250. fundur 10. júní 2021 kl. 16:30 - 19:16 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
 • Hinrik Konráðsson (HK)
 • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
 • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
 • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
 • Garðar Svansson (GS)
 • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
Starfsmenn
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

Forseti óskar eftir að mál nr. 21 á boðaðri dagskrá verði tekið fyrir sem afgreiðslumál, en ekki kynningarmál, vegna staðfestingar á nýjum samþykktum fyrir Heilbrigðiseftirlit Vesturlands. Málið færist því framar og verður nr. 15 á fundinum. Samþykkt samhljóða.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.

Hún sagði m.a. frá ráðningum byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa, sem er að ljúka. Um er að ræða tvær stöður, sem fjögur sveitarfélög á Snæfellsnesi standa að. Yfir tuttugu umsóknir bárust og voru níu umsækjendur teknir í viðtöl.

Hún fór yfir verkframkvæmdir sem hafnar eru og sem eru í undirbúningi, s.s. viðhald á grunnskólahúsnæði, en haldið verður áfram með múrviðgerðir og til stendur að skipta um glugga í hluta skólahúsnæðis.

Uppbygging er hafin í Þríhyrningi, en búið er að panta leiktæki og jarðvegsframkvæmdir eru í gangi.

Bæjarstjóri hefur átt samtöl við Vegagerðina um endurbætur á Grundargötu í tengslum við endurbætur gangstétta sem bærinn mun standa að. Cowi er að vinna grunnvinnu við greiningu á ofanvatnslausnum sem á að auðvelda margvíslega hönnun og framkvæmdir í framtíðinni.

Hún sagði frá því að trjáklippingar væru í höndum Þórðar á Lágafelli í ár, hann sér einnig um sumarblómin og fleira.

Dagskrá Þjóðhátíðardagsins er tilbúin og verður birt á vefnum á morgun.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Forseti ræddi um fjarfund með bæjarfulltrúum á Snæfellsnesi, sem haldinn var í gær. Þar kynnti HLH ráðgjöf útreikninga sem unnir voru fyrir stjórn FSS vegna nýs íbúðakjarna að Ólafsbraut, Ólafsvík, fyrir fatlað fólk.
Um er að ræða bæði rekstraráætlun fasteignar (fimm íbúða) og þjónustuhlutans, en þessu tvennu verður haldið aðskildu í reikningum FSS. Forseti leggur til að bæjarráð fái þessi gögn til frekari skoðunar og yfirferðar.
Bæjarfulltrúar minntu á að mikilvægt er að vanda vel til undirbúnings starfseminnar og þeirra rekstrarákvarðana sem taka þarf, þannig að ná megi að veita góða þjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Fylgjast þurfi vel með þróun mála fyrstu misserin og vera á varðbergi hvað varðar útgjöld og kostnað.

Forseti vakti athygli á bókun bæjarstjórnar Snæfellsbæjar frá því í síðustu viku þar sem bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir að óska eftir sameiningarviðræðum við Eyja- og Miklaholtshrepp.

Allir tóku til máls.

3.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri sagði frá fundi sínum og forstjóra Veitna ohf. í gær, með ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vegna rýni á stöðu orkumála í Grundarfirði.

Fundurinn er haldinn í framhaldi af umræðum á fundi Veitna og bæjarstjórnar þann 11. maí sl.

Allir tóku til máls.

4.Bæjarráð - 568

Málsnúmer 2105002FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 568. fundar bæjarráðs.
 • Bæjarráð - 568 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
 • 4.2 2101005 Greitt útsvar 2021
  Bæjarráð - 568 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-maí 2021. Skv. yfirlitinu hefur útsvar hækkað um 4,9% miðað við sama tímabil í fyrra.

  Jafnframt rætt um breytingar á íbúafjölda bæjarins. Frá áramótum eru brottfluttir 37 talsins, en nýir íbúar eru 32 talsins, þar með fædd börn.

 • 4.3 2106001 Launaáætlun 2021
  Bæjarráð - 568 Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á launaáætlun og útgreiddum launum Grundarfjarðarbæjar janúar til maí 2021. Samkvæmt yfirlitinu eru raunlaun 5,9 millj. kr. undir áætlun.

  Bæjarstjóra er heimilt að ráða tímabundið í starf við verklegar framkvæmdir, umsjón og eftirlit með hliðsjón af stöðu ráðningarmála skipulags- og byggingafulltrúaembættisins, enda rúmast það innan launaáætlunar embættisins.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 568 Lagt fram ársfjórðungsuppgjör janúar-mars 2021, ásamt rekstraryfirliti janúar-apríl 2021 og yfirliti yfir áætlun á rekstri málaflokka árið 2021.

  Jafnframt kynnt samantekt bæjarstjóra á breytingum fasteignamats hjá Grundarfjarðarbæ og 20 öðrum sveitarfélögum árin 2015 og 2017-2022, með útreiknaðri meðaltalsbreytingu hvers sveitarfélags á tímabilinu. Samkvæmt samanburði hefur fasteignamat hækkað minnst í Grundarfirði af þessum sveitarfélögum.

  Bæjarráð felur skrifstofustjóra að afla frekari upplýsinga hjá Þjóðskrá, um forsendur breytinga matsins og nánari útlistun á atriðum eins og fjölda kaupsamninga sem að baki búa ár hvert, skiptingu milli íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis, hlutföll gerðra kaupsamninga og samninga þar sem höfð eru eignaskipti og áhrif nýskráninga fasteigna. Upplýsingarnar verði lagðar fyrir fund bæjarráðs.

  Samþykkt samhljóða.

  Bókun fundar Rætt um niðurstöður fasteignamats og þróun þess.
 • Bæjarráð - 568 Farið yfir rekstrarúttekt HLH ehf. sem bæjarráð hefur unnið með síðustu mánuði.

  Bæjarráð óskar eftir því að forstöðumenn stofnana bæjarins komi með tillögur til hagræðingar í rekstri sínum í ljósi núverandi fjárhagsstöðu og fjárhagsáætlunar ársins sem sett var fram með 40 millj. kr. halla.

  Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að leggja fram tillögurnar á fundi bæjarráðs í júlí.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 568 Lögð fram greiningargögn Motus um innheimtuárangur. Skv. gögnunum eru 98% krafna greiddar áður en til milliinnheimtu kemur, sem er mjög góður árangur. Jafnframt lögð fram drög að nýjum samningi við Motus.
 • Bæjarráð - 568 Anna Rafnsdóttir, leikskólastjóri, sat fundinn undir liðum 7 og 8 gegnum fjarfundabúnað.

  Lögð fram beiðni starfsmanns leikskólans um 50% launað námsleyfi næsta vetur. Jafnframt lagðar fram reglur um námsstyrki til starfsfólks Leikskólans Sólvalla og leikskóladeildarinnar Eldhamra, sem bæjarstjórn samþykkti árið 2020.

  Ennfremur lagður fram útreikningur á áætluðum kostnaði við námsstyrki starfsfólks í námi á Leikskólanum Sólvöllum veturinn 2021-2022.

  Bæjarráð þakkar fyrir erindið og tekur jákvætt í að skoða það með skírskotun til þess svigrúms sem gildandi reglur um námsstyrki veita.

  Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið, ásamt leikskólastjóra, að afla upplýsinga um atriði sem fram komu í umræðunni og nauðsynlegt er að liggi fyrir við afgreiðslu erindisins.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 568 Leikskólastjóri ræddi mögulega þörf fyrir aukið stöðugildi í tengslum við erindi skv. lið nr. 7. Þar sem málið er til frekari skoðunar vísast til umræðu og niðurstöðu þess liðar.

  Leikskólastjóra var þökkuð koman á fundinn.
 • 4.9 2104022 Framkvæmdir 2021
  Bæjarráð - 568 Farið yfir stöðu framkvæmda, m.a. um gangstéttarframkvæmdir, kostnaðaráætlun ýmissa framkvæmda og verkefna og bæjargirðingu austan þéttbýlis. Lagt til að þakviðgerðum á samkomuhúsi verði frestað. Einnig rætt um bæjarhátið sem haldin verður í lok júlí.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 568 Unnur fór yfir ýmis atriði sem snúa að skoðun á kostnaðarliðum vegna sorpsamnings. Bæjarráð ræddi ýmis atriði samningsins, úrvinnslu og eftirfylgni þeirra.

  Vísað til áframhaldandi vinnu í bæjarráði.
 • Bæjarráð - 568 Lagt fram erindi Hesteigendafélags Grundarfjarðar frá október 2019 um starfsemi í hesthúsahverfinu og umhverfisumbætur. Erindið var tvískipt og hefur áður komið til afgreiðslu.

  Annars vegar var ósk um nýjan beitarsamning í Hellnafelli, sem búið er að afgreiða. Gengið var frá nýjum beitarsamningi á síðasta ári. Hins vegar var ósk um samning um leyfða starfsemi í hesthúsahverfinu, sem hér er til umfjöllunar með hliðsjón af frekara samtali um umhverfismál í hverfinu.

  Bæjarstjóri sagði frá umhverfisrölti skipulags- og umhverfisnefndar um dreifbýlið, en gengið var um hesthúsahverfið 26. maí sl.

  Farið var um hverfið og rætt við formann Hesteigendafélagsins. Möguleikar á samstarfi um umhverfisumbætur voru ræddir. Þeir snúast einkum um þrennt:

  a) Almennur frágangur og ásýnd hverfis
  b) Frágangur á haugstæðum eða hauggámum - fyrirkomulag til framtíðar og möguleg nýting/frágangur á taði
  c) Nánari skilmálar fyrir hverfið, m.a. um starfsemi og umhverfisfrágang

  Eftirfarandi rætt og samþykkt:

  a) Bæjarstjóra falið að ræða áfram við fulltrúa Hesteigendafélagsins um mögulegan samstarfssamning, sem fæli í sér átak í hreinsun og bættri ásýnd svæðisins.

  b) Í deiliskipulagi kemur eftirfarandi fram:
  “Ef illa er staðið að hreinsun [haugstæði, tað] er hætta á lyktarmengun. Því er lagt til að við ný hús verði gengið frá lokuðum hauggámum eða haugstæði með dreni og smám saman verði gengið frá haugaðstöðu á sambærilegan hátt við eldri hús."

  Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa og skipulags- ogumhverfisnefnd að skoða þennan þátt, sem lið í samtali við Hesteigendafélagið og sem hluta af umræðu um skilmála deiliskipulags og fyrirkomulag til framtíðar. Einnig með það í huga, að hrossatað má nýta sem áburð.

  c) Í deiliskipulagi hesthúsahverfis segir ennfremur:
  "Vegna nálægðar við þéttbýli er gert ráð fyrir að Grundarfjarðarbær setji strangari reglur um umgengni en gert er ráð fyrir í reglugerðum.?

  Lagt til að þessu atriði verði einnig vísað til skoðunar í skipulags- og umhverfisnefnd, og til samtals við Hesteigendafélagið.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 568 Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra varðandi listaverk Sólrúnar Halldórsdóttur, sem hún afsalar til Grundarfjarðarbæjar. Verkið byggir á 112 íslenskum orðum um vind og veður. Verkið var upphaflega sett upp sumarið 2019, í tengslum við listsýningu á Snæfellsensi sem bar heitið Nr. 3 - Umhverfing.

  Nú hafa verið byggðar varanlegar undirstöður undir verkið, sem stendur á eignarlóð Grundarfjarðarbæjar, sem tilheyrir íbúðum eldri borgara.

  Vígsla verksins fer fram 4. júní 2021, kl. 15:30, og mun frú Eliza Reid afhjúpa verkið.

  Bæjarráð þakkar höfðinglega gjöf til bæjarins.
 • Bæjarráð - 568 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga, ásamt tveimur minnisblöðum varðandi launaþróun sveitarfélaga.

 • Bæjarráð - 568 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um fjölda á atvinnuleysisskrá, sem hefur fækkað verulega undanfarna mánuði.

  Samkvæmt svari Vinnumálastofnunar sem barst í dag við fyrirspurn bæjarins, eru nú 6 manns á atvinnuleysisskrá, jöfn kynjahlutföll.
 • Bæjarráð - 568 Lögð fram til kynningar skýrsla sem verkefnastjórn heilbrigðisráðherra hefur skilað um rekstrarafkomu hjúkrunarheimila, apríl 2021. Einnig tilkynning um málþing sem haldið var 27. maí sl. um niðurstöðurnar.

  Aflað var gagna um rekstur hjúkrunarheimila sem rekin eru fyrir daggjöld árin 2017-2019 og fyrri hluta árs 2020. Um er að ræða 19 heimili sem sveitarfélög reka og 21 sem rekið er í félagaformi.

  Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi, en langflest hjúkrunarheimili voru rekin með halla árið 2019 þegar tekið er tillit til greiðslna frá sveitarfélögum eða 87% þeirra, en 72% þegar horft er framhjá framlagi sveitarfélaga.

  Bæjarráð vísar skýrslunni jafnframt til kynningar fyrir bæjarstjórn á næsta fundi.

  Samþykkt samhljóða.

 • Bæjarráð - 568 Lagt fram til kynningar bréf félagsmálaráðuneytisins, dags. 12. maí sl., um aukinn stuðning við fullorðið fatlað fólk sumarið 2021 vegna Covid-19.
 • Bæjarráð - 568 Lagður fram til kynningar ársreikningur Ungmennafélags Grundarfjarðar fyrir árið 2020.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd - 228

Málsnúmer 2105005FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 228. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Lóðarhafi að Ártúni 2 óskar eftir byggingarleyfi vegna fyrirhugaðra útlitsbreytinga á húsinu sem nánar eru skilgreindar á teikningu.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 228 Í greinargerð fyrir samþykkt deiliskipulag iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár er meðal annars kveðið á um samræmt útlit bygginga, sbr. gr. 3.7 um húsagerð og litaval. Hafa skal það til hliðsjónar við val á utanhússklæðningu.

  Þar sem um er að ræða umtalsverðar útlitsbreytingar á gluggum og innkeyrsluhurðum er rétt að vísa málinu í grenndarkynningu.

  Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaðar breytingar til nærliggjandi lóðarhafa eða þeirra sem gætu átt hagsmuna að gæta sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða eigendur að Ártúni 1, Ártúni 3 og Ártúni 4.

  Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði auk þess fram nýtt lóðarblað að umræddri lóð.

  Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningu er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi sbr. 2.4.4 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 með síðari breytingum.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Lögð fram til afgreiðslu lokaútgáfa deiliskipulagsbreytingar vegna Ölkeldudals. Skipulags- og umhverfisnefnd - 228 Unnin hefur verið tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals, dags. 13.3.2003 m.s.br.

  Í breytingunni felst að skipuleggja 3-4 nýjar lóðir við Ölkelduveg og 2 nýjar lóðir við Fellasneið. Mörk deiliskipulagsins stækka til vesturs um rúma 3200 m2. Breytingin er í samræmi við aðalskipulag.

  Samhliða breytingunni er uppdráttur uppfærður m.t.t. uppbyggingar á svæðinu seinustu ár.

  Breytingin verður auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er lögð áhersla á að byggja í eyður í byggðinni til að nýta grunnkerfi sem best og skapa heildstæðari byggð með sem stystum vegalengdum í fyrirliggandi þjónustu, með hagsmuni íbúa og bæjarsjóðs í huga.

  Í aðalskipulaginu er gert ráð fyrir nýjum lóðum fyrir íbúðarhúsnæði á reit ÍB-5 meðfram Ölkelduvegi í átt að Fellasneið.
  Reitur ÍB-5 er innan marka deiliskipulags Ölkeldudals.
  Við Fellasneið 5 og 7 hafa um langt skeið verið tvær lóðir fyrir sérbýli lausar til úthlutunar.
  Á lóð við Fellasneið 3 er nú ekki gert ráð fyrir uppbyggingu. Lóðirnar eru innan landnotkunarreits ÍB-3 og eru ódeiliskipulagðar. Þar sem talsverður áhugi er á uppbyggingu innan bæjarins og þörf er á fjölbreyttum íbúðum er lóðunum tveimur bætt við deiliskipulag Ölkeldudals og nánari skilmálar settir um þær.

  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlögð drög að tillögu um breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa umrædda breytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Bókun fundar Allir tóku til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar, en óskar eftir því að skipulags- og umhverfisnefnd taki til skoðunar hugmynd sem upp hefur komið um að auka við lóðir inní umræddum deiliskipulagsreit.

  Á meðan það er skoðað verði auglýsingu deiliskipulagstillögu frestað.

  Samþykkt samhljóða.
 • Lögð fram beiðni vegna stækkunar á lóð að Ártúni 5 um 3 metra til suðurs, til að aðkoma verði að baklóð hússins. Eigandi lagði fram reyndarteikningar af húsnæðinu.


  Skipulags- og umhverfisnefnd - 228 Runólfur vék af fundi undir þessum lið

  Við samanburð á framlögðu lóðarblaði kemur fram að stærð lóðarinnar er í samræmi við þegar samþykkt deiliskipulag (breytingu) frá 2008.

  Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að samþykkja umrædda breytingu. Einnig felur hún skipulags- og byggingarfulltrúa að samþykkja reyndarteikningu af eldri helmingi hússins og nýrri grunnmynd að þegar byggðri viðbyggingu.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Lóðarhafi að Borgarbraut 9 leggur fram nýja reyndarteikningu vegna bílskúrs.
  Sótt er um breytta notkun þar sem bílskúrinn sem upphaflega var sótt um er nú nýttur sem geymsla og þvottahús fyrir gistiheimili.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 228 Á reyndarteikningum kemur fram að bílskúr/geymslu hefur verið breytt í geymslu/þvottahús. Fram hefur komið að rýmið hafi verið nýtt sem þvottahús til að þjónusta gistiheimili í eigu umsækjanda.

  Í þessu ljósi telur nefndin skylt að grenndarkynna starfsemina og breytt not húss fyrir íbúum nærliggjandi húsa, þ.e. að Borgarbraut 7, Borgarbraut 10, Hlíðarvegi 8, Hlíðarvegi 10, Hlíðarvegi 15 og Hlíðarvegi 17.

  Byggingar- og skipulagsfulltrúa er falið að ganga úr skugga um að breytingin sé í samræmi við kröfur sem settar eru um hljóð, lykt, umferð o.fl. í þegar byggðum íbúðarhverfum.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Í apríl sl. fóru byggingarfulltrúi ásamt formanni og varaformanni skipulags- og umhverfisnefndar, verkstjóra áhaldahúss og hafnarstjóra í skoðunarferð um iðnaðar- og athafnasvæðið við Kverná með það fyrir augum að finna hentugan stað fyrir geymslusvæði/bílastæði fyrir stærri bíla og vinnutæki.

  Tillaga þar að lútandi er lögð fyrir nefndina. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðin að Ártúni 4 (neðan gámastöðvar) verði tekin undir þessi not, auk þess sem tómar bátakerrur megi geyma þar. Fyrirkomulagið verði til reynslu út júní 2022, til að byrja með. Framhaldið verði metið í ljósi þeirrar reynslu sem þá hefur fengist.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 228 Tillagan hefur skírskotun í 4. mgr. 18. gr. lögreglusamþykktar fyrir Grundarfjarðarbæ, þar sem kveðið er á um að þar til greindum stærri ökutækjum og vinnuvélum megi ekki leggja á götum eða almenningsbifreiðastæðum í þéttbýli.

  Svæðið er ætlað sem bílastæði fyrir lagningu stærri ökutækja, þungavinnuvéla og tækja, á númerum, sem og fyrir bátakerrur meðan þær standa tómar.

  Nefndin leggur áherslu á að ekki safnist rusl eða lausamunir á svæðið og að því verði haldið snyrtilegu. Ennfremur leggur nefndin áherslu á að þegar sett verður upp eftirlitskerfi á geymslusvæði bæjarins við Hjallatún, verði samtímis sett upp myndavélavöktun á Ártún 4.

  Tillagan samþykkt og verður reynslan metin, a.m.k. að loknu umræddu tímabili.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Farið verður í þakskiptingu á Nesvegi 1, þar sem einföldun verður á þaki fyrir saltgeymslu. Telst umrædd framkvæmd til tilkynningaskyldrar framkvæmdar, sbr. 2.3.4. gr byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

  Staðfesting hefur verið gefin út af byggingarfulltrúa.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 228
 • Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra þar sem kynnt er að listaverk er nú sett upp á lóðinni að Hrannarstíg 18.

  Sólrún Halldórsdóttir hefur afsalað Grundarfjarðarbæ listaverki sínu, í varanlegu formi. Verkið byggir á 112 íslenskum orðum um vind og veður og verður það afhjúpað föstudaginn 4. júní nk.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 228
 • Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, f.h. bæjarins, tilkynnir efnistöku á 49.500 m3 efnis af 24.900 m2 svæði, úr Hrafná í landi Hrafnkelsstaða í Grundarfjarðarbæ, í samræmi við 2. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum. nr. 106/2000, til ákvörðunar um matsskyldu framkvæmdarinnar. Fyrirhuguð efnistaka fellur undir framkvæmdir í flokki C, sbr. 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

  Jafnframt er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni á grunni stefnu Aðalskipulags Grundarfjarðar 2019-2039, sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Framkvæmdaraðili er Grundarfjarðarbær, sem jafnframt er eigandi þess lands sem um ræðir, þ.e. jarðarinnar Hrafnkelsstaða.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 228 Ákvörðun um matsskyldu vegna efnistöku í Hrafná:

  Fyrirhugaðri framkvæmd, svo og umhverfisáhrifum og mati á þeim, er lýst í fylgigagni; Áætlun um efnistöku: Efnistaka í Hrafná í landi Hrafnkelsstaða. Í 5. kafla áætlunarinnar liggur fyrir mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar, sem unnið er á grunni gátlista Skipulagsstofnunar, sbr. viðmið í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Niðurstöður eru þær að fyrirhuguð framkvæmd hafi ekki umtalsverð umhverfisáhrif og sé því ekki matsskyld.

