Málsnúmer 2101038

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 224. fundur - 27.01.2021

Á fundi bæjarstjórnar þann 14. janúar sl. fól bæjarstjórn skipulags- og umhverfisnefnd að skoða gildandi deiliskipulag á iðnaðarsvæði.
Í minnisblaði um stöðu efnis í efnisnámu í Lambakróarholti, dags. 14.01.2021, var fjallað um iðnaðarsvæðið (merkt I-1 í nýja aðalskipulaginu) og um Lambakróarholtsnámu (merkt E-3 í aðalskipulaginu nýja) og sagði m.a.:

"Lagt er til að deiliskipulagið verði endurskoðað og það stækkað þannig að það nái yfir báða landnotkunarreitina í heild þ.e. I-1 og E-3. Þannig verður hægt að tryggja heildarsýn varðandi uppbyggingu til framtíðar, sveigjanlegt iðnaðarhúsnæði, gatna- og veitukerfi sem gengur upp og hagkvæma nýtingu þessa dýrmæta og vel staðsetta iðnaðarsvæðis.

Um þetta bókaði bæjarstjórn að hún samþykkti að fela skipulags- og umhverfisnefnd að skoða skipulagið m.t.t. þessarar ábendingar.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 235. fundur - 12.04.2022

Vegna aukinnar eftirspurnar eftir lóðum á iðnaðar- og athafnasvæðinu vestan Kvernár, leggur skipulagsfulltrúi til að skipulag og lóðamöguleikar á svæðinu verði teknir til áframhaldandi skoðunar og forvinnu. Deiliskipulag svæðisins er frá 1999 með síðari breytingum frá 2006 (Ártún 1-6), 2015 (Ártún 1) og 2020 (Ártún 3). Mikilvægt er að lóðirnar sem skipulagið gerir ráð fyrir séu tiltækar og mæti þörfum dagsins í dag.

Forsaga málsins:
Þann 14. janúar 2021, fól bæjarstjórn skipulags- og umhverfisnefnd að skoða gildandi deiliskipulag á iðnaðarsvæðinu með tilliti til ábendingar sem fram kom í minnisblaði um efnistökumál/efnisnámu í Lambakróarholti, dags. 14.01.2021 þar sem fjallað er um iðnaðarsvæðið (merkt I-1 í nýja aðalskipulaginu) og Lambakróarholtsnámu (merkt E-3 í aðalskipulaginu nýja).

Á 224. fundi sínum þann 27. janúar 2021, tók skipulags- og umhverfisnefnd vel í erindið og fól skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæðið.

Í fundargerð frá fundi ráðgjafarfyrirtækisins Alta með skipulags- og byggingarfulltrúa þann 2. febrúar 2021, var gerð grein fyrir forsendum frekari breytingar á deiliskipulaginu ásamt umræðupunktum og er fundargerðin lögð hér fram til grundvallar áframhaldandi vinnu við deiliskipulagsbreytinguna.

Ekki voru áætlaðir fjármunir í vinnu vegna breytingar á deiliskipulaginu á þessu ári. Engu að síður telur skipulagsfulltrúi að mikilvægt sé að hefja endurskoðun á deiliskipulaginu sem fyrst.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með skipulagsfulltrúa að nauðsynlegt sé að fara tafarlaust í deiliskipulagsbreytingu fyrir iðnaðarsvæðið.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 239. fundur - 30.08.2022

EE kemur aftur inn á fund
Lagt fram til kynningar minnisblað frá ráðgjafarfyrirtækinu Alta frá 22. ágúst 2022 um endurskoðun á deiliskipulagi hluta iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár.

