Málsnúmer 2309032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 610. fundur - 28.09.2023

Lögð fram bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2024, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Jafnframt lagður fram samanburður á fasteignagjöldum og álagningu nágrannasveitarfélaga og samanburður á gjaldskrá vegna sorps í nokkrum sveitarfélögum.

Bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2024 kynnt, sem og samanburður. Farið yfir forsendur og breytingu milli ára.

Breyting á sorpmálum, undirbúningur útboðs og endurskoðun sorpsamþykktar eru í vinnslu. Gjaldtaka verður skoðuð samhliða.

Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 612. fundur - 18.10.2023

Lögð fram bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2024, ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.Vegna hækkunar sem varð á fasteignamati fyrir árið 2023 samþykkti bæjarstjórn í lok árs 2022 að lækka lóðarleigu A úr 2% í 1,5% og fráveitugjald A úr 0,2% í 0,19% fyrir árið 2023. Fasteignamat 2024 stendur nánast í stað eða lækkar milli ára, eftir flokkum.

Gjaldskrá vegna sorpgjalda er í vinnslu vegna nýrra laga um sorpflokkun og breytinga sem gerðar verða á næsta ári í samræmi við það, sbr. yfirstandandi vinnu við undirbúning á útboði sorpmála.

Farið yfir framlagt yfirlit og rætt um álagningarprósentur. Áfram í vinnslu hjá bæjarráði.


Bæjarráð - 613. fundur - 26.10.2023

Lögð fram lög um tekjustofna sveitarfélaga þar sem er að finna ákvæði um hámark A-, B- og C-flokks fasteignaskatta, sem og álagningarákvæði fasteignaskatta (gjaldskrá) bæjarins fyrir árið 2023.Einnig lagt fram yfirlit um áætlun fasteignagjalda 2024 og samanburður við önnur sveitarfélög.

Farið yfir forsendur og breytingu milli ára og gengið frá tillögu til bæjarstjórnar um hækkun lóðarleigu íbúðarhúsnæðis úr 1,5% í 2% og hækkun fráveitugjalds vegna íbúðarhúsnæðis úr 0,19% í 0,2%, sem er það álagningarhlutfall sem verið hefur í mörg ár. Á síðasta ári voru þessi hlutföll lækkuð vegna hækkunar á fasteignamati á yfirstandandi ári. Á næsta ári er gert ráð fyrir svipuðu fasteignamati eða lægra, eftir flokkum.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 276. fundur - 23.11.2023

Lögð fram yfirlit með áætlun fasteignagjalda 2024 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög, með tillögu bæjarráðs á álagningarprósentum fasteignagjalda 2024.Farið yfir tillögu bæjarráðs til bæjarstjórnar um hækkun á lóðarleigu íbúðarhúsnæðis (flokkur A) úr 1,5% í 2% og hækkun fráveitugjalds vegna íbúðarhúsnæðis úr 0,19% í 0,2%, en hvort tveggja var lækkað vegna ársins 2023 þegar fasteignamat hafði hækkað töluvert milli ára.

Bæjarráð gerir tillögu að hækkun 2024 þar sem fasteignamat nánast stendur í stað eða lækkar milli ára.

Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 277. fundur - 14.12.2023

Vísað til 7. liðar á dagskrá um gjaldskrá vegna sorpgjalda og fráveitugjalda (hreinsigjald).