Málsnúmer 2509002

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 271. fundur - 09.09.2025

Í Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er sett fram sú stefna að bæta megi við íbúðarlóðum vestast á Grundargötu, neðan götu.



Bæjarstjórn hafði forgangsraðað skipulagsverkefnum síðustu ára og var þetta verkefni á dagskrá eftir að deiliskipulagi iðnaðarsvæðis og Ölkeldudals væri lokið, sem og á eftir miðbæ og Framnesi, en þau verkefni eru í gangi núna.



Nú er hafin undirbúningsvinna sem miðar að því að til verði nokkrar nýjar íbúðarlóðir á þessum stað. Málið kynnt.

Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar því að hafin sé skipulagsvinna sem miði að því að til verði sjávarlóðir á þessum fallega stað, fyrir íbúðarhús.

Fram kom að mögulega þyrfti að gera lítilsháttar breytingu á aðalskipulagi, þannig að litlu svæði af austasta hluta AF-1, sem er afþreyingar- og ferðamannasvæði, verði bætt við íbúðarsvæðið ÍB-4.

Skipulagsfulltrúa er falið að vinna að gerð hugmynda um fyrirkomulag á svæðinu og láta vinna skipulagslýsingu, eftir atvikum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 272. fundur - 10.11.2025

Í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar er nú lögð fram tillaga að skipulagslýsingu sem er sameiginleg fyrir nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð á Háubökkum og fyrir tilheyrandi breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039. Málinu er nánar lýst undir dagskrárlið nr. 6, en liðirnir eru ræddir samtímis á fundinum.

Halldóra Hrólfsdóttir og Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafar hjá Alta, eru gestir fundarins undir þessum lið og þeim næsta. Auk þess sitja bæjarfulltrúarnir Sigurður Gísli Guðjónsson og Garðar Svansson fundinn undir sömu dagskrárliðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða framlagða skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag vegna Háubakka til auglýsingar, í samræmi við 40. gr. skipulagslaga. Í samræmi við bókun undir dagskrárlið nr. 6, leggur nefndin til að í skipulagsvinnunni verði sérstaklega horft til aðgengis og skoðaðar mismunandi útfærslur m.t.t. gangandi og akandi vegfarenda og tenginga við Grundargötu. Sérstaklega sé mikilvægt að tryggja öruggt aðgengi gangandi um skipulagssvæðið.

Gestir

  • Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafi, Alta, í fjarfundi
  • Sigurður Gísli Guðjónsson, formaður bæjarráðs, í fjarfundi
  • Garðar Svansson, bæjarfulltrúi
  • Halldóra Hrólfsdóttir, skipulagsráðgjafi, Alta, í fjarfundi