Málsnúmer 2501014Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi Gerum það núna ehf. frá 9. október sl. þar sem óskað var eftir fundi með forstöðumanni menningar- og markaðsmála "til að ræða möguleg afnot af sögumiðstöðinni sumarið 2026 eða a dögum sem skemmtiferðaskip koma til hafnar."
Föstudaginn 17. október sl. var haldinn fundur varðandi málið. Fundinn sat Pálmi Jóhannsson forstöðumaður menningar- og markaðsmála, Einar Sveinn Ólafsson og Daniel Firica frá Gerum það núna ehf. Lagðir eru fram minnispunktar PJ af þeim fundi.
Óskað er eftir umsögn menningarnefndar, sem er bæjarstjórn til ráðgjafar m.a. um samkomuhús og Sögumiðstöðina.
Hjalti Allan boðaði forföll.