Lagt fram yfirlit yfir tillögur bæjarráðs að þjónustugjaldskrám næsta árs ásamt yfirliti með samanburði á helstu þjónustugjaldskrám 2025 hjá nokkrum öðrum sveitarfélögum.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustugjaldskrár fyrir árið 2026.
Bæjarstjóri sagði frá því að hugmyndir væru um lítilsháttar breytingar á gjaldskrá samkomuhúss, sem forstöðumaður menningar- og markaðsmála og umsjónarmaður samkomuhúss vilja skoða. Tillaga um slíkt kæmi þá frá þeim inná fund bæjarráðs milli umræðna.
Vísað til næsta fundar bæjarráðs.