Hér vék Ágústa af fundi.
Lagt fram bréf frá Gerum það núna ehf., en bæjarstjórn fól fulltrúum að funda með fyrirtækinu skv. þeirra ósk í erindinu þar sem farið er fram á að fá afnot af húsnæði Sögumiðstöðvar.
Mánudaginn 20. janúar sl. áttu fulltrúar bæjarstjórnar, bæjarfulltrúarnir Sigurður Gísli og Garðar, auk bæjarstjóra, fund með bréfriturum.
Forseti leggur til að fulltrúar bæjarstjórnar, Sigurður Gísli Guðjónsson og Garðar Svansson, ásamt bæjarstjóra, eigi fund með bréfriturum um erindið.
Samþykkt samhljóða.