Í Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er sett fram sú stefna að bæta megi við íbúðarlóðum vestast á Grundargötu, neðan götu.
Bæjarstjórn hafði forgangsraðað skipulagsverkefnum síðustu ára og var þetta verkefni á dagskrá eftir að deiliskipulagi iðnaðarsvæðis og Ölkeldudals væri lokið, sem og á eftir miðbæ og Framnesi, en þau verkefni eru í gangi núna.
Nú er hafin undirbúningsvinna sem miðar að því að til verði nokkrar nýjar íbúðarlóðir á þessum stað. Málið kynnt.
Fram kom að mögulega þyrfti að gera lítilsháttar breytingu á aðalskipulagi, þannig að litlu svæði af austasta hluta AF-1, sem er afþreyingar- og ferðamannasvæði, verði bætt við íbúðarsvæðið ÍB-4.
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna að gerð hugmynda um fyrirkomulag á svæðinu og láta vinna skipulagslýsingu, eftir atvikum.