Framlagt minnisblað var unnið að beiðni umhverfis- og skipulagsviðs í framhaldi af umræðu í nefndinni 12. apríl s.l. og samþykkt bæjarstjórnar þann 3. maí s.l. þar sem samþykkt var að fela nefndinni og skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning að endurskoðun deiliskipulags fyrir svæðið. Bæjarstjórn óskaði eftir tillögu um umfang, tímaramma og kostnað.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur fyrir sitt leyti vel í tillögu að verk- og kostnaðaráætlun hvað varðar breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og athafnasvæðið vestan Kvernár. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að unnið verði að endurskoðun deiliskipulagsins á þessum grunni og miðað við að verklok verði eigi síðar en vorið 2023.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 242. fundur - 15.11.2022

Á fundinum kynntu skipulagsráðgjafar frá Alta stöðuna í verkefninu sem er þrískipt og felst í óverulegri deiliskipulagsbreytingu vegna Ártúns 4, verulegri breytingu vegna metralóða við Hjallatún og breytingu á heildarskipulagi svæðisins.

Forsaga:
Á 263. fundi sínum þann 13. september 2022 samþykkti bæjarstjórn að hefja vinnu við endurskoðun deiliskipulags fyrir iðnaðar- og athafnasvæðið vestan Kvernár á grunni verk- og kostnaðaráætlunar ráðgjafarfyrirtækisins Alta.
Farið var yfir stöðu verkefna og helstu viðfangsefni skipulagsbreytinganna.

Nefndin þakkar Halldóru og Þóru hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta fyrir mjög góða yfirferð.

Gestir

  • Halldóra Hreggviðsdóttir, Alta - mæting: 16:30
  • Þóra Kjarval, Alta - mæting: 16:30

Skipulags- og umhverfisnefnd - 244. fundur - 12.12.2022

Lögð eru fram til umræðu drög að deiliskipulagsbreytingu á athafna- og iðnaðarsvæðinu vestan Kvernár.

Forsaga:
Í gildi er deiliskipulag frá 1999 með síðari breytingum frá 2008 (Ártún 1, 2, 3 og 5), 2015 (Ártún 1), 2021 (Ártún 3) og 2022 (Ártún 4 - tekur gildi í desember 2022).

Á 263. fundi sínum þann 13. september sl. samþykkti bæjarstjórn að hefja vinnu við endurskoðun deiliskipulags fyrir iðnaðar- og athafnasvæðið vestan Kvernár á grunni verk- og kostnaðaráætlunar ráðgjafarfyrirtækisins Alta.

Á 242. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 15. nóvember sl. kynntu skipulagsráðgjafar frá Alta stöðuna í verkefninu sem er þrískipt og felst í óverulegri deiliskipulagsbreytingu vegna Ártúns 4 (tekur gildi í desember 2022), verulegri breytingu vegna metralóða við Hjallatún og breytingu á heildarskipulagi svæðisins.

Deiliskipulagsbreyting þessi tekur til þess hluta skipulagssvæðisins sem í dag er að mestu byggður. Markmiðið með deiliskipulagsbreytingunni er að auka nýtingu á svæðinu með því að hliðra til lóðarmörkum, breyta hluta metralóða við Hjallatún í 1-2 lóðir, bæta við lóð við Ártún 8, laga göturnar Ártún og Hjallatún betur að raunnotkun og að finna hentuga staðsetningu fyrir útivistarstíg í gegnum eða framhjá iðnaðarsvæðinu.

Skipulagsfulltrúi fór yfir framlögð drög að tillögu vegna breytingar á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár.

Nefndinni líst vel á framlögð drög og felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram með skipulagsráðgjöfum að mótun tillögunnar.

Göngustígur er til áframhaldandi skoðunar og telur nefndin að huga þurfi sérstaklega að leiðbeinandi legu útivistarstígs meðfram Kverná austan við deiliskipulagssvæðið.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 247. fundur - 04.04.2023

Þóra Kjarval, Alta, sat fundinn undir þessum lið og kynnti tillöguna.
Lögð fram til afgreiðslu tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og athafnasvæðið vestan Kvernár í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundinum mun Þóra Kjarval hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta kynna tillöguna.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag og er því fallið frá kynningu á vinnslustigi sbr. 4. mgr. 40. gr. laganna.

