137. fundur 16. febrúar 2017 kl. 16:30 - 18:31 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA) formaður
  • Guðrún Jóna Jósepsdóttir (GJJ)
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Ásthildur E. Erlingsdóttir (ÁEE)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar

Málefni Leikskólans Sólvalla
Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri og Katrín Brynja Björgvinsdóttir, fulltrúi foreldraráðs.

Málefni Grunnskóla Grundarfjarðar
Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri.

Málefni Tónlistarskóla Grundarfjarðar
Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri.

Málefni Leikskóladeildarinnar Eldhamra
Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Málefni Leikskólans Sólvalla

Málsnúmer 1504023Vakta málsnúmer

Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri og Katrín Brynja Björgvinsdóttir, fulltrúi foreldraráðs, sátu fundinn undir þessum lið.

Lögð fram skýrsla skólastjórnenda skólans dags. í jan. 2017. Í skýrslunni er farið yfir starfsemi skólans. Fjöldi nemenda er 52. Sumarleyfi skólans verður 3. júlí til 7. ágúst 2017.

Jafnframt lagt fram yfirlit yfir þróun í starfsmannahaldi árin 2015-2017.

Leikskólastjóri gerði grein fyrir skýrslu sinni og svaraði spurningum fundarmanna.

2.Málefni Grunnskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504024Vakta málsnúmer

Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Lögð fram skýrsla skólastjóra um starfsemi skólans. Ennfremur lögð fram starfsáætlun grunnskólans fyrir starfsárið 2016-2017. Fjöldi nemenda skólans er 80.

Foreldrakönnun skólapúlsinn 2017 stendur yfir. Einnig farið yfir læsi í mismunandi námsgreinum skv. PISA könnun.

Skólastjóri gerði grein fyrir skýrslu sinni og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.

3.Málefni Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504025Vakta málsnúmer

Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Skólastjóri fór yfir málefni tónlistarskólans og starfsskýrslu. Fjöldi nemenda er 44. Auk þess eru nemendur Eldhamra í vikulegri tónlistarstund og nemendur grunnskólans í söngstund mánaðarlega.

4.Eldhamrar, 5 ára deild

Málsnúmer 1605043Vakta málsnúmer

Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Skólastjóri gerði grein fyrir starfsemi Eldhamra og skýrslu. Fjöldi nemenda deildarinnar er 14.

5.Námsmatskvarðar, innleiðing

Málsnúmer 1702020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins frá 7. febr. sl., varðandi innleiðingu á nýjum námsmatskvarða við lok grunnskóla.

6.Pisa könnunin

Málsnúmer 1701036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit sem sýnir niðurstöður PISA könnunar á svæði Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, samanborið við meðaltal á Íslandi og meðaltal í OECD löndunum.

7.Grunnskólinn, vegvísir

Málsnúmer 1701035Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar vegvísir samstarfsnefndar Sambands ísl. sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna málefna grunnskóla.

Fulltrúar kennara og bæjaryfirvalda vinna eftir vegvísinum. Vinnu þeirri skal lokið eigi síðar en 1. júní 2017.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:31.