Málsnúmer 1808035

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 144. fundur - 11.09.2018

Skólastjóri og deildarstjóri gerðu grein fyrir starfsemi Tónlistarskólans.

Skólastjóri og deildarstjóri viku af fundi í lok þessa liðar.

Gestir

  • Linda María Nielsen deildarstjóri Tónlistaskólans
  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri

Skólanefnd - 147. fundur - 18.03.2019

Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskólans sat fundinn undir þessum lið.

Minnispunktar skólastjóra um málefni Tónlistarskólans lágu fyrir fundinum.

Skólanefnd - 148. fundur - 13.05.2019

Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Skólastjóri gerði grein fyrir starfseminni.
Lögð voru fram drög að skóladagatali tónlistarskólans. Rætt um starfsdaga. Til frekari vinnslu.


Skólanefnd - 149. fundur - 29.05.2019

Endurskoðað skóladagatal lagt fram, í framhaldi af umræðu síðasta fundar.
Inní dagatalið bætist starfsdagur 2. október en þann dag verður skólamálaþing skóla á Snæfellsnesi. Starfsdagar verða samtals þrír yfir veturinn.
Skóladagatal Tónlistarskólans 2019-2020 samþykkt samhljóða.


Skólanefnd - 150. fundur - 09.10.2019

Sigurður Gísli skólastjóri sat fundinn áfram. Einnig var mætt Linda María Nielsen deildarstjóri tónlistarskólans.
Sigurður Gísli og Linda sögðu frá starfsemi skólans.
Starfið hefur farið vel af stað það sem af er hausti. Aukning er í fjölda nemenda, en nú eru skráðir 61 nemandi. Þar af eru 5 eldri en 21 árs og 2 í framhaldsskólanum. Nemendur úr 1. og 2. bekk eru 16 talsins, ýmist í hóptímum eða 20 mínútna einkatímum. Nemendur Eldhamra koma niður í litlum hópum í tónlistarstund, einn hópur á viku í allan vetur.
Kennarar eru 4 í 3,4 stöðugildum.
Jólatónleikar verða miðvikudaginn 4. desember nk. í Grundarfjarðarkirkju. Verið er að skipuleggja heimsóknir á Dvalarheimilið í vetur. Söngur á sal hefst í næstu viku og verður 1x í mánuði í grunnskólanum. Elstu börn leikskólans munu koma í stutta heimasókn, einu sinni á haustönn og einu sinni á vorönn.

Skólastjóra var þakkað fyrir greinargerðina, og þeim Lindu þökkuð koman á fundinn og góðar umræður.


Skólanefnd - 152. fundur - 09.01.2020

Sigurður Gísli sat fundinn áfram undir þessum lið og gerði grein fyrir starfinu.
Í fyrirliggjandi minnispunktum hans kom m.a. fram:

Haustönnin síðasta gekk vel fyrir sig. Skráður var 61 nemandi, flestir í hálft nám, en það er að aukast aftur að nemendur fari í heilt nám og eru skólastjórnendur ánægðir með það. Aldursbil nemenda er mjög breitt, yngstu í 1. bekk og elstu 52 ára. Fjórir kennarar starfa við tónlistarskólann. Kennt var á öll helstu hljóðfæri, ásamt söngkennslu. Einnig tók skólahljómsveitin aftur til starfa. Í henni eru nemendur á unglingastigi sem hafa náð góðu valdi á hljóðfæri.
Söngur á sal var á sínum stað einu sinni í mánuði sem endaði með jólaþema 11.desember. Nemendur á öllum stigum eru duglegir að taka undir í söng.

Nemendur Eldhamra hafa fengið tónlistartíma, 4-5 í hóp einu sinni í viku í 6 vikur.
Elstu nemendur leikskólans komu í heimsókn í nóvember og skoðuðu tónlistarskólann og fræddust um starfið og fengu kynningu á hljóðfærum. Slík heimsókn verður aftur í vor.

Nemendur komu fram á aðventudegi kvenfélagsins 1. desember í samkomuhúsinu og fóru á dvalarheimilið 16. desember, spiluðu og sungu fyrir íbúa, starfsmenn og gesti. Jólatónleikar tónlistarskólans voru 4. desember í Grundarfjarðarkirkju og voru vel sóttir.

16. desember var síðasti kennsludagur fyrir jólafrí.


Á árinu 2019 var bætt við hljóðfærakostinn og ýmsa fylgihluti. Keyptur var saxófónn, rafmagnstrommusett, bassamagnari, gítarmagnari og “tuner? fyrir gítar og bassa.

Viðhald húsnæðis hefur verið mikið, en allur tónlistarskólinn var málaður í lok síðasta árs, skipt um loftljós og fleira.

Umræða varð í skólanefnd um tónleika Tónlistarskólans, hvort tvískipta ætti tónleikum til að gefa fleiri nemendum kost á að koma fram, eða hvort fjölga megi viðburðum á vegum skólans. Til frekari umræðu síðar.

Skólanefnd - 153. fundur - 25.05.2020

Gestir fundarins undir þessum lið voru Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri og Linda María Nielsen aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans.
Fyrir lá ársskýrsla 2019-2020, þ.e. greinargerð Lindu Maríu um starfsemina á liðnu skólaári.

Haustið 2019 voru skráðir 61 nemandi í skólann, en einhverjar breytingar urðu á nemendahópnum um áramót eins og alltaf er. Nú í vor luku 57 nemendur námi við skólann; 50 nemendur voru á grunnskólaaldri, 2 í framhaldsskóla og 5 fullorðnir eldri en 21 árs.
Kennarar voru fjórir í 3,4 stöðugildum auk skólastjóra.

Alexandra Zukhova kenndi á píanó, tréblásturshljóðfæri, tónfræði og sá auk þess um tónlistarstundir fyrir nemendur Eldhamra.
Baldur Rafnsson kenndi á trommur og slagverk, málmblásturshljóðfæri og stjórnaði og hafði umsjón með skólahljómsveit.
Bent Marinósson kenndi á gítar og bassa.
Linda María Nielsen kenndi söng og tónfræði og hafði yfirumsjón með öllu faglegu starfi skólans, sem aðstoðarskólastjóri.

Í haust var tekin upp sú nýjung að nemendur í 1. og 2. bekk fengu 20 mínútna tíma í stað 30 mínútna áður, sem Linda segir að hafi komið vel út.

Eldhamrar komu einu sinni í viku í tónlistarstund, í litlum hópum 4-5 nemenda og kom hver hópur sex sinnum. Þetta gekk mjög vel og var áhuginn hjá krökkunum mikill.

Söngur á sal var fimm sinnum í vetur og fóru tónlistarkennarar í grunnskóla og stjórnuðu fjöldasöng. Nemendur og allir starfsmenn skólans tóku vel undir.

Jólatónleikar tónlistarskólans voru haldnir 4. desember í kirkjunni. Tónleikarnir gengu vel og voru vel sóttir.
Hætt var við að halda vortónleika, í samræmi við tilmæli heilbrigðisyfirvalda, en skólaslit haldin fyrir nemendur. Fengnir voru tveir listamenn til að koma og skemmta og ræða við nemendur, þeir Jón Jónsson og Bergur Einar Dagbjartsson, sem er uppalinn hér í Grundarfirði.

Linda María fór yfir reynsluna af starfsemi skólans á tímum Covid-19. Margvíslegar breytingar voru gerðar á starfsemi skólans, öllum stundaskrám var endurraðað, kennt var að hluta til í fjarkennslu, hóptímar féllu niður, þrif stóraukin og fleira mætti nefna.
Ýmiss konar lærdómur fékkst úr skólastarfinu á þessu tímabili, sem nýtist áfram til áframhaldandi þróunar skólastarfs. Umræða varð um tækifæri til að nýta fjarkennslu sem viðbót og til frekari þróunar skólastarfs. Nefndin telur mikilvægt að vanda til verka þannig að fjarkennsla nýtist sem stuðningur og til aukinnar fjölbreytni og sveigjanleika í skólastarfinu, auk þess sem slíkur kostur yrði kynntur vel fyrir notendum.