Bæjarráð - 604. fundur - 28.04.2023

Lögð fram gögn frá vinnufundi bæjarstjórnar um deiliskipulag iðnaðarhverfisins, sem haldinn var þann 25. apríl sl.
Rætt um framgang deiliskipulagsverkefnisins og um lóðafyrirkomulag.

Vegna fyrirspurna um lóðir á iðnaðarsvæðinu var rætt um mögulegar frekari breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að þær breytingar verði hluti af deiluskipulagsbreytingum í yfirstandandi áfanga.

Sviðsstjóra falið umboð til að láta gera nauðsynlega útreikninga í tengslum við gatnagerð á svæðinu, sbr. umræður á fundinum og vinnufundi bæjarstjórnar með skipulagsráðgjöfum fyrr í vikunni.

Samþykkt samhljóða.

Kristínu var þakkað fyrir komuna og góðar upplýsingar.


Gestir

  • Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs - mæting: 10:15

Skipulags- og umhverfisnefnd - 250. fundur - 26.06.2023

Lögð fram til afgreiðslu samantekt umsagna sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar ásamt tillögu að svörum í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan felur í sér um 1800 m2 stækkun á deiliskipulagssvæðinu til suðurs og breytingar á og við götuna Hjallatún, þ.m.t. breytingar á breidd götunnar, lóðastærðum, lóðanúmerum, byggingarreitum og gönguleiðum.

Tillagan var samþykkt í bæjarstjórn þann 13. apríl 2023 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hún var auglýst 10. maí 2023 með athugasemdafresti til og með 23. júní 2023. Kynningarfundur var haldinn þann 8. júní sl.

Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Umsagnir bárust frá: Mílu, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og RARIK. Umsagnir bárust ekki frá Veitum og Slökkviliði Grundarfjarðar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða samantekt umsagna og felur skipulagsfulltrúa að senda breytingartillöguna til yfirferðar Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð - 610. fundur - 28.09.2023

Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið í fjarfundi.
Farið yfir stöðu deiliskipulagsvinnu á iðnaðar- og athafnasvæði vestan Kvernár.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir og sagði frá því að í dag taki gildi deiliskipulagsbreyting á svæðinu, sem unnið hefur verið að. Heildarendurskoðun deiliskipulags fyrir allt hverfið er ennfremur í vinnslu.

Skipulagsfulltrúi sagði einnig frá hönnunarvinnu Eflu vegna breytinga á götuhæð í Hjallatúni, sem er að ljúka.

Rætt um framboð lóða á svæðinu og er vísað til ákvörðunar bæjarráðs (liður 2.6.) á 606. fundi þann 28. júní sl.

Hér vék Kristín af fundi og var henni þakkað fyrir upplýsingarnar.

Gestir

  • Kristín Þorleifsdóttir, í fjarfundi - mæting: 11:20

Skipulags- og umhverfisnefnd - 254. fundur - 16.11.2023

Lögð fram til afgreiðslu skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 og nýs deiliskipulags fyrir iðnaðar- og athafnasvæðið vestan Kvernár.



Í gildi er deiliskipulag frá 1999 en gerðar hafa verið nokkrar breytingar á því. Fyrirhuguð heildarendurskoðun á svæðinu felur í sér endurskoðun á fyrirkomulagi lóða, gatna og byggingarreita með það að markmiði að tryggja hagkvæma nýtingu á landi og auka framboð á hagkvæmum lóðum fyrir iðnaðar- og athafnastarfsemi og uppfæra skilmála m.a. til að tryggja góða umgengni á svæðinu. Við gildistöku nýs deiliskipulags fellur eldra deiliskipulag úr gildi.



Í aðalskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir að efnistökusvæði (E3) verði breytt í iðnaðarsvæði og efnistaka skilgreind sem landmótun fyrir nýjar lóðir/byggingarland.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafnarstjórn - 8. fundur - 04.12.2023

Í undirbúningi er veruleg stækkun iðnaðarsvæðisins vestan við Kverná, sbr. fundargerð síðasta fundar skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar, sbr. einnig auglýsingu á vef bæjarins um skipulagslýsingu: https://www.grundarfjordur.is/is/frettir-og-tilkynningar/auglysing-um-skipulag



Þar sem svæðið er nátengt atvinnuupbyggingu og hafnarstarfsemi, vill hafnarstjórn fylgjast með þessari vinnu.



Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafi og framkvæmdastjóri Alta, var gestur fundarins undir þessum lið.



Halldóra fór yfir stöðuna og ferlið framundan í vinnu við nýtt deiliskipulag iðnaðarsvæðisins vestan Kvernár.
Ennfremur var rætt um breytingar á legu gatna, einkum Hjallatúns, vegtengingar á svæðinu og um efnistökusvæðið (námuna) í Lambakróarholti.

Iðnaðarsvæðið er höfninni mjög mikilvægt. Annars vegar er það vegna þess að efnistaka fer þar fram, fyrir hafnargerð, uppbyggingu lóða og tilheyrandi framkvæmdir, en auk þess er þörf fyrir efnistöku úr sjó til slíkra framkvæmda. Hins vegar er það vegna þess að hafnarsvæði og iðnaðarsvæði eru nátengd, og uppbyggingu lóða á báðum svæðum þarf að hugsa í samhengi.

Af þessum sökum er æskilegt að skipulag og framkvæmdir á svæðunum haldist í hendur. Hafnarstjórn óskar eftir að fá að fylgjast náið með skipulagsvinnunni á iðnaðarsvæðinu við Kverná, m.t.t. hagsmuna hafnarinnar.

Halldóru var þakkað fyrir upplýsingarnar og samtalið um skipulagsverkefnið.

Gestir

  • Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafi, Alta

Skipulags- og umhverfisnefnd - 255. fundur - 29.12.2023

Lögð fram til afgreiðslu samantekt umsagna og athugasemda sem bárust á auglýsingartíma skipulagslýsingar 29.11-27.12.2023 ásamt tillögu skipulagsfulltrúa að svörum nefndarinnar.



Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum þann 23. nóvember 2023 að auglýsa skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi og heildarendurskoðunar á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár í samræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Auglýst var 29. nóvember og var athugasemdafrestur vegna skipulagslýsingarinnar til og með 27. desember 2023. Opið hús var haldið til kynningar tillögunni í Ráðhúsi Grundarfjarðar, þann 20. desember sl.



Skipulagssvæðið stækkar úr 4,1 ha í 10,1 ha. Einnig verður skoðað hvort skipulagsmörk við aðveitustöð breytist.



Í aðalskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir að efnistökusvæði (E-3) verði fellt út og allt svæðið skilgreint sem iðnaðarsvæði (I-3), sem stækkar sem því nemur. Svæðið stækkar einnig til vesturs þar sem efnistaka hefur farið lítillega út fyrir skilgreint efnistökusvæði inn á reit fyrir opið svæði (OP-5), sem minnkar sem því nemur.



Í samræmi við gildandi aðalskipulag, verður lögð áhersla á vel skipulagt og aðlaðandi atvinnusvæði svo að atvinnulíf fái að þrífast sem best og að gerðar verði strangar kröfur um frágang enda sé svæðið staðsett við aðkomu að þéttbýlinu.



Meginmarkmið deiliskipulagsins eru að fjölga lóðum á vestur- og suðurhluta svæðisins þar sem efni hefur verið tekið úr námu. Áhersla verður lögð á sveigjanleika og fjölbreytileika í lóðastærðum og byggingarheimildum og stuðla þannig að betri landnýtingu og framboði lóða fyrir fjölbreytta starfsemi. Gerðar verða breytingar á gatnakerfi m.a. til þess að opna á aðgengi að nýjum lóðum. Gert verður ráð fyrir göngu- og hjólastíg meðfram Snæfellsnesvegi og mön lagfærð og fegruð með gróðri. Jafnframt verður hugað að innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um innsendar umsagnir og samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa um viðbrögð við þeim. Höfð verður hliðsjón af þeim við mótun skipulagstillagna í samræmi við gr. 4.2.4. og 5.2.4. í skipulagsreglugerð.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 256. fundur - 14.02.2024

Í fjarfundi undir þessum lið voru þær Halldóra Hreggviðsdóttir og Kristborg Þráinsdóttir hjá Alta, sem skipulagsráðgjafar í verkefninu.

