Málsnúmer 2207023

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 590. fundur - 07.07.2022

Gerð er tillaga um að hefja vinnu við endurskoðun skólastefnu Grundarfjarðarbæjar, en núverandi skólastefna er frá árinu 2014.
Sett verði ný menntastefna sem taki til allra skólastiga sem rekstur og starfsemi bæjarins nær til. Byggt verði m.a. á þeirri vinnu sem fram hefur farið með leikskólanum undanfarna mánuði.

Bæjarstjóra verði falið að undirbúa þessa vinnu og leita eftir verðtilboðum.

Samþykkt samhljóða.

Skólanefnd - 164. fundur - 05.09.2022

Fundi var framhaldið í ráðhúsinu.

Bæjarstjóri sagði frá því að leitað hefði verið til Ásgarðs, ráðgjafarfyrirtækis í skólaþjónustu og skólaþróun, um aðstoð við endurskoðun skólastefnu sem fram færi í vetur. Skólastefna eða menntastefna á að taka til allra skólastiga; leik-, grunn- og tónlistarskóla.

Bæjarstjórn fól bæjarstjóra að undirbúa þessa vinnu og verður þetta tekið fyrir á næstu fundum nefndarinnar.

Inná fundinn kom Kristrún Lind Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Ásgarðs, skólaþjónustu, með stutta kynningu um skólastefnu/menntastefnu, helstu áskoranir skóla sem teknar eru fyrir í gerð skólastefnu og um ferlið við slíka vinnu.
Kristrúnu var síðan þakkað fyrir innlegg sitt á fundinn.

Gestir

  • Kristrún Lind Birgisdóttir, Ásgarði, skólaþjónustu

Skólanefnd - 165. fundur - 10.10.2022

Bæjarstjóri sagði frá undirbúningi að endurskoðun skólastefnu/gerð menntastefnu bæjarins.
Í samtölum bæjarstjóra við Ásgarð, skólaráðgjafa, hefur komið fram sú skoðun þeirra að gott sé að miða við að vinnan hefjist í byrjun árs 2023.

Skólanefnd leggur áherslu á að gert sé ráð fyrir fjármunum til þessarar vinnu í fjárhagsáætlun 2023.

Skólanefnd - 168. fundur - 29.03.2023

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson ráðgjafi frá Ásgarði er gestur undir þessum lið í gegnum fjarfund og var hann boðinn velkominn.

Áfram situr fundinn Sigurður Gísli, skólastjóri grunnskóla, sem og Margrét Sif, Elísabet Kristín og Kristín Alma, sbr. næsta lið fundarins.



Farið var yfir markmið og helstu þætti í vinnu við endurskoðun skólastefnu, sem er framundan, í samræmi við verkáætlun Ásgarðs.

Gunnþór leggur til að skipaðir verði fulltrúar í stýrihóp um endurskoðunina.
Skólanefnd leggur til að bæjarstjórn taki það fyrir og skipi fulltrúa í stýrihópinn.

Gunnþór mun leggja nánari tíma- og verkáætlun fram, til skólanefndar.

Gunnþóri var þakkað fyrir góðar upplýsingar og umræður.



Gestir

  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, ráðgjafi frá Ásgarði - mæting: 20:00

Bæjarstjórn - 271. fundur - 13.04.2023

Lagt til að bæjarstjórn skipi tvo fulltrúa í starfshóp um endurskoðun skólastefnu.
Lagt til að tilnefningum um fulltrúa verði komið til bæjarstjóra, sem gangi frá skipan hópsins í samráði við formann skólanefndar.

Samþykkt samhljóða.

Skólanefnd - 169. fundur - 31.05.2023

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson ráðgjafi hjá Ásgarði var gestur fundarins.

Gunnþór sagði frá vinnu við mótun menntastefnu, einkum frá opnum íbúafundi sem haldinn var í síðustu viku, 24. maí sl., skv. auglýsingu.

Í framhaldinu hefur verið gerð frétt á vef bæjarins og þar er auglýst að enn sé hægt að koma að hugmyndum og skilaboðum inní vinnuna, gegnum skjal með spurningum íbúafundarins og má rita beint inní skjalið á vefnum. Spurningarnar eru á 3 tungumálum.

