Málsnúmer 1909023

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 230. fundur - 19.09.2019

Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2020. Einnig lögð fram drög að tímaáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar 2020.

Bæjarráð - 536. fundur - 30.09.2019

Undirbúningur og umræður um fjárhagsáætlun 2020. Farið yfir forsendur fyrir fjárhagsáætlun.

Í fjárhagsáætlun 2020 verður bæjarráð útvíkkað, þannig að við bætast tveir bæjarfulltrúar, einn frá hvorum lista.

Næsti fundur bæjarráðs verður haldinn mánudaginn 7. október nk.

Bæjarstjórn - 231. fundur - 10.10.2019

Farið yfir tímaplan og helstu áherslutriði í vinnu við fjárhagsáætlun 2020.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir að leita álits íbúa á atriðum sem snerta tekjur og verkefni bæjarins í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar og undirbúning næsta árs. Bæjarráði falið að vinna úr þeim tillögum sem berast.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 537. fundur - 22.10.2019

Lögð fram uppfærð tímaáætlun vegna funda bæjarráðs og bæjarstjórnar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020. Jafnframt lögð fram staðgreiðsluáætlun næsta árs.

Bæjarráð vill skoða betur forsendur staðgreiðsluáætlunar í ljósi þróunar útsvarsgreiðslna á yfirstandandi ári.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 539. fundur - 12.11.2019

Lögð fram launaáætlun ársins 2020 auk samanburðar við áætlun þessa árs. Jafnframt lagður fram útreikningur á kostnaðarhlutfalli foreldra v/leikskóla og tónlistarskóla.

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2020 og 3ja ára áætlun áranna 2021-2023. Farið yfir breytingar sem gerðar verða á fyrirliggjandi drögum.

Bæjarráð samþykkir samhljóða drög að fjárhagsáætlun 2020-2023 og vísar þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 232. fundur - 28.11.2019

Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun ársins 2020 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2021-2023, sem innifelur rekstraryfirlit, málaflokkayfirlit, efnahagsyfirlit og sjóðsstreymi. Jafnframt lagt fram yfirlit með samanburði á deildum milli áætlana 2019 og 2020 og yfirlit yfir stöðugildi fjölmennustu stofnana.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun áranna 2021-2023 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 540. fundur - 03.12.2019

Anna Rafnsdóttir, leikskólastjóri og Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri grunnskólans, sátu fundinn undir þessum lið, hvort í sínu lagi.

Lögð fram yfirlit yfir núverandi stöðugildi leikskóla og grunnskólastofnana, auk áætlunar næsta árs. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir kostnaðarhlutdeild foreldra og bæjarins vegna leikskóla, tónlistarskóla og heilsdagsskóla.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 233. fundur - 12.12.2019

Lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun ársins 2020 ásamt greinargerð, samanburði milli fjárhagsáætlunar 2019 og 2020 og útlistun á breytingum sem gerðar hafa verið milli umræðna. Jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun fyrir árin 2021-2023.

Skv. rekstraryfirliti fjárhagsáætlunar 2020 eru heildartekjur áætlaðar 1.199,1 millj. kr. Áætlaður launakostnaður er 636,4 millj. kr., önnur rekstrargjöld 397,8 millj. kr. og afskriftir 62,1 millj. kr. Fyrir fjármagnsliði er gert ráð fyrir að rekstrarafkoma verði 102,8 millj. kr. Gert er ráð fyrir 87,0 millj. kr. fjármagnsgjöldum. Áætlun 2020 gerir ráð fyrir 15,8 millj. kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðu.

Í sjóðsstreymisyfirliti áætlunarinnar sést að veltufé frá rekstri er 122,8 millj. kr. þegar leiðrétt hefur verið fyrir afskriftum og áföllnum en ógreiddum verðbótum og gengismun, auk annarra breytinga á skuldbindingum. Þessi fjárhæð nýtist síðan til afborgana lána og nauðsynlegra fjárfestinga sem brýnt er að ráðast í á árinu 2020. Ráðgert er að fjárfestingar nettó verði 191,6 millj. kr., afborganir lána 144,6 millj. kr. og að tekin verði ný lán að fjárhæð 200 millj. kr. Miðað við þær forsendur er gengið á handbært fé um 9,8 millj. kr. en í upphafi árs er ráðgert að það verði 52,7 millj. kr. Handbært fé í árslok ársins 2020 er því áætlað 42,9 millj. kr. gangi fjárhagsáætlun ársins 2020 fram eins og ráðgert er.

Tafla hér.

Allir tóku til máls.

Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 544. fundur - 30.04.2020

Lögð fram fjárfestingaáætlun ársins 2020 og ræddar tillögur að breytingum og áherslum, í framhaldi af umræðum í lið 4. Einnig lögð fram kostnaðaráætlun vegna framkvæmda á tjaldsvæði og við vaðlaug, og auk þess yfirlit yfir ástand gangstétta vorið 2020. Jafnframt lagt fram vinnuskjal vegna áætlaðra breytinga á fjárhagsáætlun 2020 vegna áhrifa Covid-19.

Rætt um tekjur og mögulegt tekjutap bæjar- og hafnarsjóðs árið 2020, sbr. gögn og umræðu undir lið 3 á dagskrá. Bæjarráð mun fylgjast með framvindu mála, tölum um atvinnuleysi og leggja mat á hver áhrifin verði á tekjur sveitarfélagsins. Bæjarráð mun jafnframt fylgjast náið með útgjöldum ársins og hvetur forstöðumenn til árvekni í útgjöldum.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun þar sem aukið sé fé í sundlaug vegna vaðlaugar, tjaldsvæði og opin svæði vegna frisby golfvallar. Auk þess verði bætt við fjármagni til lagfæringar á gangstéttum.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 545. fundur - 12.05.2020

Skipulags- og byggingafulltrúi og verkstjóri áhaldahúss sátu fundinn undir þessum lið.

Farið yfir gögn um ástand gangstétta o.fl.

Lagt til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2020 vegna eftirtalinna verkefna:

- Málun búningsklefa íþróttahúss/sundlaugar nú í vor.
- Að til menningarmála verði lögð um sem varið verði í ýmsa menningarviðburði á árinu. Menningarnefnd verði falin umsjón.
- Að til orkuskipta í íþróttahúsi/sundlaug verði ráðstafað í mótframlag á móti fengnum styrk, en ekki var gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins.
- Gangstéttar, viðhald, sbr. fyrirliggjandi áætlun.
- Þegar fyrir liggur kostnaður við viðbótarsumarstörf fyrir námsmenn verður lagður fram viðauki til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss - mæting: 16:30
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingafulltrúi - mæting: 16:30

Bæjarstjórn - 238. fundur - 14.05.2020

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2020 - auknar fjárfestingar á árinu, vegna áhrifa Covid-19.

Til máls tóku JÓK og SRS.

Bæjarstjórn samþykkir tillögur bæjarráðs. Lagður er fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun ársins, vegna framkvæmda á opnum svæðum, tjaldsvæði, endurbætur/viðhald sundlaugar og viðhalds gangstétta.

Jafnframt er lögð til viðbótarfjárveiting til fyrsta hluta orkuskiptaverkefnis í sundlaug, íþróttamannvirkjum og skólahúsnæði, mótframlag bæjarins vegna styrkveitingar til að leggja af olíukyndingu. Auk þess er rekstraraukning vegna framlags til menningarmála.

Alls er fjárfesting aukin um 20,6 millj. kr. og 1,2 millj. kr. aukning á rekstri.

Bæjarstjórn gengur út frá því að til viðbótar muni koma til tekjulækkun bæjarins, gegnum útsvar, jöfnunarsjóðsgreiðslur, þjónustutekjur og tekjur hafnarsjóðs, vegna áhrifa af Covid-19. Vegna óvissu um umfang þessara þátta, er að sinni ekki lögð fram tillaga um hvernig þessu tekjutapi verður mætt.

Bæjarstjórn ítrekar nauðsyn þess að RSK veiti sveitarfélögum haldbetri upplýsingar um sundurliðun útsvarsgreiðslna, m.a. eftir atvinnugreinum.

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2020 samþykktur samhljóða.

Bæjarráð - 547. fundur - 28.05.2020

Lögð fram greinargerð skipulags- og byggingafulltrúa ásamt kostnaðaráætlun vegna frágangs snúningsplans og baklóða við Fellabrekku 15-21.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins, til að mæta kostnaði við frágang snúningsplans og baklóða við Fellabrekku 15-21, uppá 7,5 millj. kr. Fjárveiting var ekki ákveðin til verksins í lok árs 2019 vegna óvissu um kostnað.

Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn, að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2020, til að mæta kostnaði við endurnýjun á dælu fyrir slökkviliðið, og heimild til að mæta kostnaði við kaup á bifreið fyrir áhaldahús, ef hagstæð kjör á hentugri bifreið fást nú á næstu vikum. Í viðauka sem lagður verði fyrir bæjarstjórnarfund í júní verði tilgreindar fjárhæðir fyrir þessa liði.

Ennfremur var rætt um framkvæmdir ársins vegna utanhússviðhalds grunnskólans. Bæjarráð mun fylgjast með kostnaðaráætlun verksins.

Bæjarstjóri kynnti fram komnar hugmyndir arkitektastofu um uppsetningu milliveggs í leikskóla.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 239. fundur - 11.06.2020

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2020 skv. tillögum bæjarráðs, til að mæta kostnaði vegna framkvæmda við frágang snúningsáss í Fellasneið og frágang ofan lóða í Fellabrekku, vegna kaupa á dælum fyrir slökkvilið og vegna bílakaupa áhaldahúss. Einnig er lögð fram tillaga um viðbótarfjárveitingu vegna viðhaldsframkvæmda við grunnskóla.

Aukin er fjárfesting um 18,7 millj. kr., sem mætt er með lántöku.

Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2020 samþykktur samhljóða.

Bæjarráð - 550. fundur - 08.07.2020

Lögð fram tillaga að viðbótarfjárveitingu vegna yfirbreiðslu yfir sundlaug, sem nauðsynlegt er að endurnýja.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að keypt verði yfirbreiðsla yfir sundlaug. Aukafjárframlagi verði mætt með lækkun annarra liða fjárfestingaáætlunar.

Bæjarráð - 551. fundur - 16.07.2020

Í samræmi við afgreiðslu á lið nr. 1 á fundinum verður aukinni fjárfestingu að fjárhæð 10 millj. kr. mætt með gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2020, sem tekinn verður fyrir á fundi bæjarstjórnar í haust.

Bæjarráð - 556. fundur - 28.09.2020

Unnið hefur verið að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2020.
Lögð er fram útkomuspá vegna ársins 2020 ásamt samanburði við upphaflega fjárhagsáætlun ársins og sundurliðun niður á deildir.

Jafnframt lagt fram yfirlit yfir stöðu eignfærðra fjárfestinga.
Áætlað tekjutap A-hluta, miðað við upphaflega áætlun ársins, er ríflega 40 millj. kr. og munar þar mest um lækkun á áætluðum tekjum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, eða um rúmar 30 millj. kr.

Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir bæjarráðs og bæjarstjórnar og lýsir vonbrigðum sínum með lækkun tekna bæjarins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, enda standa þær tekjur undir mikilvægri lögskyldri grunnþjónustu sveitarfélagsins.

Tekjutap A- og B-hluta er gróflega áætlað rúmlega 50 millj. kr. að lágmarki. Útsvarstekjur eru háðar mikilli óvissu, einkum vegna þess hve haldlitlar upplýsingar sveitarfélagið fær um samsetningu og þróun útsvarstekna.
Á árinu hafði bæjarstjórn samþykkt viðauka, einkum fjárfestingu, uppá um 50 millj. kr., m.a. sem viðbrögð við áhrifum Covid-19.

Áætlað tekjutap og viðbótarfjárfesting, umfram upphaflega áætlun, gera því samtals yfir 100 millj. kr. lakari niðurstöðu samstæðunnar (rekstur og fjárfestingar) en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir.

Eftir yfirferð á fjárhagsstöðu og fjárhagsáætlun ársins 2020, eru gerðar tillögur um endurskoðun/breytingar á rekstrarhluta, sem færðar verða í viðauka við fjárhagsáætlun ársins og lagðar fyrir bæjarstjórn. Með breytingunum er dregið úr rekstrargjöldum, til að mæta rekstrarhalla sem við blasir, sbr. það sem fyrr segir um áætlað tekjutap.

Eins og staðan lítur út eftir þá yfirferð er rekstrarniðurstaða A- og B-hluta áætluð um 15 millj. kr. lakari en upphafleg áætlun (rekstur, ekki fjárfestingar). Sú niðurstaða er þó miklum fyrirvörum háð, eins og áður sagði, einkum vegna óvissu um þróun útsvarstekna það sem eftir er ársins.

Einnig var farið yfir stöðu eignfærðra fjárfestinga og mat lagt á svigrúm til lækkunar þeirra, út frá upphaflegri fjárhagsáætlun.

Vinnu við þessa yfirferð og endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins verður framhaldið fram að fundi bæjarstjórnar.

---

Í tengslum við þessa yfirferð er lagt til það verklag, að öll aukning í stöðugildum, héðan í frá, verði lögð fyrir bæjarráð til afgreiðslu, jafnvel þó svo fyrir þeim séu heimildir í fjárhagsáætlun ársins.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð færir forstöðumönnum þakkir fyrir þessa yfirferð áætlunarinnar.

Skrifstofustjóri vék af fundi undir þessum lið, kl. 17:45.


Bæjarstjórn - 242. fundur - 08.10.2020



Endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2020.

Lagðar fram upplýsingar um áætlaða stöðu tekna og gjalda í árslok 2020, breytingar rekstrargjalda frá upphaflegri áætlun ársins og staða fjárfestinga skv. fjárheimildum ársins og áætlun um hvað eigi eftir að koma til framkvæmda. Skv. yfirlitinu er svigrúm til að lækka fjáfestingaáætlun ársins. Bæjarráð og bæjarstjóri munu fylgjast áfram með stöðunni.

Allir tóku til máls.

Tillögur um viðauka við fjárhagsáætlun 2020, vegna breytinga skv. framangreindu, verða lagðar fram á fundi í bæjarstjórn í nóvember.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 243. fundur - 26.11.2020

Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2020. Í viðaukanum er fært á milli deilda, áætluð laun og annar kostnaður lækkaður á móti tekjutapi vegna lægra framlags frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og lægri skatttekna.

Skv. viðaukanum eru áætlaðar tekjur lækkaðar um 43,9 millj. kr. og laun og annar kostnaður lækkaður um 35,3 millj. kr. Nettó lækkun er um 8,6 millj. kr. Áætluð rekstrarniðurstaða (afgangur) er því um 7,2 millj. kr.

Allir tóku til máls.

Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2020 samþykktur samhljóða.