Málsnúmer 2503029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 634. fundur - 28.03.2025

Lögð fram drög að reglum um Uppbyggingarsjóð íþrótta- og menningarmála, til umræðu.

Um er að ræða sjóð sem stofnað var til sama ár og greiðslum lauk skv. 10 ára samningi um framlag til menningarstarfs í Sögumiðstöð, en fjármunir þeir eru til inná bankareikningi, skv. samningi sem gerður var á sínum tíma þar að lútandi.

Í framhaldinu ákvað bæjarstjórn að halda áfram að leggja í sjóð, sem ætlaður væri til sérstakra uppbyggingarverkefna, í íþrótta- og menningarmálum.

Farið yfir drögin, sem skrifstofustjóri hefur undirbúið, og vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 637. fundur - 28.05.2025

Lögð fram drög að reglum um uppbyggingarsjóð íþrótta- og menningarmála ásamt fjárhagsgögnum frá Skotfélagi Snæfellsness, með beiðni um greiðslu styrkveitingar.

Bæjarráð bíður eftir umfjöllun menningarnefndar og íþrótta- og tómstundanefndar um fyrirliggjandi drög að reglum.

Bæjarráð samþykkir útgreiðslu úr sjóðnum til Skotfélags Snæfellsness, í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar um úthlutun úr sjóðnum til félagsins.

Samþykkt samhljóða.

Menningarnefnd - 52. fundur - 22.09.2025

Drög að reglum sendar til umsagnar nefndarinnar frá bæjarstjórn. Einnig lágu fyrir svipaðar reglur frá öðrum sveitarfélögum.

Nefndin gerir eftirfarandi athugasemdir:

1. gr. Athugasemd við nafnið “Uppbyggingarsjóður menningar- og íþróttamála? og telur að orðið lýðheilsa eigi frekar við en íþróttir.

5. gr. Lagt til að orðalaginu “umfang og tími verkefnis? verði breytt í “umfang, tími og kynning/auglýsing verkefnis?.

Að öðru leyti gerir menningarnefnd ekki athugasemdir við framlögð drög að "Reglum Grundarfjarðarbæjar um úthlutun úr Uppbyggingarsjóði menningar- og íþróttamála".