Málsnúmer 1510014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 476. fundur - 22.10.2015

Lögð fram kynningar tillaga Alta að vinnu- og verkáætlun fyrir endurskoðun á aðalskipulagi Grundarfjarðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um styrk til Skipulagsstofnunar vegna aðalskipulagsvinnunnar.

Bæjarstjórn - 192. fundur - 14.01.2016

Lagðir fram samningar milli annars vegar Grundafjarðarbæjar og hins vegar ráðgjafafyrirtækisins Alta um endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar. Samningarnir hafa verið undirritaðir með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Ráðgert er að skipulagsvinnan hefjist í þessum mánuði og verði lokið seinni hluta árs 2017.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyirliggjandi samninga.

Bæjarstjórn - 194. fundur - 10.03.2016

Lagt fram til kynningar tímaplan skipulagsvinnu sem unnið er af Alta, þar sem settar eru fram áætlanir um hvernig staðið verður að verkum við endurskoðun aðalskipulagsins og gerðar tímaáætlanir. Jafnframt rætt um nauðsyn þess að skipaður verði sérstakur starfshópur bæjarins er vinni að skipulagsvinnunni í samstarfi við skipulagsfræðinga.
Lagt er til að þriðjudaginn 15. mars nk. verði boðað til sérstaks fundar með skipulagsnefnd, bæjarstjórn, skipulags- og byggingarfulltrúa og bæjarstjóra, þar sem fulltrúar Alta fara yfir skipulag vinnunnar sem framundan er.
Fyrirkomulag þetta samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 166. fundur - 06.04.2016

Aðalskipulag
Vinna áfram með þá vinnu á endurskoðun aðalskipulags sem hófst í kjölfar fundarins sem haldin var með Alta 15. mars sl. um endurskoðun aðalskipulagsins.
Farið yfir fyrirspurnir frá Alta.

Bæjarstjórn - 197. fundur - 09.06.2016

Lögð fram fundargerð fundar um endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðar, sem haldinn var í Ráðhúsi bæjarins 30. maí sl.
Gerð var grein fyrir sérstökum skipulagsvef sem settur hefur verið í loftið. Slóðin er:http://www.skipulag.grundarfjordur.is/

Jafnframt lögð fram drög að lýsingu skipulagsverkefnisins, sem unnin hefur verið af Alta ehf.
Eins og kynnt var á fundi um endurskoðun aðalskipulags þann 30. maí sl. hefur verið unnin lýsing á skipulagsverkefninu "endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar" í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ákvæði skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Í lýsingunni koma m.a. fram áherslur sveitarstjórnar við aðalskipulagsgerðina, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Ennfremur er í lýsingunni fjallað um hvernig staðið verður að mati á umhverfisáhrifum væntanlegrar skipulagstillögu, skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Allir tóku til máls.

"Bæjarstjórn samþykkir lýsinguna og að hún fari til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila, sbr. lista yfir umsagnaraðila í lýsingunni. Einnig að lýsingin verði kynnt fyrir almenningi með opinberri auglýsingu í samræmi við ákvæði skipulagslöggjafar og gefinn sá frestur til athugasemda sem tillagan greinir. Þannig er stefnt að því að lýsingin fari á vef sveitarfélagsins 13.-14. júní, birtist í dagblaði/staðarblöðum dagana 15. og 16. júní og að frestur til að gera athugasemdir verði til og með föstudagsins 8. júlí."

Fyrirliggjandi tillaga samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn samþykkir ennfremur að þegar skipulags- og umhverfisnefnd fjallar um endurskoðun aðalskipulags bæjarins skuli forseti og varaforseti bæjarstjórnar ásamt bæjarstjóra og hafnarstjóra sitja fundi nefndarinnar undir þeirri umfjöllun.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 169. fundur - 06.07.2016

Yfirferð lýsingar frá Alta vegna nýs Aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar.
Skipulags-og umhverfisnefnd lýsir ánægju með lýsinguna og gerir því ekki athugasemd við lýsinguna.

Bæjarstjórn - 198. fundur - 08.09.2016

Lögð fram fundargerð frá fundi dags. 19.08.2016, með skipulags- og umhverfisnefnd, fulltrúum úr bæjarstjórn og hafnarstjórn. Á fundinn mættu fulltrúar Alta ehf. og gerðu grein fyrir vinnu við endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðar.

Til máls tóku EG, ÞS og JÓK.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 173. fundur - 09.11.2016

Björg vék af fundi kl: 18:43
Björg Ágústdóttir verkefnastjóri hjá Alta ehf. mætir á fundinn. Björg mun fara yfir umsagnir og ábendingar sem bárust við lýsingu aðalskipulagsverkefnis.
Fyrir fundi lágu umsagnir og ábendingar sem bárust við lýsingu aðalskipulagsverkefnis í júní-júlí 2016.
Um er að ræða erindi frá eftirfarandi.
1. Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar
2. Landeigendur Spjarar
3. Skógræktin
4. OR-Veitur
5. Veðurstofa Íslands
6. Minjastofnun Íslands
7. Ferðamálastofa
8. Umhverfisstofnun
9. Vegagerðin
10. Svæðisskipulagsnefnd
11. Signý Gunnarsdóttir.
12. Skipulagsstofnun

Björg kynnti vel þessar umsagnir, og töluverðar umræður urðu um þær og mjög gagnlegar fyrir nefndarmenn. Nefndin samþykkir tillögur Alta um afgreiðslu umsagna/ábendinga Björgu Ágústsdóttur falið að ganga frá svörum nefndarinnar í sérsöku fylgjiskjali með fundargerðinni.

Gestir

  • Björg Ágústsdóttir - mæting: 17:00

Bæjarráð - 494. fundur - 26.01.2017

Lögð fram til kynningar umsókn Grundarfjarðarbæjar dag. 19. janúar sl. í Skipulagssjóð um kostnaðarframlag vegna endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins. Miðað er við að sjóðurinn taki þátt í allt að helmingi kostnaðar við skipulagsvinnuna.

Bæjarstjórn - 203. fundur - 09.03.2017

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 23. feb. sl., þar sem stofnunin samþykkir erindi bæjarins um þátttöku í kostnaði við aðalskipulagsvinnu bæjarfélagsins. Samþykkt þátttaka nemur liðlega 12,7 m.kr. eða 50% kostnaðar.

Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju með erindið.