Málsnúmer 2509012

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 642. fundur - 25.09.2025

Lagt fram yfirlit yfir mögulega breytingu á þjónustugjaldskrám ásamt samanburði á gjaldskrám annarra sveitarfélaga 2025.

Farið yfir þjónustugjaldskrár og samanburð og rætt um breytingar á þeim.

Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 644. fundur - 16.10.2025

Framhaldsumræða. Lagðar fram uppfærðar tillögur að þjónustugjaldskrám fyrir árið 2026 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.

Farið yfir þjónustugjaldskrár og samanburð. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2026 samþykktar og tillögum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Gjaldskrá fyrir byggingarleyfisgjöld og tengd gjöld þarfnast endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 303. fundur - 13.11.2025

Lagt fram yfirlit yfir tillögur bæjarráðs að þjónustugjaldskrám næsta árs ásamt yfirliti með samanburði á helstu þjónustugjaldskrám 2025 hjá nokkrum öðrum sveitarfélögum.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustugjaldskrár fyrir árið 2026.

Bæjarstjóri sagði frá því að hugmyndir væru um lítilsháttar breytingar á gjaldskrá samkomuhúss, sem forstöðumaður menningar- og markaðsmála og umsjónarmaður samkomuhúss vilja skoða. Tillaga um slíkt kæmi þá frá þeim inná fund bæjarráðs milli umræðna.

Samþykkt samhljóða.