Málsnúmer 2508020

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 270. fundur - 20.08.2025

Bæjarstjóri og skipulagsfulltrúi sögðu frá stöðu málsins.
Í undirbúningi er samningsgerð sem snýr að þróun og uppbyggingu á Framnesi, sbr. stefnu aðalskipulags sem og nýlega aðalskipulagsbreytingu fyrir fremsta hluta Framness, þar sem nú er VÞ-svæði (verslun og þjónusta). Málið hefur verið í vinnslu vegna samningsgerðar, en vinna við deiliskipulag svæðisins var sett til hliðar á meðan.

Málið verður til umfjöllunar á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð - 641. fundur - 28.08.2025

Lagt fram minnisblað (vinnuskjal) um undirbúning uppbyggingar á Framnesi og næstu skref, eftir vinnu með þeim ráðgjöfum sem að þessum hluta hafa komið, þeim Helga S. Gunnarssyni og Halldóri Jónssyni hrl.



Einnig lögð fram drög að verkáætlun (vinnuskjal, drög) fyrir næstu skref, sem Helgi hefur tekið saman.

Bæjarstjórn hefur nýlega gert breytingu á aðalskipulagi fyrir fremsta hluta Framness.

Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er nú fremst á Framnesi gert ráð fyrir atvinnustarfsemi sem fellur undir landnotkunarflokkinn "verslun og þjónusta", þar á meðal ferðaþjónustu með veitingastöðum, gististöðum, verslun og afþreyingu. "Núverandi athafnastarfsemi er áfram heimil á svæðinu þar til önnur not taka við en gert ráð fyrir að starfsemi færist í átt að verslun, þjónustu og menningu" eins og segir í aðalskipulagi.

Bæjarstjórn hefur hug á að koma af stað uppbyggingu á reitnum VÞ-3, í samræmi við stefnu aðalskipulags. Ljóst þykir að gera þurfi breytingar á nýtingu og afmörkun núverandi lóða með það fyrir augum að tryggja samfellu og hraða í framkvæmd uppbyggingar á svæðinu. Lagt er til að unnið verði að samningsgerð við lóðarhafa fremst á Framnesi, eftir atvikum um innlausn lóðarréttinda, um þróun í takt við þá stefnu sem aðalskipulagið gerir ráð fyrir.

Halldór og Helgi fóru yfir þá vinnu sem fyrir liggur og tillögu um aðferðafræði við uppbyggingu á Framnesi, en reynsla við undirbúning og útboð á byggingarrétti á miðbæjarreit nýtist einnig hér. Samhliða því að ná samkomulagi við núverandi lóðarhafa verði leitað eftir áhugasömum aðilum sem hafa getu til að takast á við slíka uppbyggingu.

Bæjarráð samþykkir áframhaldandi vinnu í samræmi við þá aðferðafræði sem fram kemur í framlögðu minnisblaði og drög að verkáætlun. Bæjarráð samþykkir einnig umboð til Halldórs Jónssonar hrl. og Juris slf., til viðræðna við lóðarhafa á fremstu lóðum á Framnesi, innan VÞ-reits skv. nýlegri aðalskipulagsbreytingu, og til Helga S. Gunnarssonar, til áframhaldandi vinnu skv. framlögðum tillögum. Bæjarráð mun síðan taka afstöðu til samninga við lóðarhafa og fyrirkomulags á uppbyggingarsamningum þegar þeir liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Nanna Vilborg Harðardóttir, verkefnastjóri - mæting: 09:00
  • Helgi S. Gunnarsson, ráðgjafi, í fjarfundi - mæting: 09:00
  • Signý Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi - mæting: 09:00
  • Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafi Alta, í fjarfundi - mæting: 09:00
  • Jósef Ó. Kjartansson, bæjarfulltrúi, í fjarfundi - mæting: 09:00
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi, í fjarfundi - mæting: 09:00
  • Halldór Jónsson hrl., í fjarfundi - mæting: 09:00

Skipulags- og umhverfisnefnd - 271. fundur - 09.09.2025

Í Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er fremst á Framnesi gert ráð fyrir atvinnustarfsemi sem fellur undir landnotkunarflokkinn "verslun og þjónusta", þar á meðal ferðaþjónustu með veitingastöðum, gististöðum, verslun og afþreyingu.



Bæjarstjórn hyggst koma af stað uppbyggingu á reitnum VÞ-3 í samræmi við stefnu aðalskipulags, og lagði bæjarráð til á 641. fundi sínum að unnið verði að samningsgerð við lóðarhafa fremst á Framnesi, svo hafist geti þróun í takt við þá stefnu sem aðalskipulagið gerir ráð fyrir.







Undir þessum lið er farið yfir þær forsendur og heildarsýn skv. aðalskipulagi, sem lagðar verða til grundvallar í komandi vinnu við samningsgerð um svæðið.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að við framtíðaruppbyggingu svæðisins sé þetta opið svæði sem nýtist bæði heimamönnum og gestum og að uppbygging verði lyftistöng fyrir samfélagið allt.

Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju með framlögð vinnugögn og fellst fyrir sitt leyti á að byggja á þessari nálgun þegar kemur að viðræðum vegna þróunar svæðisins.

Gestir

  • Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafi Alta, í fjarfundi
  • Herborg Árnadóttir, Alta, í fjarfundi

Bæjarstjórn - 301. fundur - 11.09.2025

Í Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er gert ráð fyrir "verslun og þjónustu" fremst á Framnesi, þar á meðal ferðaþjónustu með veitingastöðum, gististöðum, verslun og afþreyingu.



Bæjarstjórn hyggst koma af stað uppbyggingu á reitnum VÞ-3 í samræmi við stefnu aðalskipulags, og samþykkti bæjarráð á 641. fundi sínum að unnið verði að samningsgerð við lóðarhafa, svo hafist geti þróun í takt við þá stefnu sem aðalskipulagið gerir ráð fyrir.



Farið var yfir þær forsendur og heildarsýn skv. aðalskipulagi, sem lagðar verða til grundvallar í komandi vinnu við samningsgerð um svæðið, en samskonar kynning og umræða fór einnig fram á 271. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 7. september sl. Um er að ræða samantekt á þeim ákvörðunum sem þegar hafa verið teknar um þróun Framnessins.



Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju með þessi vinnugögn og samþykkir samhljóða að byggja á þessari nálgun þegar kemur að viðræðum vegna þróunar svæðisins.