Á 272. fundi skipulags- og umhverfisnefndar afgreiddi nefndin skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð á Háubökkum og bæjarstjórn staðfesti afgreiðsluna á 303. fundi sínum. Hún var til kynningar í Skipulagsgátt frá 14. nóvember til og með 1. desember sl. Skipulagsgögn voru einnig aðgengileg í Ráðhúsi, í Sögumiðstöð og á vef Grundarfjarðarbæjar.
Umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum og eru þær lagðar fram, auk samantektar á efni þessara umsagna:
Míla
Vegagerðin
Minjastofnun Íslands
Veitur
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Fram kom að mögulega þyrfti að gera lítilsháttar breytingu á aðalskipulagi, þannig að litlu svæði af austasta hluta AF-1, sem er afþreyingar- og ferðamannasvæði, verði bætt við íbúðarsvæðið ÍB-4.
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna að gerð hugmynda um fyrirkomulag á svæðinu og láta vinna skipulagslýsingu, eftir atvikum.