Málsnúmer 2510009

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 272. fundur - 10.11.2025

Lögð fram til kynningar gögn frá Öryrkjabandalagi Íslands, til handargagns fyrir aðgengisfulltrúa sveitarfélaga.



Nanna Vilborg Harðardóttir er aðgengisfulltrúi Grundarfjarðarbæjar og sagði hún frá því að hún væri að heimsækja stofnanir bæjarins til yfirferðar um aðgengismál, ásamt forstöðumönnum viðeigandi stofnunar.



Skipulags- og umhverfisnefnd - 273. fundur - 08.12.2025

Aðgengisfulltrúi Grundarfjarðarbæjar, Nanna Vilborg, hefur í samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa, Hinrik, og Berg Þorra Benjamínsson Verkefnastjóra hjá ÖBÍ-Réttindasamtökum, gert létta úttekt á íþróttahúsinu og sundlauginni með það í huga að aðili á hjólastól gæti komist klakklaust í sund eða á íþróttaviðburð í húsinu.



Gerð var samantekt (sjá fylgiskjal) og hún send á ÖBÍ til skoðunar. Mun ÖBÍ síðan koma með ráðleggingar. ÖBÍ setur fyrirvara á þetta verkefni sem er ákveðin tilraun á landsvísu og segir:



"Verkefnastjóri byggir sínar niðurstöður og ráðleggingar á skoðun teikninga og mynda auk þess að vera notandi hjálpartækja í meira en 25 ár. Niðurstöður og álit sem fram koma í kynningu verkefnastjóra skulu því ekki túlkuð sem fagleg greining í samræmi við íslenska löggjöf. Það er á ábyrgð þess aðila sem óskaði eftir áliti verkefnastjóra að leita til viðurkenndra fagaðila til að framkvæma nauðsynlegar mælingar og greiningar sem uppfyllir kröfur laga og reglugerða."

Lagt fram til kynningar.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 115. fundur - 13.01.2026

Til kynningar fyrir nefndina.



Aðgengisfulltrúi Grundarfjarðarbæjar, Nanna Vilborg, hefur í samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa, Hinrik, og Berg Þorra Benjamínsson Verkefnastjóra hjá ÖBÍ-Réttindasamtök gert létta úttekt á íþróttahúsinu og sundlauginni með það í huga að aðili á hjólastól gæti komist klakklaust í sund eða á íþróttaviðburð í húsinu.

Gerð var samantekt (sjá fylgiskjal) og hún send á ÖBÍ til skoðunar. Munu þeir síðan koma með ráðleggingar.

ÖBÍ setur fyrirvara á þetta verkefni sem er ákveðin tilraun á landsvísu:



"Verkefnastjóri byggir sínar niðurstöður og ráðleggingar á skoðun teikninga og mynda auk þess að vera notandi hjálpartækja í meira en 25 ár. Niðurstöður og álit sem fram koma í kynningu verkefnastjóra skulu því ekki túlkuð sem fagleg greining í samræmi við íslenska löggjöf. Það er á ábyrgð þess aðila sem óskaði eftir áliti verkefnastjóra að leita til viðurkenndra fagaðila til að framkvæma nauðsynlegar mælingar og greiningar sem uppfyllir kröfur laga og reglugerða.?



Nanna Vilborg Harðardóttir yfirgaf fund kl.17:41
Nefndin lýsir yfir ánægju með þá vinnu sem hefur verið unnin við úttekt á íþróttamiðstöðinni.

Gestir

  • Nanna Vilborg Harðardóttir