Málsnúmer 2504009

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 297. fundur - 10.04.2025

Lagðir fram sérstakir úthlutunar- og útboðsskilmálar vegna útboðs á byggingarrétti miðbæjarreits.

Bæjarstjórn felur bæjarráði og bæjarstjóra umboð til ákvarðanatöku málsins.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 636. fundur - 02.05.2025

Bæjarstjórn fól bæjarráði og bæjarstjóra umboð til ákvarðanatöku málsins.



Lögð fram drög að útboðsgögnum vegna þróunar miðbæjarreits, en þau verða þó einnig lögð fram til endanlegrar skoðunar/afgreiðslu í bæjarstjórn 8. maí nk.

Bæjarráð ræddi fyrirliggjandi gögn og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 299. fundur - 08.05.2025

Lögð fram útboðsgögn og drög að auglýsingu um útboð á sölu byggingarréttar á miðbæjarreit.

Til máls tóku JÓK, BÁ og LÁB.

Fyrirliggjandi útboðsgögn innihalda fyrirfram skilgreindar reglur um útboð byggingarréttar á lóðunum (miðbæjarreit) og fela í sér frávik frá Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og að hluta til gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld í Grundarfirði.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn og auglýsingu.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 300. fundur - 12.06.2025

Opnun tilboða vegna sölu byggingarréttar á miðbæjarreit fór fram 5. júní sl. Eitt tilboð barst, frá Hallgrími Friðgeirssyni f.h. VHT ehf., sem hljóðar uppá 40 millj. kr. fyrir byggingarrétt á reitnum.



Lögð fram fundargerð opnunarfundar og frekari gögn frá bjóðanda, sem og minnisblað og tölvupóstur frá ráðgjöfum bæjarstjórnar þar sem mælt er með því að tilboðinu verði tekið.



Með vísan í framlögð gögn leggur forseti til að tilboði bjóðanda verði tekið.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ganga til samninga á grundvelli tilboðsgagna, eins og ráðgjafar mæla með.

Samþykkt með 6 atkvæðum. GS sat hjá.

Bæjarráð - 641. fundur - 28.08.2025

Lagt fram minnisblað Helga S. Gunnarssonar ráðgjafa og drög að skilyrtum kaupsamningi um byggingarrétt, sem og innlögð gögn frá bjóðanda í byggingarrétt á miðbæjarreit.



Helgi S. Gunnarsson ráðgjafi hefur haldið utan um samskipti við bjóðanda.



Helgi gerði grein fyrir gögnum og samskiptum um málið.

Bæjarráð samþykkir, á grunni framlagðra gagna og upplýsinga ráðgjafa um samskipti við bjóðanda, að gerður verði skilyrtur kaupsamningur um byggingarrétt á reitnum, í samræmi við útboðslýsingu og tilboð sem barst. Bæjarráði er ljóst að vikið hafi verið frá nánar tilgreindum formsatriðum útboðslýsingar um stöðu kaupanda, sbr. nánar framlögð gögn.

Helga S. Gunnarssyni, ráðgjafa, falið að annast áframhaldandi samskipti við bjóðanda og bæjarstjóra falið að ganga frá kaupsamningi við bjóðanda.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Jósef Ó. Kjartansson, bæjarfulltrúi, í fjarfundi - mæting: 08:30
  • Halldór Jónsson hrl., í fjarfundi - mæting: 08:30
  • Signý Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi - mæting: 08:30
  • Nanna Vilborg Harðardóttir, verkefnastjóri - mæting: 08:30
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi, í fjarfundi - mæting: 08:30
  • Helgi S. Gunnarsson, ráðgjafi, í fjarfundi - mæting: 08:30
  • Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafi Alta, í fjarfundi - mæting: 08:30