Auglýst hefur verið eftir rekstraraðila kaffihúss í Sögumiðstöðinni. Þrjár umsóknir bárust og fór nefndin yfir þær. Ákveðið var að taka viðtöl við tvo aðila og mætti annar þeirra til fundarins.
Hinn aðilinn var erlendis og því ákveðið að boða hann sérstaklega við fyrsta tækifæri.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að auglýst verði eftir rekstraraðilum kaffihúss í Sögumiðstöðinni á grundvelli fyrirliggjandi auglýsingar.