Farið var yfir drög að skóladagatali komandi skólaárs. Skólanefnd samþykkir skóladagatal 2020-2021.

Starfsfólki tónlistarskóla voru færðar þakkir fyrir starfið á liðnu skólaári og sérstaklega fyrir starfið á tímum Covid.

Lindu Maríu og Sigurði Gísla var þökkuð koman og viku þau hér af fundi.Gestir

  • Linda María Nielsen, aðstoðarskólastjóri
  • Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri

Skólanefnd - 154. fundur - 21.09.2020

Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri situr fundinn undir þessum lið í fjarfundi.

Sigurður Gísli skólastjóri fór yfir minnispunkta sína um starfið. Þar kom m.a. fram:

Tónlistarskólinn hefur farið vel af stað það sem af er hausti. Í haust eru skráðir 58 nemendur í nám við tónlistarskólann, en voru 61 á haustönn 2019. Sjö nemendur eru eldri en 16 ára.
Nemendur úr 1. og 2. bekk eru ýmist í hóptímum eða 20 mínútna einkatímum.
Nemendur Eldhamra koma niður í litlum hópum og eru í tónlistarstund í ca. 25 mín, einn hópur á viku í allan vetur.
Kennarar eru fjórir í 3,4 stöðugildum. Alexandra kennir á tréblásturshljóðfæri, píanó, tónfræði og sér um tónlistarstund Eldhamra. Baldur kennir á málmblásturshljóðfæri, slagverk, trommur og stjórnar skólahljómsveitinni. Bent kennir á gítar, úkúlele og rafbassa. Linda María kennir söng og sér um faglega starfið innan skólans.

Starfið í vetur mun taka mið af ástandinu vegna Covid og sóttvarnaráðstafana, jólatónleikar verða miðvikudaginn 2. desember í Grundarfjarðarkirkju, með fyrirvara um sóttvarnir.

Elstu börn leikskólans munu koma í stutta heimsókn, á vorönn.


Gestir

  • Sigurður Gísli Guðjónsson

Skólanefnd - 156. fundur - 19.04.2021

Sigurður skólastjóri sagði frá starfsemi Tónlistarskólans.
Fram kom m.a. hjá skólastjóra að:

* Fyrir dyrum stendur hvatningarátak til að fjölga nemendum á blásturshljóðfæri.
* Þemavika verður fyrstu tvær vikurnar í maí, með uppbroti náms.
* Skólaslit Tónlistarskólans verða 19. maí nk. með vortónleikum. Fyrirkomulag tónleikanna ræðst þegar líður lengra að þeim og eru með fyrirvara um samkomutakmarkanir.

Skóladagatal tónlistarskólans 2021-2022 var lagt fram, en það gerir ráð fyrir kennslu í 35,2 vikur. Gert er ráð fyrir að kennsla hefjist 25. ágúst og að skólaslit verði 19. maí 2022.

Skólanefnd samþykkir skóladagatalið.

Gestir

  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri

Skólanefnd - 158. fundur - 05.10.2021

Sigurður Gísli skólastjóri og Linda María Nielsen aðstoðarskólastjóri tónlistarskólans eru gestir fundarins undir þessum lið.

Linda María fór yfir minnispunkta sína um starfsemi tónlistarskólans. Eftirfarandi kom fram:

