögum að styrkveitingum ársins 2024, sem bæjarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn.Stefnt er að því að á árinu 2024 verði opnað fyrir umsóknir úr sérstökum styrktarsjóði sem ætlaður er fyrir uppbyggingarverkefni á sviði menningar- og íþróttamála, en bæjarstjórn hefur lagt til hliðar fjármagn til myndunar sjóðsins árin 2022 og 2023, og svo bætist 2024 við.Allir tóku til máls.

Tillögur að styrkveitingum ársins 2024 samþykktar samhljóða og vísað til annarrar umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn felur bæjarráði að undirbúa viðmið/reglur fyrir sjóðinn.

Bæjarstjórn - 277. fundur - 14.12.2023

Styrkumsóknir teknar til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Yfirlit yfir styrkumsóknir rætt ásamt tillögum að styrkveitingum ársins 2024, sem bæjarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Til máls tóku JÓK, GS og ÁE.

GS vék af fundi fyrir afgreiðslu styrkveitinga ársins.

Tillögur að styrkveitingum ársins 2024 samþykktar samhljóða.

GS tók aftur sæti sitt á fundinum.