Lögð fram drög að reglum um Uppbyggingarsjóð íþrótta- og menningarmála, til umræðu.
Um er að ræða sjóð sem stofnað var til sama ár og greiðslum lauk skv. 10 ára samningi um framlag til menningarstarfs í Sögumiðstöð, en fjármunir þeir eru til inná bankareikningi, skv. samningi sem gerður var á sínum tíma þar að lútandi.
Í framhaldinu ákvað bæjarstjórn að halda áfram að leggja í sjóð, sem ætlaður væri til sérstakra uppbyggingarverkefna, í íþrótta- og menningarmálum.
Farið yfir drögin, sem skrifstofustjóri hefur undirbúið, og vísað til næsta fundar bæjarráðs.
Lögð fram drög að reglum um uppbyggingarsjóð íþrótta- og menningarmála ásamt fjárhagsgögnum frá Skotfélagi Snæfellsness, með beiðni um greiðslu styrkveitingar.
Bæjarráð bíður eftir umfjöllun menningarnefndar og íþrótta- og tómstundanefndar um fyrirliggjandi drög að reglum.
Bæjarráð samþykkir útgreiðslu úr sjóðnum til Skotfélags Snæfellsness, í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar um úthlutun úr sjóðnum til félagsins.
Drög að reglum sendar til umsagnar nefndarinnar frá bæjarstjórn. Einnig lágu fyrir svipaðar reglur frá öðrum sveitarfélögum.
Nefndin gerir eftirfarandi athugasemdir:
1. gr. Athugasemd við nafnið “Uppbyggingarsjóður menningar- og íþróttamála? og telur að orðið lýðheilsa eigi frekar við en íþróttir.
5. gr. Lagt til að orðalaginu “umfang og tími verkefnis? verði breytt í “umfang, tími og kynning/auglýsing verkefnis?.
Að öðru leyti gerir menningarnefnd ekki athugasemdir við framlögð drög að "Reglum Grundarfjarðarbæjar um úthlutun úr Uppbyggingarsjóði menningar- og íþróttamála".
Í framhaldinu ákvað bæjarstjórn að halda áfram að leggja í sjóð, sem ætlaður væri til sérstakra uppbyggingarverkefna, í íþrótta- og menningarmálum.
Farið yfir drögin, sem skrifstofustjóri hefur undirbúið, og vísað til næsta fundar bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða.