Málsnúmer 1601016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 480. fundur - 28.01.2016

Lögð fram drög að auglýsingu um rekstur kaffihúss í Sögumiðstöðinni.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að auglýst verði eftir rekstraraðilum kaffihúss í Sögumiðstöðinni á grundvelli fyrirliggjandi auglýsingar.

Bæjarráð - 481. fundur - 25.02.2016

Umsóknarfrestur um rekstur kaffihúss í Sögumiðstöðinni rann út 22. febrúar sl. Alls bárust þrjár umsóknir sem lagðar voru fram á fundinum. Umsóknir bárust frá eftirtöldum aðilum:

1) Heiðdís Lind Kristinsdóttir og Elín Hróðný Ottósdóttir
2) Olga Sædís Aðalsteinsdóttir og Elsa Fanney Grétarsdóttir
3) Josué Goncalves Martins

Bæjarráð vísar umsóknununum til nánari úrvinnslu og umsagnar í menningarnefnd.

Menningarnefnd - 8. fundur - 03.03.2016

Auglýst hefur verið eftir rekstraraðila kaffihúss í Sögumiðstöðinni. Þrjár umsóknir bárust og fór nefndin yfir þær. Ákveðið var að taka viðtöl við tvo aðila og mætti annar þeirra til fundarins.
Hinn aðilinn var erlendis og því ákveðið að boða hann sérstaklega við fyrsta tækifæri.
Umsækjendur mættu til fundar við menningarnefnd og farið yfir málin. Lagðar fyrir spurningar og spjallað. Reiknað með að taka viðtal við aðra sem allra fyrst og taka í kjölfarið ákvörðun um rekstraraðila.

Bæjarstjórn - 194. fundur - 10.03.2016

Undir 7. tölulið fundarins vék Eyþór Garðarsson af fundi og Rósa Guðmundsdóttir tók við fundarstjórn.
Á fundi sínum 25. feb. sl. vísaði bæjarráð umsóknum um rekstur kaffihúss í Sögumiðstöðinni til nánari úrvinnslu og umsagnar í menningarnefnd.
Lögð fram niðurstaða menningarnefndar, þar sem nefndin greinir frá því að hún boðaði til viðtals við sig tvo aðila sem sótt höfðu um reksturinn.
Að vandlega íhuguðu máli leggur menningarnefndin til að gengið verði til samninga við Olgu Sædísi Aðalsteinsdóttur og Elsu Fanneyju Grétarsdóttur um reksturinn.
Bæjarsjórn samþykkir samhljóða tillögu menningarnefndar.
Að afgreiðslu þessa fundarliðar mætti Eyþór Garðarsson aftur á fund og tók við stjórn hans.

Bæjarráð - 483. fundur - 19.04.2016

Lagt fram yfirlit unnið af bæjarstjóra er sýnir hugmyndir að fyrirkomulagi samnings milli Grundarfjarðarbæjar og rekstraraðila kaffihúss í Sögumiðstöðinni.
Jafnframt lögð fram drög að samningi milli bæjarins og fyrirtækisins Svansskála, varðandi rekstur kaffihússins. Gerð var grein fyrir fyrirliggjandi gögnum og viðræðum, sem átt hafa sér stað við nýja rekstraraðila, fulltrúa félagasamtaka og annarra sem málið varðar.

Bæjarráð mælir með að gengið verði frá samningi við nýjan rekstraraðila á grundvelli fyrirliggjandi gagna.
Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 196. fundur - 12.05.2016

EG vék af fundi og RG tók við stjórn fundarins.

Lagður fram samningur milli Svansskála og Grundarfjarðarbæjar, varðandi rekstur á kaffihúsi í Sögumiðstöðinni að Grundargötu 35.

Samningurinn samþykktur samhljóða.

EG tók aftur við stjórn fundarins.