- 41 nemandi er skráður í tónlistarskólann haustið 2021.
- 4 kennarar eru í 3,4 stöðugildum.
- Í boði eru einktatímar, hóptímar í söng, tónfræði, samspil hjá nemendum Baldurs og Bents, Linda er með tónlistartíma sem hluta af list-og verkgreinum í grunnskólanum hjá 4 og 5. bekk. Alexandra byrjar með tónlistartíma fyrir nemendur Eldhamra eftir áramót.
- Kennarar fóru á svæðisþing tónlistarskóla á Vesturlandi 20. september sl. og voru þar mörg áhugaverð málefni.
- Foreldravika var dagana 21. - 28.september sl. Foreldrar voru duglegir að koma með börnunum í tíma og fræddust í leiðinni um það hvað fer fram í tímum, hvernig hljóðfærið virkar og fengu ábendingar varðandi heimanám.
- Kennarar munu skiptast á að fara í Sögumiðstöðina í vetur í "Molakaffi á miðvikudögum" með nemendur að spila og syngja fyrir eldri borgara. Fyrstu nemendur fóru í síðustu viku og var mjög gaman og áheyrendur tóku virkilega vel á móti söngnemendum sem sungu nokkur lög.
- Í bígerð er að nýta fleiri tækifæri til að spila opinberlega, þar sem nemendur koma fram.
- Kennarar eru að byrja að huga að jólatónleikum sem verða miðvikudag 1. desember nk.

Rætt var um starfsmannamál, einnig um aðsókn nemenda, sem hefur fækkað nokkuð. Rætt var um hverjar ástæður þess gætu verið.

Fyrir fundinum lágu hugmyndir tveggja kennara um að nýta fjarnám sem hluta af kennsluaðferðum, og var það nánar útfært í tillögum sem lágu fyrir fundinum. Rætt um kosti og fyrirkomulag. Skólanefnd þakkar fyrir áhugaverðar tillögur. Nefndin telur þó að æskilegra sé að byggja tónlistarkennslu á staðnámi, eftir því sem kostur er.

Linda María lagði fram og kynnti hugmynd um átaksverkefni í kennslu á blásturshljóðfæri, sem myndi hefjast á næstu önn. Markmiðið er að fjölga nemendum á blásturshljóðfæri. Skólanefnd tekur jákvætt í þessa hugmynd og leggur til að skólastjóri og aðstoðarskólastjóri útfæri nánar og leggi tillöguna fyrir bæjarstjórn.

Hér viku Sigurður Gísli og Linda María af fundinum og var þeim þakkað fyrir komuna.

Skólanefnd - 160. fundur - 07.02.2022

Sigurður Gísli fór yfir starfsemi tónlistarskólans.
- Í tónlistarskólanum eru nú 46 nemendur​.
- Starfsmannabreytingar urðu um áramótin, en Valbjörn Snær Lilliendahl var ráðinn í 60% starf gítarkennara. Hann tók við af Bent Marinóssyni og eru honum færðar þakkir fyrir samstarf síðustu ára.
- Vatnstjón varð í tónlistarskóla (og húsnæði þar sem líkamsræktin er) í miklu vatnsveðri þann 17. janúar sl. Lagnir láku og rífa þurfti parket af geymslu og rými í tónlistarskóla.
- Af framkvæmdum ársins er helst að nefna, að skipt verður um og sett eldvarnahurð á milli tónlistarskóla og rýmisins þar sem líkamsræktin er.
- Gjaldfrjálst blásarafornám fyrir nemendur í 2. - 4. bekk​:
Átakið er í gangi á vorönninni. Tilgangurinn er að fjölga nemendum á blásturshljóðfæri og eru undirtektir góðar, því 13 börn eru skráð í dag.
- Við áttum til hljóðfæri sem ekki voru í notkun og kennarar áttu lausan tíma, svo enginn aukakostnaður fylgir.
- Nemendum í 2.-4. bekk grunnskóla er kennt á tré- og málmblásturshljóðfæri í 20 mínútna einkatíma í hverri viku. Þá er einnig hóptími einu sinni í viku í 30 mínútur í senn. Í einkatímanum eru kenndar nótur og grunnatriði á það hljóðfæri sem barnið lærir.
- Nemendur hafa ekki val um hljóðfæri en reynt er að velja vini saman í hljóðfærahópa.
- Nemendur sem taka þátt í blásarafornámi geta valið sér hljóðfæri að eigin vali eftir að blásarafornámi lýkur.

Hér véku Sigurður Gísli og Halla Karen af fundi og var þeim þökkuð koman.

