483. fundur 19. apríl 2016 kl. 16:30 - 19:33 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Berghildur Pálmadóttir (BP) formaður
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS)
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri
Dagskrá


Gunnar Ragnarsson, bygginga- og skipulagsfulltrúi og Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss, sátu fundinn undir 2. tl. fundargerðarinnar.

1.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit um lausafjárstöðu.

2.Framkvæmdir 2016. Byggingafulltrúi og verkstjóri áhaldahúss mæta á fundinn.

Málsnúmer 1604018Vakta málsnúmer

Undir þessum lið voru mættir Gunnar Ragnarsson, bygginga-og skipulagsfulltrúi og Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss. Lagt var fram minnisblað bæjarstjóra varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu 2016. Farið var yfir helstu hugmyndir um framkvæmdir, tímasetningu og kostnaðarhugmyndir.
Jafnframt voru lögð fram gögn vegna hugmynda um malbiksframkvæmdir ársins 2016. Gunnar og Valgeir fóru yfir þessar hugmyndir og mögulegar útfærslur við framkvæmd malbikunar og gerðu grein fyir hugmyndum sínum um forgangsröðun malbikunarverkefna.
Lagt var til að kalla eftir endanlegum verðhugmyndum í malbikun á Borgarbraut, botnlöngum við Sæból og nýmalbikun við Fellasneið og verð á sérstöku malbiki fyrir atrennnubraut á íþróttavelli. Miðað verði við að unnt verði að ráðast í þessar framkvæmdir eigi síðar en í júní nk.
Ennfremur samþykkir bæjarráð að láta mynda fráveitulagnir í Sæbóli,sem nauðsynlegt er að hafa í lagi áður en ráðist verður í malbikunarframkvæmdir þar.
Málsmeðferð þessi var samþykkt samhljóða.

Sérstaklega var farið yfir hugmyndir bygginafulltrúa varðandi frágang yfirborðs við sundlaugina, skv. uppdráttum, sem hann lagði fram og kynnti.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að unnið verði eftir fyrirliggjandi hugmyndum byggingafulltrúa að frágangi umhverfis sundlaugina.

Að öðru leyti var samþykkt að vinna að öðrum framkvæmdum til samræmis við framlögð gögn og umræður á fundinum.

3.Jeratún ehf. Fundargerð stjórnarfundar, ársreikningur 2015 og hlutafjáraukning.

Málsnúmer 1604030Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 50. stjórnarfundar Jeratúns frá 16. mars sl., ásamt ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2015. Afkoma Jeratúns ehf. er jákvæð um tæpar 25 m.kr.árið 2015.
Ennfremur lagt fram bréf dags. 8. apríl sl., þar sem óskað er eftir hlutafjáraukningu sveitarfélaganna sem standa að Jeratúni, alls að fjárhæð 8.000.000 kr., þar af er hlutur Grundarfjarðarbæjar 28% eða 2.240.000 kr.
Bæjarráð samþykkir hlutafjáraukninguna fyrir sitt leyti og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.

4.Starfsmannamál

Málsnúmer 1604035Vakta málsnúmer

Farið yfir starfsmannamál, sumarstörf, störf í áhaldahúsi og við Grundarfjarðarhöfn.
Lagt til að auglýsa eftir starfsmanni í fullt stöðugildi, sem getur nýst til starfa bæði hjá Grundarfjarðarhöfn og áhaldahúsi.
Samþykkt samhljóða að auglýsa eftir slíkum starfskrafti.

5.Eldor, tilboð

Málsnúmer 1604034Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð frá Eldor um gerð slökkviáætlana fyrir 13 byggingar til samræmis við brunavarnaráætlun slökkviliðs Grundarfjarðar, sem samþykkt var á síðasta ári.
Tilboðið hljóðar upp á liðlega 1.140 þús.kr.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að gengið verði til samninga við fyirtækið á grundvelli fyirliggjandi tilboðs.

6.Kaffihús í Sögumiðstöð

Málsnúmer 1601016Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit unnið af bæjarstjóra er sýnir hugmyndir að fyrirkomulagi samnings milli Grundarfjarðarbæjar og rekstraraðila kaffihúss í Sögumiðstöðinni.
Jafnframt lögð fram drög að samningi milli bæjarins og fyrirtækisins Svansskála, varðandi rekstur kaffihússins. Gerð var grein fyrir fyrirliggjandi gögnum og viðræðum, sem átt hafa sér stað við nýja rekstraraðila, fulltrúa félagasamtaka og annarra sem málið varðar.

Bæjarráð mælir með að gengið verði frá samningi við nýjan rekstraraðila á grundvelli fyrirliggjandi gagna.
Samþykkt samhljóða.

7.RSK. Staðfesting á útsvarsprósentu

Málsnúmer 1604032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Jöfnunarsjóður sveitafélaga - Tilkynning um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2016

Málsnúmer 1604029Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - Umsóknir um framlag Jöfnunarsjóðs vegna tónlistarnáms

Málsnúmer 1604019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:33.