Málsnúmer 1410007

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 148. fundur - 15.10.2014

Fyrstu drög að stækkun á deiliskipulagi vestan Kvernár.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu þar sem umsögn Landsnets og Rarik liggur ekki fyrir. En leggur til að hafin verði vinna að breytingu á aðalskipulagi sem unnin verði samhliða deiliskipulaginu.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 149. fundur - 05.11.2014

Drög að deiliskipulagi vegna framtíðar tengivirkis (hús) við Grundarfjörð.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 150. fundur - 10.12.2014

Grundarfjarðarbær leggur fram drög vegna nýs deiliskipulags fyrir nýja aðveitustöð (rafmagn).
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að drög að deiliskipulagi verði auglýst og kynnt samhliða breytingu á aðalskipulagi samkvæmt 41.gr. í skipulagslögum nr. 123/2010. Meginforsendur liggja fyrir í breytingu á aðalskipulagi, því er heimilt að falla frá gerð ”Lýsingar“.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 153. fundur - 04.03.2015

Grundarfjarðarbær leggur fram deiliskipulagstillögu ásamt greinagerð fyrir nýja aðveitustöð (rafmagn).
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagið verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi samkvæmt 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða aðalskipulagsbreytingu. Heimilt er að falla frá lýsingu þar sem allar meginforsendur koma fram í breytingu á aðalskipulaginu.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 154. fundur - 19.03.2015

Almennur kynningarfundur var haldinn 13.3.2015. Deiliskipulagstillaga ásamt greinagerð fyrir nýja aðveitustöð (rafmagn) er lögð fram.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkv. 1. og 2.mgr. 41.gr. skipulagslaga 123/2010, samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 158. fundur - 01.07.2015

Nýtt deiliskipulag vegna aðveitustöðvar fyrir rafmagn var auglýst í Morgunblaðinu, Skessuhorni, Jökli, Lögbirtingarblaðinu og á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar samhliða breytingu á aðalskipulagi. Lauk athugasemdafresti 11. júní 2015. Óskað var eftir umsögnum frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti, Vinnueftirliti, Vegagerðinni, Orkustofnun, Landsneti, Rarik og Hesteigendafélagi Grundarfjarðar. Allar umsagnir hafa borist.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunnar samkvæmt 1.mgr. 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010 samhliða aðalskipulagsbreytingu og óskað eftir heimild fyrir birtingu i B-deild stjórnartíðinda.