  Skipulags- og umhverfisnefnd hefur kynnt sér fyrirliggjandi gögn. Niðurstaða nefndarinnar er sú að áætlunin uppfylli kröfur sem gerðar eru til gagna sem leggja þarf fram til ákvörðunar um matsskyldu sbr. lögin um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð nr. 660/2015. Framkvæmdin er einnig í samræmi við Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039.

  Það er niðurstaða skipulags- og umhverfisnefndar að framkvæmdin eins og henni er lýst í fyrirliggjandi gögnum, sbr. einnig hvernig hún fellur að skipulagi og á grundvelli leiðbeininga Skipulagsstofnunar um forsendur til ákvörðunar um matsskyldu, að hún hafi ekki umtalsverð áhrif á umhverfið. Það er því ákvörðun tekin í samræmi við 4. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

  Ákvörðunin verður kynnt almenningi í samræmi við lokamálslið 3. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum.

  ---

  Ákvörðun um framkvæmdaleyfi:

  Vísað er til þess sem að framan er lagt til, á grunni tilkynningar og ákvörðunar nefndarinnar um matsskyldu framkvæmdar.

  Skipulags- og umhverfisnefnd hefur kynnt sér fylgigögn sem vísað er til í umsókn um framkvæmdaleyfi. Það er mat skipulags- og umhverfisnefndar að framlögð gögn lýsi framkvæmdinni á fullnægjandi hátt, að framkvæmdin sé í samræmi við ákvörðun um matsskyldu og gildandi skipulagsáætlun, sbr. 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Samræmi er á milli þeirrar framkvæmdar sem lýst er í tilkynningu framkvæmdar til leyfisveitanda og umsóknar um framkvæmdaleyfi, sbr. fyrirlagða “Áætlun um efnistöku í Hrafná".

  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í Hrafná í samræmi við fyrrnefnda umsókn, með tilvísan í 13. gr. skipulagslaga.

  Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna framangreind gögn og ákvörðun um fyrirhugað framkvæmdaleyfi fyrir forsvarsaðilum aðliggjandi jarða, sbr. ákvæði í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, þar sem um er að ræða framkvæmdaleyfi á svæðum sem ekki eru sérstaklega auðkennd sem efnistökusvæði í aðalskipulaginu, heldur efnistöku í árfarvegi. Fyrirliggjandi umsókn verður jafnframt kynnt fyrir lax- og silungsveiðisviði Fiskistofu og Umhverfisstofnun.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Landeigendur á Eiði í Grundarfjarðarbæ, sem framkvæmdaraðilar og eigendur þess lands sem um ræðir, tilkynna fyrirhugaða 25.000 m3 efnistöku af 17.000 m2 svæði, úr Gloppugili, í landi Eiðis í Grundarfjarðarbæ, sbr. 2. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum. nr. 106/2000, til ákvörðunar bæjarstjórnar um matsskyldu framkvæmdarinnar.
  Fyrirhuguð efnistaka fellur undir framkvæmdir í flokki C sbr. 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

  Jafnframt sækja landeigendur um framkvæmdaleyfi til 10 ára, á grunni stefnu Aðalskipulags Grundarfjarðar 2019-2039, sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 228 Bjarni Sigurbjörnsson vék af fundi undir þessum lið.
  Vignir Maríasson varaformaður tók við stjórn fundarins.

  Ákvörðun um matsskyldu vegna efnistöku í Gloppugili:

  Fyrirhugaðri framkvæmd, svo og umhverfisáhrifum og mati á þeim, er lýst í fylgigagni; Áætlun um efnistöku: Efnistaka í Gloppugili í landi Eiðis. Í 5. kafla áætlunarinnar liggur fyrir mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar, sem unnið er á grunni gátlista Skipulagsstofnunar, sbr. viðmið í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Niðurstöður framkvæmdaraðila eru þær að fyrirhuguð framkvæmd hafi ekki umtalsverð umhverfisáhrif og sé því ekki matsskyld.

  Skipulags- og umhverfisnefnd hefur kynnt sér fyrirliggjandi gögn. Niðurstaða nefndarinnar er sú að áætlunin uppfylli kröfur sem gerðar eru til gagna sem leggja þarf fram til ákvörðunar um matsskyldu sbr. lögin um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð nr. 660/2015. Framkvæmdin er einnig í samræmi við Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039, að hluta úr námu sem merkt er E-11 í aðalskipulagi og að hluta til efnistöku úr árfarvegi utan E-11, skv. ákvæðum aðalskipulagsins.

  Það er niðurstaða skipulags- og umhverfisnefndar að framkvæmdin eins og henni er lýst í fyrirliggjandi gögnum, sbr. einnig hvernig hún fellur að skipulagi og á grundvelli leiðbeininga Skipulagsstofnunar um forsendur til ákvörðunar um matsskyldu, hafi ekki umtalsverð áhrif á umhverfið. Það er því ákvörðun nefndarinnar, tekin í samræmi við 4. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, til endanlegrar staðfestingar í bæjarstjórn, að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
  Ákvörðunin verður kynnt almenningi í samræmi við lokamálslið 3. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum.

  ---

  Ákvörðun um framkvæmdaleyfi:

  Vísað er til þess sem að framan er lagt til, á grunni tilkynningar og ákvörðunar nefndarinnar um matsskyldu framkvæmdar.
  Í framlagðri efnistökuáætlun kemur fram, að ef haldið verði áfram að taka efni einungis innan marka efnistökusvæðis sem merkt er E-11 í aðalskipulagi, muni verða til djúp hola sem falla muni illa að landslaginu. Því sé talið heppilegra - og lagt til - að hnika efnistökusvæðinu, eins og efnistökuáætlun tilgreinir, og taka efni að hluta til úr árfarvegi utan E-11.

  Skipulags- og umhverfisnefnd hefur kynnt sér fylgigögn sem vísað er til í umsókn um framkvæmdaleyfi. Það er mat skipulags- og umhverfisnefndar að framlögð gögn lýsi framkvæmdinni á fullnægjandi hátt, að framkvæmdin sé í samræmi við ákvörðun um matsskyldu og gildandi skipulagsáætlun, sbr. 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Samræmi er á milli þeirrar framkvæmdar sem lýst er í tilkynningu framkvæmdar til leyfisveitanda og umsóknar um framkvæmdaleyfi, sbr. fyrirlagða “Áætlun um efnistöku í Gloppugili".

  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í Gloppugili í samræmi við fyrrnefnda umsókn, með tilvísan í 13. gr. skipulagslaga.

  Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna framangreind gögn og ákvörðun um fyrirhugað framkvæmdaleyfi fyrir forsvarsaðilum aðliggjandi jarða, sbr. ákvæði í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, þar sem að hluta til er um að ræða framkvæmdaleyfi á svæði sem ekki er sérstaklega auðkennt sem efnistökusvæði í aðalskipulaginu, heldur felst í efnistöku í árfarvegi. Að öðru leyti er efnistaka innan efnistökusvæðis merkt E-11 í aðalskipulagi, eins og nánar er lýst í gögnum umsækjenda.

  Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna málið fyrir Umhverfisstofnun, sem og lax- og silungsveiðisviði Fiskistofu, þó að ekki sé talin fiskgegnd í árfarvegi þessum.
  Bókun fundar Bjarni Sigurbjörnsson vék af fundi undir þessum lið.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

6.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 101

Málsnúmer 2106001FVakta málsnúmer

Bjarni tók aftur sæti sitt á fundinum.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 101. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar.

Góð umræða var um efni fundarins og verður því gerð nánari skil á vef bæjarins á næstunni.

Allir tóku til máls.
 • 6.1 1810006 Samskipti og kynning íþróttafélaga hjá íþr. og æskulýðsnefnd
  Boðað hafði verið til sameiginlegs umræðufundar með fulltrúum allra íþrótta- og æskulýðsfélaga í bænum.

  Skátafélagið Örninn gat ekki sent fulltrúa, en Aðalsteinn Þorvaldsson hafði fyrir fundinn sent nefndinni góða punkta um starfsemina.

  Hesteigendafélag Grundarfjarðar hafði sömuleiðis tilkynnt að það gæti ekki sent fulltrúa á fundinn, en nefndin mun hitta fulltrúa félagsins síðar.


  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 101 Fyrir fundinn var lagt upp með eftirfarandi útgangspunkta:

  - Hvað er efst á baugi hjá hverju félagi; helstu verkefni, breytingar og nýjungar.
  - Barnastarfið
  - Hvað brennur helst á og hverjar eru helstu áskoranir í félagsstarfinu og starfsemi félagsins.
  - Tækifæri til frekara samstarfs eða nýjunga, félögunum og íbúum (einkum börnum) til hagsbóta.


  Fulltrúar hvers félags kynntu starfsemina.

  UMFG
  Vefur félagsins er: https://umfg.weebly.com/

  Sirrý og Gunnar kynntu starfið, en starf UMFG er fyrst og fremst barna- og unglingastarf. Meistaraflokkar í körfu og blaki eru reknir sem sér deildir undir UMFG.

  Í vor og sumar verða í boði rafíþróttir - örnámskeið, fótbolti, sund og frjálsar.

  Klifurdeild var stofnuð innan UMFG og er Klifurhúsið í samstarfi með það. Nú er verið að vinna að því að klifur sé undir ÍSÍ og þegar fram líða stundir gætu Grundfirðingar átt keppendur í klifri, sem keppnisgrein á mótum.

  Rafíþróttir eru nýjar í starfsemi UMFG, fyrsta rafíþróttadeildin á Vesturlandi. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúninginn, en rafíþróttir eru reknar sem sérstök deild, með sér stjórnunarteymi. Rafíþróttir fengu aðstöðu að Borgarbraut 18, í samstarfi við Grundarfjarðarbæ. Ljósleiðaratenging var nauðsynleg vegna starfseminnar. Félagið fékk Arnar Hólm til ráðgjafar, en hann er fræðslufulltrúi Rafíþróttasambands Íslands.

  Í vor var boðið uppá örnámskeið í rafíþróttum fyrir krakka. Þjálfari er Loftur Árni Björgvinsson, framhaldsskólakennari. Hann hefur sótt námskeið í rafíþróttum. Hugsunin er að rafíþróttir geti verið fyrir 3. bekk og uppí 10. bekk. Fast utanumhald er um rafíþróttirnar, gert ráð fyrir hreyfingu inní rafíþróttatímum, og reynt að virkja foreldra með í starfinu.

  Gert er ráð fyrir samstarfi við Fjölbrautaskóla Snæfellinga, sem býður uppá rafíþróttaáfanga í skólanum.

  Á héraðsþingi HSH í vor komu fulltrúar annarra félaga að skoða aðstöðu UMFG. Í haust mun upplýsingafulltrúi Rafíþróttasambandsins koma og halda kynningarfund, fyrir foreldra og aðra.

  Sirrý og Gunnar buðu nefndarfólki sérstaklega í heimsókn að Borgarbraut 16, til að fá kynningu á rafíþróttastarfsemi og aðstöðu. Þau sögðu að aðstaðan byði uppá ýmsa möguleika. Einn þeirra væri t.d. að hafa tölvunámskeið fyrir eldri borgara.

  Félagið ákvað í fyrra að hafa árlega uppskeruhátíð sína á 17. júní. Þann dag eru einnig Grundar- og Kvernárhlaup fyrir alla aldurshópa í umsjón UMFG, sem og sundmót fyrir börn og unglinga.

  Ætlunin er að fjölga örmótum í frjálsum. Ætlunin er að halda mót til að vígja nýja atrennubraut fyrir spjótkast. Vilji er einnig til þess að endurvekja Steinþórsmót á íþróttavellinum.


  ----

  Skotfélag Snæfellsness

  Félagið er sjálfstætt íþróttafélag sem starfar undir merkjum HSH og ÍSÍ. Félagið hefur aðstöðu á Hrafnkelsstaðabotni í Kolgrafafirði, en landið er í eigu Grundarfjarðarbæjar.
  Vefur félagsins er www.skotgrund.is

  Jón Pétur rakti starfsemi félagsins og vitnaði m.a. í félagsfund sem haldinn var skömmu eftir hrunið, en þá voru 19 manns í félaginu. Í dag eru félagsmenn tæplega 200 talsins, af þeim eru um 100 úr Grundarfirði svo yfir 10% íbúa eru í félaginu - sem hlýtur að teljast gott. Yfir 50 félagsmenn eru úr nágrannasveitarfélögunum og aðrir eru vítt og breitt um landið. Stórir draumar voru þá um uppbyggingu starfseminnar og þrátt fyrir að margir hafi talið óraunhæft að framkvæma þá, hafi félagsmenn í vaxandi félagi byggt upp frábæra aðstöðu. Að baki liggi mikil vinna og óeigingjarnt starf félagsmanna.

  Á félagssvæðinu er að finna riffilbraut, leirdúfuskotvöll og nýtt skothús félagsins. Búið er að fjármagna nýjar leirdúfukastvélar sem teknar voru í notkun í maí 2020.

  Félagið er þegar farið að uppskera, því í félaginu er fjöldi fólks sem ekki hefur fundið sig í öðrum íþróttum en blómstrar í skotfiminni. Félagið á keppendur sem sækja ýmis mót, ekki síst konur.

  Það sem helst stendur félagsstarfinu fyrir þrifum er að ekkert rafmagn er á svæðinu. Búið er að skoða ýmsa kosti og reyna að fá lausn mála. Kostnaður við að leggja rafmagnsstreng inn að svæðinu er langt á annan tug milljóna króna sem er langt umfram getu félagsins. Ekki er hægt að kynda húsnæði og halda hita á búnaði, raki veldur því að búnaður skemmist. Ljósavél er á svæðinu, en ekki allir treysta sér til að ræsa og stjórna henni. Frekari framkvæmdir og uppbygging eru í raun í bið vegna rafmagnsmálanna.

