Málsnúmer 2508005

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 51. fundur - 13.08.2025

Nefndarmenn ræddu skipulag Rökkurdaga, menningarhátíðar Grundfirðinga, 2025.



Ákveðið var að Rökkurdagar standi í þrjár vikur, en að viðburðir verði ekki eins þétt raðaðir og árið áður.

Nefndin ræddi um tilgang Rökkurdaga og að þeir eigi að vera skipulagðir af íbúum Grundarfjarðarbæjar fyrir íbúa Grundarfjarðarbæjar.

Hugmyndir komu fram um það hvernig er hægt sé að fá íbúa til þess að koma frekar að borðinu hvað varðar skipulagningu og viðburði.

Einnig kom til umræðu að bæta “slagorði? við nafnið Rökkurdagar.

Mál áfram í vinnslu.


Menningarnefnd - 52. fundur - 22.09.2025

Dagskrá og dagsetning Rökkurdaga rædd.



Ákveðið var að Rökkurdagar 2025 standi frá 18. október til 5. nóvember.
(Tónleikar 18. október í Samkomuhúsinu marka upphaf Rökkurdaga.)

Nefndin ræddi það að nota Facebook-síðu Rökkurdaga sem helstu upplýsingaveitu um dagskrá og annað. Aðrar síður á samfélagsmiðlum og vefur Grundarfjarðarbæjar verða henni til stuðnings.

Nefndin felur forstöðumanni menningar- og markaðsmála að búa til fyrstu auglýsingu fyrir Rökkurdaga og koma henni í umferð. Í henni eiga að vera dagsetningar og upplýsingar um það hvert fólk getur haft samband ef það vill vera með viðburð.

Dagskráin skal vera gefin út á íslensku, ensku og pólsku. Ef hún fer í dreifingu í hús þá verði hún á íslensku með QR kóða sem vísar á dagskrána á ensku og pólsku.

Menningarnefnd - 53. fundur - 20.11.2025

Yfirferð yfir Rökkurdaga 2025.



Rætt var um framkvæmd Rökkurdaga sem stóðu yfir dagana 18. október til 5. nóvember 2025.
https://www.grundarfjordur.is/is/frettir-og-tilkynningar/rokkurdagar-2027

Menningarnefnd lýsir yfir ánægju með framkvæmd Rökkurdaga 2025 og þá sérstaklega framlag íbúa í skipulagningu viðburða. Menningarnefnd var með viðveru í Kjörbúðinni 24. september síðastliðinn og komu íbúar þá með hugmyndir að viðburðum sem þeir höfðu áhuga á að halda.

Nefndin færir þakkir til þeirra fjölmörgu sem skipulögðu og héldu viðburði, sem og til þeirra sem sóttu og nutu viðburða.