164. fundur 05. september 2022 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB) formaður
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Anna Rafnsdóttir (AR)
  • Davíð Magnússon (DM)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar heimsótti skólanefnd tónlistarskólann og grunnskólann og skoðaði aðstöðu í húsnæði þeirra.

Að því búnu var fundað í Ráðhúsinu.

Gengið var til dagskrár.

1.Málefni tónlistarskólans

Málsnúmer 2207007Vakta málsnúmer

Skólanefnd heimsótti tónlistarskólann og hitti þar Lindu Maríu Nielsen, aðstoðarskólastjóra.
Húsnæði og aðstaða tónlistarskólans var skoðað og rætt við Lindu Maríu um starfsemina.
M.a. var skoðað herbergi sem upphaflega var innréttað sem upptökuherbergi, innaf salnum í innra rými. Nú er búið að hljóðeinangra herbergið betur, þannig að hljóð úr íþróttahúsinu berist síður niður. Ætlunin er að hafa þar hljóðver, sem nýta má fyrir upptökur, bæði fyrir nemendur tónlistar- og grunnskóla. Dæmi er nefnt um að taka megi upp tónlist en líka hlaðvarpsefni og annað talað mál.

Gestir

  • Linda María Nielsen aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans
  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunn- og tónlistarskóla

2.Málefni grunnskólans

Málsnúmer 2207005Vakta málsnúmer

Nefndin fór í heimsókn í grunnskólann og hitti þar Sigurð Gísla Guðjónsson, skólastjóra.
Húsnæði og aðstaða grunnskólans var skoðað og rætt við Sigurð Gísla um starfsemina.
Farið var sérstaklega yfir þær framkvæmdir við húsnæði skólans sem hafa verið í gangi í ár.
Neðra anddyri grunnskólahúss var endurbætt í sumar, skipt um hurðir og sett sjálfvirk opnanleg glerhurð í stað þungra eldri hurða. Gólf og loftaefni voru endurnýjuð, lýsing og fatahengi endurnýjað. Anddyrið er nú mun rýmra og bjartara og aðgengi betra.
Unnið er að því að skipta um þak á tengibyggingu milli grunnskóla og íþróttahúss og verður neyðarútgangur á þaki tengibyggingar lagaður.
Gluggaskipti eru fyrirhuguð í grunnskólahúsnæði og til stendur að halda áfram að endurnýja gólfdúka, svo eitthvað sé nefnt.

Í íþróttahúsi stendur til að endurnýja gólfefni í anddyri og gangi, loftaefni og hillur. Auk þess glugga í tengibyggingu yfir í grunnskólann.

Gestir

  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri

3.Málefni leikskóladeildarinnar Eldhamra

Málsnúmer 2207008Vakta málsnúmer

Skólanefnd fór einnig og kíkti við í aðstöðu leikskóladeildarinnar Eldhamra, í fylgd Sigurðar skólastjóra.

Gestir

  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri

4.Skólastefna

Málsnúmer 2207023Vakta málsnúmer

Fundi var framhaldið í ráðhúsinu.

Bæjarstjóri sagði frá því að leitað hefði verið til Ásgarðs, ráðgjafarfyrirtækis í skólaþjónustu og skólaþróun, um aðstoð við endurskoðun skólastefnu sem fram færi í vetur. Skólastefna eða menntastefna á að taka til allra skólastiga; leik-, grunn- og tónlistarskóla.

Bæjarstjórn fól bæjarstjóra að undirbúa þessa vinnu og verður þetta tekið fyrir á næstu fundum nefndarinnar.

Inná fundinn kom Kristrún Lind Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Ásgarðs, skólaþjónustu, með stutta kynningu um skólastefnu/menntastefnu, helstu áskoranir skóla sem teknar eru fyrir í gerð skólastefnu og um ferlið við slíka vinnu.
Kristrúnu var síðan þakkað fyrir innlegg sitt á fundinn.

Gestir

  • Kristrún Lind Birgisdóttir, Ásgarði, skólaþjónustu
Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 19:00.