Skólanefnd - 162. fundur - 27.04.2022

Sigurður skólastjóri og Linda María Nielsen aðstoðarskólastjóri sitja fundinn undir þessum lið.

Linda María fór yfir minnispunkta um starf skólans og lagt var fram skóladagatal komandi skólaárs.

Eftirfarandi kom fram hjá Lindu Maríu um starf tónlistarskólans:

- Það voru um 50 nemendur í skólanum í vetur. Alltaf eru einhverjar breytingar á áramótum, einhverjir sem hætta og aðrir hefja nám.

- Í janúar fór af stað blástursátak, þar sem nemendum í 2.-4.bekk var boðið í frítt blástursnám. Um er að ræða 20 mínútna einkatíma einu sinni í viku og samspil/hljómsveit einu sinni í viku. Þrettán nemendur skráðu sig og mikil ánægja er meðal nemenda og kennara. Það er álit kennaranna að gott væri að svona blástursfornám væri í eitt ár og því óska kennarar eftir því, að sögn Lindu, að skólanefnd leggi til að þessu verði áframhaldið næsta vetur, þ.e. að nemendur geti skráð sig í eitt ár í frítt blástursfornám, svo framarlega sem að plássið leyfi.

- Bent Marinósson lét af störfum 1. janúar sl. en Valbjörn Snær Lilliendahl hóf störf og kennir á gítar, bassa og samspil.

- Covid hafði áhrif á starf vetrarins, eins og annars staðar í þjóðfélaginu. Jólatónleikar féllu niður vegna samkomutakmarkana en í staðinn var nemendum boðið í jólastund í tónlistarskólanum. Ekki þurfti að fella niður kennslu vegna takmarkana, einungis þegar bylgjan gekk yfir Grundarfjörð og skólar lokuðu í eina viku í nóvember. Hins vegar setti veðrið strik í reikninginn hjá skólanum í janúar þegar hver lægðin á fætur annarri gekk yfir landið á mánudögum. Valbjörn og Baldur urðu því að kenna í gegnum fjarkennslu einhverjar vikur.

- Nemendur Eldhamra fengu sína tónlistartíma í vetur hjá Alexöndru.

- Tónlistarskólinn tók þátt í Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, þetta árið. Þeir Einir Hugi Guðbrandsson og Haukur Orri Bergmann Heiðarsson voru fulltrúar okkar og stóðu sig af mikilli prýði. Hátíðin fyrir Vesturland og Vestfirði var haldin í Stykkishólmi 19. mars sl.

- Í vetur hafa nemendur tónlistarskólans farið í Sögumiðstöðina og spilað fyrir eldri borgara sem sækja þar "molakaffi á miðvikudögum". Hafa nemendur haft mjög gaman af því og einnig hafa áheyrendur þar notið góðs af.

- Linda og Valbjörn eru að undirbúa raftónlistarnámskeið sem verður í boði næsta vetur og mun Valbjörn sjá um það. "Hljóðbúrið" innaf salnum í skólanum verður m.a. nýtt undir það.

- Þessa dagana er verið að æfa fyrir vortónleika tónlistarskólans og er tilhlökkun að geta loksins boðið fólki að mæta og hlusta og njóta. Vortónleikar og skólaslit tónlistarskólans verða fimmtudaginn 19. maí kl 17:00 í samkomuhúsinu.Lögð fram til umræðu tillaga skólastjórnenda um skóladagatal tónlistarskólans fyrir komandi skólaár. Rætt og samþykkt að ný skólanefnd afgreiði það endanlega á fyrsta fundi sínum, samhliða afgreiðslu annarra skóladagatala.

---

Hér viku Sigurður Gísli og Linda María af fundi og var þeim þakkað fyrir komuna og upplýsingarnar.

Varðandi beiðni tónlistarskólans um að blástursátaki verði haldið áfram næsta vetur, þ.e. að nemendur geti skráð sig í eitt ár í frítt blástursfornám, þá tekur skólanefnd jákvætt í erindið, en forsendur þess eru að námið rúmist innan stöðugilda skólans og sé ekki kostnaðarauki í rekstri hans.