Málsnúmer 2504009

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 297. fundur - 10.04.2025

Lagðir fram sérstakir úthlutunar- og útboðsskilmálar vegna útboðs á byggingarrétti miðbæjarreits.

Bæjarstjórn felur bæjarráði og bæjarstjóra umboð til ákvarðanatöku málsins.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 636. fundur - 02.05.2025

Bæjarstjórn fól bæjarráði og bæjarstjóra umboð til ákvarðanatöku málsins.



Lögð fram drög að útboðsgögnum vegna þróunar miðbæjarreits, en þau verða þó einnig lögð fram til endanlegrar skoðunar/afgreiðslu í bæjarstjórn 8. maí nk.

Bæjarráð ræddi fyrirliggjandi gögn og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 299. fundur - 08.05.2025

Lögð fram útboðsgögn og drög að auglýsingu um útboð á sölu byggingarréttar á miðbæjarreit.

Til máls tóku JÓK, BÁ og LÁB.

Fyrirliggjandi útboðsgögn innihalda fyrirfram skilgreindar reglur um útboð byggingarréttar á lóðunum (miðbæjarreit) og fela í sér frávik frá Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og að hluta til gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld í Grundarfirði.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn og auglýsingu.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 300. fundur - 12.06.2025

Opnun tilboða vegna sölu byggingarréttar á miðbæjarreit fór fram 5. júní sl. Eitt tilboð barst, frá Hallgrími Friðgeirssyni f.h. VHT ehf., sem hljóðar uppá 40 millj. kr. fyrir byggingarrétt á reitnum.



Lögð fram fundargerð opnunarfundar og frekari gögn frá bjóðanda, sem og minnisblað og tölvupóstur frá ráðgjöfum bæjarstjórnar þar sem mælt er með því að tilboðinu verði tekið.



Með vísan í framlögð gögn leggur forseti til að tilboði bjóðanda verði tekið.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ganga til samninga á grundvelli tilboðsgagna, eins og ráðgjafar mæla með.

Samþykkt með 6 atkvæðum. GS sat hjá.