  Jón Pétur sagði að skotfimi væri íþrótt sem yrði fyrir talsverðum fordómum. Orðspor íþróttarinnar væri hinsvegar að lagast, þar sem Íslendingar ættu nú orðið keppendur á alþjóðavísu og einstök félög væru með öflugt félagsstarf.

  Félagið hefur áhuga á að vera með reglubundnar innanhússæfingar í skotfimi, þannig að hægt sé að stunda íþróttina yfir vetrartímann. Leitað hefur verið að hentugu húsnæði og m.a. er til skoðunar hvort þetta gæti verið í samkomuhúsinu.

  ----
  Golfklúbburinn Vestarr

  Félagið var stofnað 1995. Vefur þess er https://www.gvggolf.is/

  Garðar ræddi um að nauðsynlegt væri að setja langtímastefnu um uppbyggingu íþróttamannvirkja og verkefna sem vinna mætti að á lengri tíma.

  Hann ræddi um samning Vestarrs og Grundarfjarðarbæjar um slátt á grænum svæðum í bænum, sem hefði komið sér mjög vel fyrir félagið. Þannig hefði félagið getað fjármagnað kaup og endurnýjun á tækjum, sem nauðsynleg eru til að slá og viðhalda golfvallarsvæðinu. Æskilegt væri að bærinn myndi gera langtímasamninga um styrki, þannig að íþróttafélögin gætu nýtt þá samninga sem grunn í lántöku, sem dæmi, ef ráðast þyrfti í fjárfestingu við uppbyggingu aðstöðu.

  Garðar sagði að félagið stæði nú frammi fyrir því að kaupa vökvunarbúnað fyrir völlinn. Endurnýja og stækka þyrfti félagshús. Hann taldi að það gæti verið góður kostur að bærinn myndi kaupa félagshús Vestarrs og gæfi síðan Skotfélaginu það hús. Skotfélagið vantaði félagshús og Vestarr vantaði stærra félagshús.

  Hann ræddi um barna- og unglingastarf. Í fyrra voru haldin vinsæl námskeið, en í ár hefur ekki fengist neinn golfkennari fyrir slík námskeið. Ekki tókst heldur að ráða fólk í slátt og umhirðu, en Vestarr, með aðstoð Grundarfjarðarbæjar, leitaðist í vor við að ráða starfsmann gegnum Vinnumálastofnun, eins og gert var sumarið 2020.

  Garðar þurfti að yfirgefa fundinn hér og var honum þakkað fyrir komuna.

  ---

  Að loknum kynningum fór fram umræða um ýmis mál.

  Rætt var um stefnumótun bæjarins um helstu málaflokka, sem m.a. tekur á íþróttamálum.

  Rætt var um hugmynd sem áður hafði komið fram um létt fjölnotahús við íþróttavöllinn, sem myndi koma mörgum félögum til góða. Húsið myndi rúma geymslur og félagsaðstöðu.

  Rætt var um langtíma samningsgerð á grunni styrkveitinga, um samstarf íþróttafélaga, um verkefni sem bæjarstjóri taldi að hentað gætu íþróttafélögum að sinna eða annast, gegn greiðslu frá bænum, eins og t.d. umsjón með hátíðarhöldum á þjóðhátíðardegi o.fl.

  Rætt var um kynningu á öflugu félagsstarfi íþróttafélaganna og útfærslu á kynningum. Áhugi var á því hjá fundarfólki að koma á kynningu fyrir börnum og unglingum, á starfi íþróttafélaganna. Slíkar kynningar hafa áður verið útfærðar.

  Samþykkt var að halda annan sameiginlegan umræðufund nefndarinnar og íþrótta- og æskulýðsfélaga, með haustinu.

  Nefndarmenn þökkuðu gestunum fyrir þeirra góða framlag í þágu félaganna sinna, og fyrir fundarsetu og góðar umræður.

7.Skólanefnd - 157

Málsnúmer 2105004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 157. fundar skólanefndar.
 • Skólanefnd - 157 Skólanefnd naut leiðsagnar leikskólastjóra og skoðaði bæði húsnæði og lóð skólans.
  Eftirfarandi eru helstu framkvæmdir 2018-2021:

  - Viðbygging við leikskóla, anddyri og fatahengi stækkað, skipt um þak og komið í veg fyrir leka frá þaki, á eldri hluta húss, skipt um klæðningu á útveggjum eldri hlutans, 2018
  - Kerfisloft og ný lýsing í eldri hluta, 2018-2019
  - Skipt um glugga sem snúa út að Sólvöllum,
  - Steypt stétt og hún stækkuð út í garðinn, sunnan megin 2018
  - Byggður pallur við eldri hluta skólahúss, sem snýr út að götu (Sólvöllum), 2019
  - Bílaplan og aðkoma malbikuð 2019
  - Endurbætt dren í lóðinni, 2018-2019
  - Nýr kofi/geymsluhús í garðinn, 2020
  - Ofnakerfi endurnýjað að hluta í eldri hluta hússins, 2020
  - Nýr milliveggur (kerfisveggur) til að skipta húsnæðinu og keyra 3ja deilda starf, reyndarteikningar, 2020
  - Nýr og stærri gufuofn í eldhúsið, 2020
  - Rennibraut endurnýjuð að hluta í yngri barna garði, 2021

  Helstu framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru 2021:
  - Innanhúss breytingar vegna deildatilfærslu, almennt viðhald
  - Nýr háfur í eldhús
  - Viðbótardrenun á einum stað á lóð og minniháttar frágangur/nýjar þökur á 2 blettum, mála kofann/leiktækjageymslu
  - Endurnýjun girðingarnets suðurhluta (ekki hefur fengist verktaki, þrátt fyrir að leitað hafi verið tilboða með verðkönnun)
  - Frekari lóðarframkvæmdir í skoðun

  MINNISPUNKTAR LEIKSKÓLASTJÓRA

  Fyrir fundinum lágu minnispunktar leikskólastjóra. Þar kom m.a. fram:

  Í leikskólanum eru nú 49 nemendur og 21 starfsmaður í 17,65 stöðugildum.
  Í haust fara 9 nemendur úr leikskóla á leikskóladeildina Eldhamra. Í ár eru komnir inn 2 nýir nemendur fæddir 2020, þrjú börn eiga eftir að bætast við í haust úr þeim árgangi.

  Auglýst var eftir leikskólakennurum í vor og eftir umsókn var einn starfsmaður ráðinn sem lýkur leikskólakennaranámi í þessum mánuði. Hún hefur störf í júní.

  Í apríl var haldið skyndihjálparnámskeið fyrir starfsfólk. Ekki voru þó teknar verklegar æfingar, þ.e. að blása og hnoða, það verður gert í haust þegar starfsmenn verða fullbólusettir.

  Foreldrakönnun var gerð í mars sl. og kom hún vel út. Það sem helst mætti gera betur er að gera starfið sýnilegra, foreldrar taka eftir því að ýmislegt er gert, en eru ekki endilega vissir um hvað það er, eins og fram kom í svörum. Leikskólastjóri segir að ætlunin sé að bæta úr því og gera starfið sýnilegra. Hins vegar geti verið að minna aðgengi foreldra, vegna Covid, hafi líka haft áhrif á þessa upplifun foreldra/forráðamanna.

