Í Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er gert ráð fyrir "verslun og þjónustu" fremst á Framnesi, þar á meðal ferðaþjónustu með veitingastöðum, gististöðum, verslun og afþreyingu.
Bæjarstjórn hyggst koma af stað uppbyggingu á reitnum VÞ-3 í samræmi við stefnu aðalskipulags, og samþykkti bæjarráð á 641. fundi sínum að unnið verði að samningsgerð við lóðarhafa, svo hafist geti þróun í takt við þá stefnu sem aðalskipulagið gerir ráð fyrir.
Farið var yfir þær forsendur og heildarsýn skv. aðalskipulagi, sem lagðar verða til grundvallar í komandi vinnu við samningsgerð um svæðið, en samskonar kynning og umræða fór einnig fram á 271. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 7. september sl. Um er að ræða samantekt á þeim ákvörðunum sem þegar hafa verið teknar um þróun Framnessins.
Málið verður til umfjöllunar á næsta fundi bæjarráðs.