Er húmar að kvöldi, laufin falla af trjám, hressilegur sunnanvindur gnæfir um fjöllin og myrkrið skellur á þá líður að því að við þurfum að finna ljósið í rökkrinu.

Menningarhátið Grundfirðinga, Rökkurdagar, verður haldin hátíðleg dagana 18. október - 5. nóvember. Menningarnefnd hefur sett saman veglega dagskrá og hægt er að nálgast hana hér og einnig neðst í fréttinni.

Viðburðir Rökkurdaga verða settir í viðburðadagatalið á vef Grundarfjarðarbæjar, hægt er að sjá það hér. Einnig verða viðburðir auglýstir á Instagram síðunni menning_grundarfjordur.

Í október og nóvember fer fram Barnamenningarhátíð Vesturlands - Barnó BEST MEST VEST og fléttast dagskrá hennar að hluta inn í dagskrá Rökkurdaga. Viðburðir á vegum Barnó eru sérstaklega merktir í dagskránni. 

 

Komum saman og eigum notalega stund í rökkrinu. 

 

Dagskrá Rökkurdaga 2025 á ´íslensku

Dagskrá Rökkurdaga 2025 á ensku