Málsnúmer 2101038

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 224. fundur - 27.01.2021

Á fundi bæjarstjórnar þann 14. janúar sl. fól bæjarstjórn skipulags- og umhverfisnefnd að skoða gildandi deiliskipulag á iðnaðarsvæði.
Í minnisblaði um stöðu efnis í efnisnámu í Lambakróarholti, dags. 14.01.2021, var fjallað um iðnaðarsvæðið (merkt I-1 í nýja aðalskipulaginu) og um Lambakróarholtsnámu (merkt E-3 í aðalskipulaginu nýja) og sagði m.a.:

"Lagt er til að deiliskipulagið verði endurskoðað og það stækkað þannig að það nái yfir báða landnotkunarreitina í heild þ.e. I-1 og E-3. Þannig verður hægt að tryggja heildarsýn varðandi uppbyggingu til framtíðar, sveigjanlegt iðnaðarhúsnæði, gatna- og veitukerfi sem gengur upp og hagkvæma nýtingu þessa dýrmæta og vel staðsetta iðnaðarsvæðis.

Um þetta bókaði bæjarstjórn að hún samþykkti að fela skipulags- og umhverfisnefnd að skoða skipulagið m.t.t. þessarar ábendingar.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði.