Málsnúmer 1909035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 536. fundur - 30.09.2019

Farið yfir gjaldskrár og lagðar línur að breytingum á þeim. Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 537. fundur - 22.10.2019

Lagðar fram tillögur að breytingum á þjónustugjaldskrám.

Gjaldskrá fyrir byggingaleyfis-, þjónustu- og framkvæmdaleyfisgjöld hjá Grundarfjarðarbæ verður skoðuð fyrir næsta fund bæjarráðs.

Gjaldskrá fyrir geymslusvæði verður skoðuð fyrir næsta fund bæjarráðs. Gjaldskrá taki mið af því að rafmagn verði tekið inn á geymslusvæðið, auk eftirlitsmyndavéla, og að gert verði ráð fyrir þeirri framkvæmd í fjárhagsáætlun 2020.

Öðrum þjónustugjaldskrám er vísað til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 539. fundur - 12.11.2019

Endurskoðun á gjaldskrám v/byggingaleyfis- þjónustu- og framkvæmdaleyfisgjalda og vegna geymslusvæðis verður framhaldið og lokið fyrir fund bæjarstjórnar í desember.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 232. fundur - 28.11.2019

Lagt fram yfirlit yfir tillögur bæjarráðs að þjónustugjaldskrám næsta árs ásamt yfirliti með samanburði á helstu þjónustugjaldskrám 2019 milli nokkurra nágrannasveitarfélaga.

Gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2020 fela í sér að hámarki 2,5% hækkun frá árinu 2019, auk þess sem sumar gjaldskrár eru óbreyttar milli ára, þrátt fyrir að verðlagsþróun gefi tilefni til meiri hækkana. Ákvörðun um þetta er liður í að ná markmiðum lífskjarasamnings stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Í áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga er lagt til að hækka gjaldskrár ekki meira en 2,5%.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustugjaldskrár fyrir árið 2020, en vísar gjaldskrám fyrir geymslusvæði, byggingaleyfis-, þjónustu- og framkvæmdaleyfisgjalda til næsta fundar bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 540. fundur - 03.12.2019

Lagðar fram þjónustugjaldskrár næsta árs, með áorðnum breytingum.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og byggingafulltrúa og bæjarstjóra falið að gera drög að endurskoðaðri gjaldskrá byggingaleyfis-, þjónustu- og framkvæmdaleyfisgjalda, sem lögð verði fyrir bæjarstjórn í janúar 2020.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 233. fundur - 12.12.2019

Lagðar fram til staðfestingar þjónustugjaldskrár Grundarfjarðarbæjar og Grundarfjarðarhafnar.

Allir tóku til máls.

Endurskoðuð gjaldskrá vegna byggingaleyfis-, þjónustu- og framkvæmdaleyfisgjalda verður lögð fyrir bæjarstjórn í janúar 2020. Núgildandi gjaldskrá er uppreiknuð um áramót í samræmi við ákvæði í gjaldskránni sjálfri, eins og verið hefur.

Lagt til að samhliða breytingu með lagningu rafmagns á geymslusvæði verði gjaldskrá fyrir geymslusvæðið endurskoðuð.

Framlagðar gjaldskrár samþykktar samhljóða.

Bæjarstjórn - 235. fundur - 13.02.2020

Lagður fram samanburður á gjaldskrám vegna gatnagerðargjalda hjá tíu sveitarfélögum. Jafnframt lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda.

Lagt er til að gatnagerðargjald vegna nýs íbúðarhúsnæðis sem byggt er við þegar lagðar götur, lækki sem hér segir:

Einbýlishús með eða án bílgeymslu fari úr 9 í 8%
Par- og raðhús með eða án bílgeymslu pr. íbúð fari úr 8,50 í 7%
Fjölbýlishús með eða án bílgeymslu, pr. íbúð fari úr 7 í 6%.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjóra og skrifstofustjóra verði falið að ganga frá breytingu á gjaldskrá í samræmi við þetta.

Samþykkt samhljóða.