Í haust verður gerð spurningakönnun meðal íbúa um skólamál og Gunnþór mun heimsækja skólana og ræða við starfsfólk, foreldra og fleiri.

Stefnt er að því að vinnu við nýja menntastefnu ljúki í haust.

Eftir almennar umræður var Gunnþóri þakkað fyrir góðar upplýsingar og vék hann af fundinum.

Gestir

  • Katrín Elísdóttir fulltrúi foreldra nemenda í leikskóla - mæting: 17:00
  • Halla Karen Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra nemenda í grunnskóla - mæting: 17:00
  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskóla - mæting: 17:00
  • Margrét Sif Sævarsdóttir skólastjóri leikskólans, í fjarfundi - mæting: 17:00
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, ráðgjafi hjá Ásgarði - mæting: 17:00

Bæjarstjórn - 274. fundur - 14.09.2023

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 3.-6. fundar starfshóps um skólastefnu, sem eru fjórir fundir frá því bæjarstjórn fór í sumarleyfi, auk hluta úr vinnuskjali stýrihóps þar sem fram kemur tímaáætlun verkefnisvinnunnar.

Bæjarstjórn - 275. fundur - 12.10.2023

Lögð fram fyrstu drög að menntastefnu Grundarfjarðarbæjar til umsagnar/afgreiðslu bæjarstjórnar. Skólanefnd mun fjalla um drögin í næstu viku. Í framhaldi af því verður unnin aðgerðaráætlun sem verður hluti af stefnunni.



Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að menntastefnu til áframhaldandi vinnslu.

Skólanefnd - 170. fundur - 31.10.2023

Lögð fram drög að nýrri menntastefnu Grundarfjarðarbæjar 2023-2028.



Ráðgjafar Ásgarðs hafa unnið að mótun stefnunnar með stýrihópi, skólanefnd og öðrum fulltrúum bæjarins.

Gunnþór fór yfir kynningu menntastefnunnar. Rætt var um gerð aðgerðaáætlunar á grunni hennar og um innleiðingu/framkvæmd stefnunnar.

Næstu skref eru þessi:
- setja stefnuna upp og birta hana á sérstakri vefsíðu sem verður tengd við vef Grundarfjarðarbæjar og skólanna með "menntastefnuhnappi". Vefsíðan fer nú í lokavinnslu auk þeirra gæðaviðmiða sem verða nýtt við að innleiða stefnuna og marka þær aðgerðir sem skólarnir vinna að við innleiðinguna.
- kynna stefnuna fyrir öllum í skólasamfélaginu í janúarbyrjun, innleiðing hefst í kjölfarið samkvæmt aðgerðaáætlun.
- aðgerðaáætlun menntastefnu verður metin árlega með það að markmiði að meta gildi hennar, gæði og hvort hún uppfylli þær kröfur sem gilda hverju sinni.

Stjórnendur eru faglegir leiðtogar og bera ábyrgð á því að unnið sé samkvæmt menntastefnunni. Ábyrgð á innleiðingu og mati á framgangi menntastefnunnar ber skólanefnd í umboði bæjarstjórnar.

Skólanefnd samþykkir framlagða tillögu að nýrri menntastefnu og mælir með að hún verði samþykkt af bæjarstjórn.

Skólanefnd þakkar stýrihópi, starfsfólki og öðrum sem tóku þátt í mótun stefnunnar fyrir sitt framlag.

Gestir

  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson ráðgjafi hjá Ásgarði - mæting: 17:00
  • Margrét Sif Sævarsdóttir leikskólastjóri - mæting: 17:00

Bæjarstjórn - 276. fundur - 23.11.2023

Lögð fram tillaga að nýrri menntastefnu Grundarfjarðarbæjar 2023-2028 til samþykktar. Skólanefnd hefur samþykkt hana fyrir sitt leyti.

Menntastefna Grundarfjarðarbæjar 2023-2028 samþykkt samhljóða.

Næstu skref, eftir samþykkt stefnunnar, eru að stefnan verður sett upp og birt á sérstakri opinni vefsíðu, Ásgarður undirbýr gæðaviðmið og ákveður tíma strax í byrjun janúar með skólunum til að kynna og hefja innleiðingu stefnunnar.

Bæjarstjórn þakkar stýrihópi um gerð menntastefnu kærlega fyrir sín störf, sem og öðrum sem að komu og tóku þátt í vinnunni.