  Starfsmannaviðtöl komu einnig vel út, starfsfólk óskar eftir tilteknum þáttum í fræðslu/símenntun, sem unnið er úr.

  Þann 8. október nk. verður sameiginlegur starfsdagur leikskólanna á Snæfellsnesi þar sem fjallað verður um leik barna og hlutverk kennarans. Barnavernd verður einnig tekin fyrir núna á haustönn, eins og svo oft áður, en mikilvægt er að fá fræðslu um það.

  Meirihluti starfsfólks er nú fullbólusettur.

  Leikskólastjóri hefur óskað eftir því að "rótera" deildum á næsta skólaári. Drekadeild (árgangur 2017 og 2018) verður þar sem Músadeild hefur verið, Ugludeild (2019) verður þar sem Drekadeild hefur verið og Músadeild (2019 og 2020) verður þar sem Ugludeild hefur verið. Leikskólastjóri sagði þetta gert til að nýta húsnæði skólans sem best og starfsfólkið.

  Í minnispunktum leikskólastjóra kom einnig fram:

  "Það er komið vor í mannskapinn og við lítum björtum augum fram á við. Þessi vetur hefur gengið vel og allir hjálpast að við að takast á við þær áskoranir sem við höfum staðið frammi fyrir, eins og allt þjóðfélagið. Það er léttleiki í hópnum og bjartsýni. Starfsfólk hefur staðið sig ofboðslega vel og ég er þakklát fyrir hvernig veturinn hefur gengið. Þessar síðustu vikur fyrir sumarfrí verða nýttar til að undirbúa næsta skólaár og njóta sumarsins."

  Rætt var um atriði úr minnispunktum leikskólastjóra, m.a. um forritið Karellen og reynsluna af því.
  Skólanefnd mun taka foreldrakönnun til frekari yfirferðar á fundi í haust, en könnunin og svör við henni eru ítarleg lesning.

  FRAMKVÆMDIR OG ANNAÐ

  Leikskólastjóri og bæjarstjóri sögðu einnig frá því að "Eigið eldvarnaeftirlit" Grundarfjarðarbæjar nær til innra starfs leikskólans, eins og annarra stofnana bæjarins. Um er að ræða forvarnaverkefni með VÍS.
  Starfsfólk fékk "skrifborðsæfingu" (brunavarnir) með slökkviliðsstjóra og aðstoðarslökkviliðsstjóra fyrr á árinu. Eldvarnafulltrúar stofnunarinnar yfirfara gátlista mánaðarlega, og unnið er markvisst að því að auka fræðslu og gæta atriða sem snerta brunavarnir. Sjálfvirkt öryggisviðvörunarkerfi var sett upp í leikskólanum fyrir nokkrum árum.

  SKÓLADAGATAL
  Skóladagatal fyrir ágúst 2021-júlí 2022 liggur fyrir fundinum skv. tillögu leikskólastjóra. Gert er ráð fyrir fimm námskeiðs- og starfsdögum yfir skólaárið og eru þeir á sömu dögum og frídagar í grunnskóla. Gert er ráð fyrir lokun milli jóla og nýárs 2021, eins og verið hefur síðustu árin og 25 daga sumarlokun sumarið 2022.

  Umræða varð í nefndinni um starfsdaga og sumarlokun, hve löng hún ætti að vera og hvort foreldrar ættu að hafa val um hluta af sumarleyfi, hvað það myndi þýða fjárhagslega fyrir leikskólann (sumarafleysingar), o.fl.

  Hér vék Karítas af fundi og var henni þökkuð koman.

  Að loknum umræðum um skóladagatal var fyrirliggjandi tillaga samþykkt.

  Hér vék Anna Rafnsdóttir af fundi og var henni þökkuð koman og góðar upplýsingar.

 • Skólanefnd - 157 Lagt fram til kynningar minnisblað verkefnisstjóra fyrir "Skólar á grænni grein" (Grænfánaverkefnið) sem rekið er af Landvernd hér á landi. Um 200 skólar á öllum skólastigum taka þátt í verkefninu hérlendis.

  Í minnisblaðinu segir:
  "Um er að ræða alþjóðlegt menntaverkefni fyrir skóla sem vilja virkja og valdefla nemendur til góðra verka í sjálfbærni- og umhverfismálum. Verkefnið er rekið alþjóðlega af samtökunum Foundation for Environmental Education (FEE) og taka um 50 milljónir nemenda í 68 löndum þátt."

8.Kosning forseta og varaforseta til eins árs

Málsnúmer 1806011Vakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar til eins árs var kosinn Jósef Ó. Kjartansson með sjö samhljóða atkvæðum.

Varaforseti til eins árs var kosinn Hinrik Konráðsson með sjö samhljóða atkvæðum.

9.Kosning bæjarráðs, aðal- og varamenn

Málsnúmer 1806012Vakta málsnúmer

Kosin voru í bæjarráð samhljóða til eins árs:

Aðalmenn:
D - Unnur Þóra Sigurðardóttir
L - Sævör Þorvarðardóttir
D - Jósef Ólafur Kjartansson

Varamenn:
D - Rósa Guðmundsdóttir
L - Garðar Svansson
D - Bjarni Sigurbjörnsson

10.Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs

Málsnúmer 1806013Vakta málsnúmer

Fram fór kosning formanns og varaformanns bæjarráðs til eins árs:

Formaður bæjarráðs var kosinn samhljóða með sjö atkvæðum Unnur Þóra Sigurðardóttir.

Varaformaður bæjarráðs var kosinn samhljóða með sjö atkvæðum Sævör Þorvarðardóttir.

11.Kosning í nefndir skv. B lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Lagt til að Olga Sædís Einarsdóttir verði kosin varamaður í menningarnefnd, í stað Guðmundar Pálssonar sem er orðinn aðalmaður í nefndinni.

Samþykkt samhljóða.


Lögð fram úrsögn Ásthildar Erlingsdóttur úr skólanefnd, vegna flutnings úr sveitarfélaginu, en hún hefur setið í skólanefnd í mörg ár.
Lagt til að Loftur Árni Björgvinsson verði kosinn aðalmaður í skólanefnd, í stað Ásthildar Erlingsdóttur.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn þakkar Ásthildi góð störf í skólanefnd til margra ára.

12.Lánasjóður sveitarfélaga - Lántaka 2021

Málsnúmer 2106009Vakta málsnúmer

Lántaka ársins skv. samþykktri fjárhagsáætlun.
Til máls tóku HK, JÓK, UÞS, RG, SÞ, BÁ.

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 190.000.000.-, til allt að 13 ára.
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum ársins og endurfjármögnunar á eldri lánum sem tekin voru upphaflega vegna framkvæmda í sveitarfélaginu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Björgu Ágústsdóttur, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grundarfjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

13.Lárus Lárberg hf - Umsagnarb.rek. G.II-Sólvellir-Guest house and apartments, Sólvöllum 13, Grundarfirði

Málsnúmer 2106019Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn vegna umsóknar frá Lárusi Lárberg hf. um að reka gististað í flokki II, sem rekinn yrði sem "Sólvellir 13 - Guest house and apartments" að Sólvöllum 13. Rekstrarleyfi hefur áður verið veitt vegna starfsemi í húsinu, en fyrri rekstrarleyfishafi hefur hætt starfsemi.
Fyrir liggja jákvæðar umsagnir slökkviliðsstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.

