Lögð fram til kynningar gögn frá Öryrkjabandalagi Íslands, til handargagns fyrir aðgengisfulltrúa sveitarfélaga.
Nanna Vilborg Harðardóttir er aðgengisfulltrúi Grundarfjarðarbæjar og sagði hún frá því að hún væri að heimsækja stofnanir bæjarins til yfirferðar um aðgengismál, ásamt forstöðumönnum viðeigandi stofnunar.