Málsnúmer 2501014

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 294. fundur - 16.01.2025

Lagt fram bréf frá Snæfellsnes Adventure ehf. um að fá afnot af húsnæði Sögumiðstöðvar.

Bæjarstjórn þakkar erindið.

Forseti leggur til að fulltrúar bæjarstjórnar, Sigurður Gísli Guðjónsson og Garðar Svansson, ásamt bæjarstjóra, eigi fund með bréfriturum um erindið.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 632. fundur - 31.01.2025

Hér vék Ágústa af fundi.



Lagt fram bréf frá Gerum það núna ehf., en bæjarstjórn fól fulltrúum að funda með fyrirtækinu skv. þeirra ósk í erindinu þar sem farið er fram á að fá afnot af húsnæði Sögumiðstöðvar.



Mánudaginn 20. janúar sl. áttu fulltrúar bæjarstjórnar, bæjarfulltrúarnir Sigurður Gísli og Garðar, auk bæjarstjóra, fund með bréfriturum.



Sigurður Gísli sagði frá efni þess fundar.

Bæjarstjóri sagði frá því að menningarnefnd hefði fundað og einnig rætt um nýtingu húss Sögumiðstöðvarinnar, án þess þó að ræða um erindið sem hér er á dagskrá.

Bæjarráð tekur vel í þá hugmynd, sem fram kemur í erindinu, að húsnæði Sögumiðstöðvar verði nýtt í starfsemi sem eykur menningu, afþreyingu og líf í húsinu. Er þá til grundvallar sú forsenda, að reglulegt félagsstarf í húsinu liggur að mestu niðri að sumarlagi - en skoða þarf þó hagsmuni annarrar starfsemi, einkum bókasafns.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skoðað verði hvort nýta megi húsið og/eða leigja það út með skilyrðum, yfir sumartímann (júní-ágúst), með fyrirvara um umsögn menningarnefndar. Verði það gert, yrði það auglýst opinberlega með fyrirfram ákveðnum skilmálum.

Menningarnefnd - 51. fundur - 13.08.2025

Snæfellsnes Adventure ehf. ? Gerum það núna, sótti um að fá afnot af alrými og eldhúsi Sögumiðstöðvarinnar. Sökum framkvæmda var ekki hægt að verða við þeirri umsókn.