Samþykkt samhljóða.

14.Snæfellsbær - Beiðni um umsögn vegna deiliskipulaga

Málsnúmer 2105039Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Snæfellsbæjar þar sem kynntar eru breytingar á deiliskipulagi í Ólafsvík og nýtt deiliskipulag í landi Miðhúsa - og vakin athygli á fresti til athugasemda.

Bæjarstjórn telur ekki ástæðu til að gera umsögn/athugasemdir við þessi mál.

15.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Fundargerð aukaaðalfundar og nýjar samþykktir HeV

Málsnúmer 2105040Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aukaaðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, sem haldinn var 20. maí sl.

Jafnframt lagðar fram breyttar samþykktir um Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, í samræmi við það sem áður hefur verið tekið fyrir í bæjarstjórn.

Samþykktirnar voru samþykktar samhljóða.

16.Grundargata 30 - þróun og framtíðarnot

Málsnúmer 2009041Vakta málsnúmer

Vinnuskjal - fyrsti fundur starfshóps um Grundargötu 30.
Allir tóku til máls.

Lagðir fram til kynningar minnispunktar frá 1. vinnufundi starfshóps um Grundargötu 30 sem haldinn var 31. maí sl., en starfshópurinn var kosinn á síðasta fundi bæjarstjórnar.

17.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - Samgöngur á Snæfellsnesi

Málsnúmer 2105013Vakta málsnúmer

Gögn af fundi SSV með framkvæmdastjórum sveitarfélaga á Snæfellsnesi og skólameistara FSN, vegna skoðunar SSV á möguleikum til samnýtingar aksturs vegna skóla og tómstunda á svæðinu.
Til máls tóku JÓK, UÞS, GS, RG, SÞ, BÁ.

Lögð fram til kynningar gögn af fundi SSV með framkvæmdastjórum sveitarfélaga á Snæfellsnesi og skólameistara FSN, þann 2. júní sl., vegna skoðunar SSV á möguleikum til að samnýta almenningssamgöngur og skólaakstur á Snæfellsnesi. Sú skoðun er gerð í samræmi við ályktun Byggðasamlags Snæfellinga um að þessi mál verði skoðuð. Skoðaðar voru þær ferðir sem eknar eru á vegum Strætó (almenningssamgöngur), skólaakstur Fjölbrautaskólans og skólaakstur sveitarfélaga, einkum Snæfellsbæjar.

Á fundinum var lýst yfir áhuga á því að málið yrði skoðað áfram, af hálfu SSV, fyrir Snæfellsnes.

Forseti sagði frá því að málið hefði ennfremur verið kynnt á fundi stjórnar SSV í gær.

18.Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýrsla, úttekt á rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila Apríl 2021

Málsnúmer 2105029Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga með úttekt á rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila. Skýrslan var gefin út í apríl 2021. Jafnframt lögð fram kynning málþings sem haldið var um efni skýrslunnar þann 27. maí sl.

19.FSS - Fundagerð 117. fundar stjórnar

Málsnúmer 2105024Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 117. fundar stjórnar FSS, sem haldinn var 26. apríl sl.

20.Félagsmálanefnd Snæfellinga - Fundargerð 194. fundar

Málsnúmer 2106007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 194. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, sem haldinn var 1. júní sl.

21.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerðir

Málsnúmer 2101034Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 191. fundar Breiðafjarðarnefndar, sem haldinn var 20. apríl sl.

22.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 898. fundar stjórnar

Málsnúmer 2105036Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 898. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 28. maí sl.

23.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð XXXVI. landsþings sambandsins

Málsnúmer 2106006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð XXXVI. landsþings sambandsins, sem haldið var 28. maí sl.

24.Samband íslenskra sveitarfélaga - Ársskýrsla Sambandsins 2021 og fleiri gögn af landsþingi

25.Samband íslenskra sveitarfélaga - Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis nr. 13

Málsnúmer 2105014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19, dags. 23. apríl sl. Stöðuskýrsla nr. 13.

26.Samband íslenskra sveitarfélaga - Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis nr. 14

Málsnúmer 2105019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19, dags. 6. maí sl. Stöðuskýrsla nr. 14.

27.Samband íslenskra sveitarfélaga - Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis nr. 15

Málsnúmer 2105038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19, dags. 28. maí sl. Stöðuskýrsla nr. 15.

28.Skógræktin - Kall til sveitarfélaga um að taka Bonn-áskoruninni

Málsnúmer 2105020Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Skógræktinni og Landgræðslunni, dags. 10. maí sl. ásamt kynningu, með ákalli til sveitarfélaga um að taka Bonn-áskoruninni.

Bonn-áskorunin er alþjóðlegt átak um útbreiðslu eða endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslagsheildum og er skipulagt af alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN í samstarfi við fleiri aðila.
Stjórnvöld hafa sett Íslandi það markmið innan Bonn-áskorunarinnar að auka verulega þekju birkiskóga og birkikjarrs en hún er nú 1,5% af flatarmáli landsins.

Með verkefnum til útbreiðslu birkiskóga og birkikjarrs vilja íslensk stjórnvöld taka svokallaðri Bonn-áskorun og þar með auka landgæði, efla jarðvegsauðlindina og styrkja byggð í landinu.

Óskað er eftir þátttöku sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila vítt og breitt um landið. Fjármunir renna til slíkra verkefna á komandi árum af framlögum ríkisins til loftslagsaðgerða. Í þessu getur falist tækifæri fyrir landeigendur.


29.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Umburðarbréf v. breytinga á jarðalögum

Málsnúmer 2105037Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags 28. maí sl. varðandi breytingar á jarðalögum nr. 81/2004.

30.Samband íslenskra sveitarfélaga - Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynferðisbundnu ofbeldi og áreitni

Málsnúmer 2106012Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. maí og 3. júní sl., um aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, sbr. þingsályktun nr. 37/150.

31.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - Fundargerð aðalfundar 2021

Málsnúmer 2106014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar SSV sem haldinn var 24. mars sl.

32.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - Fundargerðir 160. og 161. fundar stjórnar

Málsnúmer 2106013Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar SSV, fundargerð 160. fundar sem haldinn var 10. mars sl. og fundargerð 161. fundar sem haldinn var 28. apríl sl.

33.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Kjósarsvæði sameinist öðrum heilbrigðiseftirlitssvæðum

Málsnúmer 2106015Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 8. júní sl., þar sem tilkynnt er um drög að nýrri reglugerð sem gerir ráð fyrir sameiningu heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis við önnur heilbrigðiseftirlitssvæði.

34.Umboð bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar

Málsnúmer 2106011Vakta málsnúmer

Lögð er fram svohljóðandi tillaga:

"Bæjarstjórn samþykkir að fella niður bæjarstjórnarfundi í júlí og ágúst nk. skv. heimild í 4. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar. Næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verður 9. september 2021. Meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella, skv. heimild í 5. mgr. 32. gr. samþykktarinnar."

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:16.