Málsnúmer 1501074

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 465. fundur - 29.01.2015

Farið yfir starfsmannamál.

Bæjarráð - 467. fundur - 27.03.2015

Bæjarstjóri fór yfir ýmis mál er snúa að starfsmannamálum sveitarfélagsins. Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að vinna áfram að úrlausn mála.

Bæjarráð - 471. fundur - 09.07.2015

Gerð grein fyrir viðræðum við fyrirtækið Líf og sál sálfræðistofu ehf., varðandi úttekt vegna starfsmannamála Tónlistarskóla Grundarfjarðar.

Samþykkt að heimila bæjarstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið.

Bæjarstjórn - 188. fundur - 10.09.2015

Farið yfir starfsmanna- og launamál á stofnunum bæjarins.

Allir tóku til máls.

BP vék af fundi kl. 20:09.

Bæjarráð - 475. fundur - 01.10.2015

Farið yfir starfsmannamál.

Bæjarráð - 476. fundur - 22.10.2015

Farið yfir starfsmannamál.

Bæjarráð - 478. fundur - 03.12.2015

Gerð var grein fyrir málefnum er snúa að starfsmannamálum í tónlistarskóla bæjarins. Jafnframt greint frá stefnu sem bænum hefur borist og lögð var fram í Héraðsdómi Vesturlands 17. nóv. sl.

Bæjarstjórn - 191. fundur - 10.12.2015

Lagður fram tölvupóstur frá Kennararsambandi Íslands þar sem óskað er ítarlegra gagna varðandi Tónlistarskóla Grundarfjarðar.

Jafnframt gerð grein fyrir niðurstöðum skýrslu vegna kvörtunar um einelti, sem unnin var af sálfræðistofunni Líf og sál að beiðni Grundarfjarðarbæjar.

Niðurstöður skýrslunar eru afdráttarlausar á þann veg að ekki var um einelti að ræða af hálfu meintra gerenda í garð meintra þolenda.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að gera málsaðilum grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar og jafnframt frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt samhljóða.