Í fjarfundi var einnig Jósef Ó. Kjartansson forseti bæjarstjórnar, en bæjarfulltrúum var boðið að taka þátt í umræðum.



Lögð fram drög að vinnslutillögu fyrir nýtt deiliskipulag á iðnaðarsvæðinu vestan Kvernár og tilheyrandi breytingu aðalskipulags.



Gerð grein fyrir þeirri vinnu sem átt hefur sér stað við vinnslu tillögunnar.
Nýr stýrihópur um skipulagsverkefnið (Jósef og Pálmi) hefur hist einu sinni, frá síðasta fundi nefndarinnar, til yfirferðar um tillögugerðina, með skipulagsfulltrúa, bæjarstjóra og skipulagsráðgjöfum.
Einnig var unnið með ráðgjöfum Eflu að gatna- og lóðahönnun, hæðarsetningu og hnitsetningu lóða.

Farið var yfir fyrirliggjandi drög að vinnslutillögu fyrir breytingu aðalskipulags vegna svæðisins.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa ásamt fulltrúum í stýrihópi verkefnisins að ljúka frágangi vinnslutillögunnar, í samræmi við umræður fundarins.

Nefndin felur jafnframt skipulagsfulltrúa að birta og kynna frágengna vinnslutillögu. Nefndin stefnir að því að hafa opið hús á kynningartíma skipulagslýsingar, um lýsinguna og hugmyndir um skipulagsbreytingar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 257. fundur - 21.03.2024

Á miðnætti í gær, 20. mars, rann út frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum vegna auglýsingar um vinnslutillögu vegna breytingar aðalskipulags í tengslum við nýtt deiliskipulag iðnaðarsvæðis vestan Kvernár.



Leitað var umsagna hjá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Minjastofnun Íslands, Skipulagsstofnun, Rarik, Veitum, Vegagerðinni og Mílu.



Lagðar fram tvær umsagnir sem bárust, þ.e. frá Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.



Ekki þarf að bregðast sérstaklega við með svörum til þeirra sem veittu umsagnir eða sendu inn athugasemdir, en höfð verður hliðsjón af þeim við áframhaldandi skipulagsvinnu.

Unnið er að gerð vinnslutillögu deiliskipulagshlutans og verður hún tekin fyrir hjá nefndinni á næstunni og vinnslutillaga auglýst.

Gestir

  • Þóra Kjarval, skipulagsráðgjafi hjá Alta

Skipulags- og umhverfisnefnd - 258. fundur - 22.05.2024

Lögð fram gögn, annars vegar greinargerð og uppdráttur vegna tillögu á vinnslustigi fyrir nýtt deiliskipulag iðnaðarsvæðis vestan Kvernár.



Hinsvegar tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna svæðisins, en áður var búið að afgreiða og auglýsa vinnslutillögu fyrir breytingu á aðalskipulaginu, vegna deiliskipulagsvinnu svæðisins.



Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafi, Alta var gestur í fjarfundi undir þessum lið.

Ræddar voru tillögur um breytingar á bæði aðalskipulagi og deiliskipulagi. Stýrihópur verkefnisins (Jósef Ó. Kjartansson og Pálmi Jóhannsson) hafði áður fengið tillögurnar til skoðunar og gerði ekki athugasemdir.

Eftirfarandi var samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram:

Um aðalskipulagsbreytingu:

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, dags. 10. apríl 2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í breytingunni felst að landnotkunarreitur fyrir efnisvinnslu með auðkenni E-3 fellur út og verður hluti af iðnaðarsvæði með auðkenni I-1. Reitur I-1 stækkar einnig til vesturs og suðurs og verður 16,1 ha að stærð. Nánar er vísað til kynningargagna.

Lýsing var kynnt í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 29.11.2023 - 27.12.2023 og tillaga á vinnslustigi, í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, var kynnt frá 28.2.2024 - 20.3.2024. Umsagnir sem bárust voru hafðar til hliðsjónar við gerð tillögunnar.

Um deiliskipulag:
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði vestan Kvernár, dags. 22. maí 2024. Um er að ræða heildarendurskoðun á deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og athafnasvæði vestan Kvernár dags. 1. júlí 1999.

Tillaga að deiliskipulagi er nú kynnt á vinnslustigi í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsing var kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 29.11.2023-27.12.2023. Umsagnir sem bárust voru hafðar til hliðsjónar við gerð tillögunnar.

Í endurskoðun felst m.a. að deiliskipulagssvæðið stækkar úr 4,1 ha í 11,5 ha, lóðum fjölgar og byggingarreitir stækka. Þá eru skilmálar eldra deiliskipulags felldir úr gildi og nýir skilmálar settir, m.a. til að auka fjölbreytni og sveigjanleika í lóðastærðum til langs tíma og tryggja góða umgengni á svæðinu. Nánar er vísað til kynningargagna.

Samhliða endurskoðun á deiliskipulagi er gerð tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, eins og fyrr er getið.

Gestir

  • Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafi, Alta - mæting: 16:30

Skipulags- og umhverfisnefnd - 260. fundur - 15.08.2024

Til umræðu var vinna við endurskoðun deiliskipulags iðnaðarsvæðisins vestan Kvernár og tilheyrandi breyting á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, m.s.br.



Halldóra Hreggviðsdóttir og Þóra Kjarval skipulagsráðgjafar hjá Alta voru gestir fundarins gegnum fjarfund undir þessum lið.



Endurskoðun deiliskipulags:



Vinnslutillaga deiliskipulags fyrir svæðið var auglýst þann 10. júní til 1. júlí 2024, skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Opið hús var haldið þann 20. júní sl. vegna tillögunnar.



Fyrir fundinn voru lagðar fram til umræðu þær umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynnta tillögu, en þær eru frá eftirtöldum aðilum:



Umsagnir: Umhverfisstofnun, Vegagerðin, Landsnet, Slökkvilið Grundarfjarðar, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands og Minjastofnun.

Athugasemdir: Land lögmenn f.h. eigenda Innri Grafar og Grafar 3.





Aðalskipulagsbreyting:



Tillaga að breytingu á aðalskipulagi var kynnt á vinnslustigi frá 28. febrúar til 20. mars 2024, skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir bárust sem voru hafðar til hliðsjónar við gerð endanlegrar tillögu um breytingu aðalskipulags vegna iðnaðarsvæðisins, sem afgreidd var á 258. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 22. maí sl.

Skipulagsstofnun hefur nú lokið yfirferð á lokatillögu að breytingu á aðalskipulagi, skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. bréf dags. 11. júlí 2024, sem liggur fyrir fundinum, og fer tillagan nú í auglýsingu.



Nánar um báðar tilllögurnar vísast til kynningargagna.



Farið var yfir þær umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynnta vinnslutillögu deiliskipulags svæðisins.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur þörf á að bregðast við hluta athugasemda núna, en önnur atriði verða höfð til hliðsjónar við áframhaldandi vinnslu deiliskipulagstillögunnar. Farið var yfir valkosti og leiðir til að koma til móts við athugasemdir. Bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að útfæra hugsanlegar leiðir í samstarfi við skipulagsráðgjafa.

Gerðar voru lagfæringar 10. júlí sl. á tillögu um breytingu aðalskipulags, í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar 9. júlí sl.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að skilmálum verði bætt við tillöguna um aðalskipulagsbreytingu, þar sem kveðið verði á um hljóðmön við vesturmörk iðnaðarsvæðisins.

Uppfærð gögn um breytingu aðalskipulags, eftir yfirferð, eru tilbúin til auglýsingar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gestir

  • Þóra Kjarval, Alta - mæting: 16:30
  • Halldóra Hreggviðsdóttir, Alta - mæting: 16:30